Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1961, Page 7

Fálkinn - 15.11.1961, Page 7
ir, þá las ég íslendingasögur þegar ég var ungur, enda lærði ég að lesa á Njálu. Af íslend- ingasögum gætu börnin ýmis- legt lært, þar mundu þau kynnast stórkostlegum persón- um, sem mundu hafa áhrif á þau alla ævi. Mætti ekki til dæmis lesa upp íslendinga- sögulestur fyrir börn í barna- tímanum og skýra þá persón- urnar og textann út fyrir þeim, jafnvel láta þau svara spurningum um efnið o. s. frv. Ég er viss um að þetta væri mjög þroskandi, hvað svo sem allir súkkulaðipædagógar segja. K. Þ. Svar: Mjög athyglisverð tillaga. Hvað segið þér, lesandi góður? OrSið er laust. Hinn erfiði amor. Rvík^ 24. okt. 1961. Kæri Fálki! — Ég skrifa ykkur til þess að leita ráða ykkar. Ég er tuttugu og eins árs gamall og hef stundað flest störf bæði til sjós og lands. Upp á síðkastið hef ég verið með stelpu, sem er 18 ára, og höfum við um það talað, að við gengjum í það heilaga von bráðar, eða að minnsta kosti trúlofuðum okkur innan skamms. En þegar hún kemur heim til mín og við höfum verið saman nokkra stund, og hún ætlar að fara, fæ ég ekki að fylgja henni heim, og segir hún að þess þurfi ekki. En nokkrum sinnum hef ég séð, að þegar hún er komin spöl- korn frá húsinu, kemur bíll akandi og hún stígur upp í. Komið hefur það líka fyrir, að hún sé að daðra við aðra stráka þegar við förum eitt- hvað út. En þegar ég fer að finna að þessu, þá tekst henni jafnan að sannfæra mig í bili og segir hún að hún meini ekkert með þessu, Hvað á ég að gera við stúlkuna? Ég elska hana og hún segist elska mig. Verið þér nú ekki of harður í dómi og reynið að hjálpa mér í þessum vandræðum. F. D. Svar: Þér ættuð án tafar að reyna að losa yður við hana. Eftir þessu bréfi að dœma, er þetta bara drós og hún virðir yður ekki nokkurs. Satt að segja höfum við aldrei heyrt annað eins. En umfram allt, látið ekki þessa drós tœla yður í hjónabandið. EGGERT KRISTJANSSON & CO. H.F. sími 11400 H01LAND FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.