Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Síða 14

Fálkinn - 27.09.1961, Síða 14
Ég fluttist vestan af fjörðum með föður mínum skömmu eftir að móðir mín dó. Pabbi var Reykvíkingur og hafði aldrei unað sér fyrir vestan þar sem mamma var borin og barnfædd. Hann hafði verið sjómaður fyrir vest- an og réði sig á togara þegar við flutt- um suður. Ég var fimmtán ára þegar þetta var. Mér þótti afar vænt um mömmu og saknaði hennar svo mikið að marga mánuði grét ég mig í svefn á hverju kvöldi. Ég var einbirni og við mamma höfðum því átt meira saman að sælda en títt er þar sem börnin eru fleiri. Pabbi tók andláti mömmu mjög þungt, en hann er dulur að eðlisfari og hafði ekki mörg orð um. Við fengum leigða kjallaraíbúð inni í Kleppsholti og það var afráðið að ég skyldi fara í skóla um haustið og föður- systir mín einhleyp kona á sextugsaldri, búsett suður með sjó, ætlaði að flytja til okkar og halda hús. Við fluttum suð- ur að vorlagi og það var ákveðið að ég skyldi sjá um íbúðina og matselja um sumarið. Það var í sjálfu sér lítið verk, því ég mundi vera ein mestallan tím- ann, pabbi var á sjónum eins og ég gat um áðan. Þess vegna fékk ég mér vinnu í fiski til að drýgja tekjurnar og drepa tímann. Ég hafði aldrei vanist aðgerðar- leysi. í fiskinum kynntist ég ýmsum stúlkum á mínu reki og sannast að segja þótti mér þær sumar heldur gjálífar. Ég hafði ekki vanist því að vestan að stúlk- ur á mínum aldri væru byrjaðar að reykja og sumar þeirra smökkuðu jafn- vel áfengi og voru með strákum. Þeg- ar þær vissu hvernig högum mínum var háttað komu tvær þeirra að máli við mig og stungu upp á því að halda partí í íbúðinni hjá mér úr því ég hefði svona mikið frjálsræði. Þær sögðust þekkja nóg af piltum, eða gæjum eins og þær kölluðu þá, og ekki yrðu vand- ræði með veizluföng. Þessu þverneitaði ég og forðaðist þessar stelpur framveg- is. Hins vegar eignaðist ég þarna ýms- ar góðar kunningjastúlkur og ein þeirra sem ég kynntist fyrsta daginn er enn í dag bezta vinkona mín. Allt gekk vel þar til pabbi kom heim úr öðrum túrnum á togaranum. Þá bað hann mig að hreinsa reglulega vel til í íbúðinni því hann ætti von á gestum. Gömlum vinum frá því hann átti heima í Reykjavík á sínum yngri árum. Ég var að vísu búin að hreinsa íbúðina í hólf og gólf en datt í hug að skreyta hana

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.