Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1961, Síða 37

Fálkinn - 08.11.1961, Síða 37
FYLGIÐ TÍZKUNNI Látið klippa hárið með hinum vinsælu klippingarhnífum FRANSKA PERMANENTIÐ komið aftur SÍMI 33968 Hrútsinerkið (21. marz—20. apríl). Miðvikudagur og fimmtudagur verða dagar mikilla tækifæra, en einungis ef þér notið skynsemina og gæt- ið þess að rasa ekki um ráð fram, hvað snertir fjár- málin. Undir vikulokin mun margt bregðast til beggja vona, en þó munuð þér lenda í bráðskemmtilegu ævin- t.ýri á laugardag. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Þér ættuð að reyna að vera örlítið alúðlegri í fram- komu við ákveðna persónu. Það mun án efa borga sig vel. Ekki er laust við, að dálítillar þröngsýni gæti hjá yður í einstaka málum, jafnvel fyllist þér stundum hroka og merkilegheitum, sem skaðar mjög frama yðar. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). í þessari viku munu óskir hjartnanna rætast að að nokkru leyti, því að sú von, sem þér óluð með yður og væntuð að mundi rætast, mun rætast. Að vísu mun hún þó ekki uppfyllast algjörlega, en persóna sú, sem þér hafið haft í huga í þessu sambandi, mun fara að veita yður meiri athygli en áður. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Það sannast í þessari viku, eins og oft áður, að víða er pot.tur brotinn. Vissulega er ekki hægt að kenna yður um allt, sem aflaga fer, en þér ættuð að kapp- kosta að reyna fremur að bæta heldur en eyðileggja. Hins vegar skuluð þér ekki veigra yður við að grípa til róttækra ráðstafana. Ljónsmerkið (22. júlí—23. ágúst). Þær vikur koma stundum fyrir, sem allt gengur svo auðveldlega, að maður þarf vart að hreyfa sig. Allt, leikur í lyndi og ástamálin munu blómstra eins og morgunfrú við hinni fyrstu sumarsól. Annars ættuð þér að taka yður til og vinna svolítið, þó ekki væri nema til tilbreytingar. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. sept.). Hinn grái hversdagsleiki mun grúfa yfir öllu þessa viku eins og mara, en eitthvað mun þó rofa t.il þegar líður á vikuna. Fyrirtæki nokkurt, sem þér eruð bendl- aður við, mun bera af sér góðan ávöxt og þá mun pyngja yðar þyngjast eitthvað. Happatala 9. Vogarskálarmerkið (2U. sept.—23. okt.). Þér fáið yfrið nóg að starfa þessa viku, en gætið þess að lát.a ekki aðra troða yður um tær og vinna þess vegna of mikið. Því að ef mönnum er sýnd greið- vikni einu sinni, ganga þeir á lagið. Sporðdrekamerkið (2U. okt.—22. nóv.). Þér lendið í nokkuð erfiðri aðstöðu, því að svo virð- ist, sem þér séuð milli tveggja elda, sem báðir loga glatt. Annars vegar eru einkamál yðar og hinsvegar persóna nokkur, sem lengi hefur haft töluverð áhrif á yður. Reyniö að særa tilfinningar þessa fólks sem minnst. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Á því mun leika lítill vafi, að vikan verður góð til hvers konar at.hafna. Margt það, sem þér hafið lengi haft. á prjónunum, mun komast í framkvæmd. Gætiðþess samt sem áður að ofmetnast ekki yfir verkum þeim, sem vel eru unnin. Steingeitarmerkið (22. deh.—20. jan.). Hroðvirkni í starfi er aldrei kostur við vinnu eins eða neins, og þér ættuð því að gæta þess að flýta yður ekki um of í starfi yðar, en reynið að vanda fremur verk yðar. Hinu er ekki að neita, að stjörnurnar spá yður fermur góðri framtíð að öðru leyti. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). Einhverra leiðinda mun vera að vænta í þessari viku, en þau munu samt bráðlega hverfa. í þessum málum reynir talsvert á þolrifin í yður og st.jörnurnar segja, að þér munið bara standa yður vel og verðið þér meiri maður og reyndari. Fiskamerlcið (20. febr.—20. marz). Þér verðið óvenjulega vel upplagður þessa viku og allt, sem þér snertið á, heppnast vel og verður yður til sóma. Það er auk þess aðalsmerki að standa ávallt í skilum, sem þér og hafið alltaf gert.. Með því og engu öðru byggið þér traustan grundvöll undir starfsemi yðar. © FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.