Fálkinn - 27.09.1961, Qupperneq 17
hringdu bara í Joan. Þú getur ekki verið
án hennar lengur, hugsa ég mér. Láttu
hana bara koma og troða sér á milli
okkar, Arnold. Ég er hugrakkari en þú.
'Ég get setið hér og hlustað á þig kalla
mig fuglahræðu. En þú vilt ekki svara
mér hreinskilnislega, og það er vegna
þess að ásakanir mínar eru réttar. Þú
hatar mig, en þú elskar Joan.
— Nei, nei, það er ekki rétt.
— Jú, ég veit að það er rétt. Ætlar
þú að segja mér að þú sért sá eini, sem
ekki gerir þér það ljóst? Ég veit það,
Joan veit það, og Jacob Diamond veit
það. Ég hef vitað það lengur en allir
hinir, en þú fékkst mig til að trúa því
að það hafi verið ímyndun. Nú ætla ég
1 að biðja þig að segja mér umbúðalaust
að þú elskir mig ekki, svo að ég geti þá
fengið sálarró.
—• Það get ég ekki, stundi hann.
— Þú skalt segja það. Ég skal heyra
það frá þínum eigin munni, svo að ég
láti ekki undan aftur og fari að halda
að ef til vill sé það rangt hjá mér.
— Ég held dauðahaldi í einhverja
veika von, Arnold, og það er það, sem
er að gera út af við mig.
Hann leit á hana að þrotum kominn.
Að lokum hafði henni tekizt að brjótast
á bak við skjöld hans, vegg kulda og
hlutleysis.
— Charlotte, þú elskar mig ekki,
svaraði hann ákafur. — Það er að
minnsta kosti nokkuð, sem þú hefur gert
þér í hugarlund. Það er sjúkleg í-
myndun.
— Segðu að þú elskir mig ekki, sagði
hún með þeirri röddu, sem ósjálfrátt
fékk hann til að hlíða.
— Ég elska þig ekki, Charlotte.
Að lokum hafði henni tekizt að fá
sannleikann út úr honum. Það var eins
og hnífur hefði legið við hjarta hennar,
og hún hefði verið að því komin að
missa vitið á meðan hún beið eftir bana-
högginu. Nú var það riðið af, og sárs-
aukinn var jafn átakanlegur og hún
hafði búizt við. En jafnhliða var hann
góður, eins og sársauki undan hnífi
skurðlæknisins, sem er að fjarlægja sýkt
líffæri. Og það var sársauki, sem hún
varð að standast. Hún varð að svífa í
þessu auða rúmi milli lífs og dauða,
þar til hún gat endurfæðst aftur.
Þessa nótt grét hún sem óhuggandi
og barðist í örvæntingu, þar til engin
tár komu í augu hennar framar. Að
morgni jóladags hafði hún tekið ákvörð-
un. Hún ætlaði að byrja nýtt líf, án
Arnolds.
í lestinni á leiðinni heim, sagði hún
við hann, að hún ætlaði að sækja um
skilnað, án þess að vekja nokkuð umtal.
Henni sárnaði að sjá, hversu honum
létti.
— Við getum verið vinir, sagði hann.
— Nei, sagði hún gröm. — Við höf-
um aldrei verið vinir, og hvers vegna
ættum við þá að fara að byrja á því
núna, þegar öllu er lokið?
Það var það, sem var meinið, hugs-
aði hún og sat með lokuð augun og hlust-
aði á hjólin skella á teinunum með
jöfnu hljóðfalli. Þau höfðu aldrei verið
vinir. í fyrstunni hafði það verið ástríða,
án vináttu eða kærleika, en þegar ástríð-
an dó út, var ekkert eftir nema von-
brigði og eymd fyrir þau bæði.
Þau höfðu verið tvær ókunnugar
manneskjur, sem tilgangslaust reyndu
að lifa lífinu saman. Tvær ókunnugar
manneskjur, hún og eiginmaður henn-
ar. Það var sannleikurinn, og það var
ekki hægt að skjóta sér undan því
lengur.
Þegar hún kom heim, gaf hún Joan
gyllta kjólinn, sem hún hafði keypt, til
að vera falleg í. Joan mátaði hann strax,
og Charlotte vildi endilega að Arnold
sæi stjúpsystur hennar í þessum marg-
umrædda kvöldkjól.
— Hann er mjög fallegur, sagði hann
næstum hátíðlega og gleymdi nú að lát-
ast. Ást hans til Joan lýsti út úr aug-
um hans.
— Joan, sagði Charlotte, — Arnold
þarf að tala við þig um svolítið. Nú fer
ég upp til mín. Góða nótt, bæði tvö.
Hún gekk upp í myrkrið og einmana-
leikann eins og svo oft áður, og þann
tíma, sem í hönd fór, varð hún að taka
á öllu, sem hún átti, og halda áfram
eins og ekkert hefði í skorizt, til að
skaða ekki Arnold, sem var sjúklega
hræddur við allt, sem gat haft eftirtekt
og skömm í för með sér.
Hún varð að fara með honum í ný-
ársveizlu í háskólanum, en fyrst lét hún
lita hár sitt dökkt aftur, og hún keypti
sér kjól, sem var henni mátulegur og
fór henni mæta vel. Hægt og hægt var
Charlotte að komast út úr myrkri því,
sem hafði verið að lykjast um hana.
Hún tók þátt í nýársveizlunni, og hún
leit óvenjuvel út, þó að glöggt merki
mætti sjá þess, sem hún hafði orðið fyr-
ir. Jacob Diamond var einnig viðstadd-
ur, og það var í síðasta sinn, sem hann
var í háskólanum, því að hann hafði
fengið stöðu sem ritstjóri við mánaðar-
rit. Hann hlakkaði mikið til nýja starf-
ans. Arnold hafði lengi brugðið fyrir
hann fæti og eyðilagt möguleika hans
í háskólanum, en hann saknaði þess ekki.
Hins vegar saknaði hann Charlotte.
Þegar hann kvaddi hana seint um
kvöldið, gaf hann henni heimilisfangjð
Framh. á bls. 28.
fXlkinn 17