Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Síða 4

Fálkinn - 18.04.1962, Síða 4
séð & heyrt Verðskuldaður koss Á þessari mynd er leikstjórinn Mervyn LeoRoy að ge£a Debbie Reynolds koss að launum fyrir vel unnið starf í myndinni: „Star in the West“, en fróðir menn telja, að þann koss hafi hún verðskuldað fyllilega, því að þetta hafi verið eitt mesta hlutverk, sem liún hafi nokkru sinni leikið í kvikmynd. í myndinni Ieikur hún eftirlætis- barn úr stórborg, sem sent var út á landsbyggðina til þess að reka kýr, og yfirleitt annast erfið verk á stórum búgarði. Vegna þessa hlutverks þurfti Debbie að æfa sig mjög vel og er sagt að hún hafi íengið sigg á hinum ólíklegustu stöðum. Hættulegt vegamerki Á „Bundesstrasse 6“, þjóðveginum milli Bremen og Bremerhaven í Norður-Þýzkalandi hafa fjöldi slysa átt sér stað við vegmerki eitt, en á því er mörkuð talan: 23,9 km. Þarna hafa átt sér stað 153 dauðaslys. Bifreiðastjórar full- yrða, að á þessum stað sé einhver dularfullur kraftur, sem taki stjórnina af þeim, en rann- sóknir hafa leitt í ljós, að á þessum bletti sé mikið um eins konar jarðgeislun, sem orsaki slysin. Nánari rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að að orsakana er fremur að rekja til þess, að skógur er þarna rétt lijá og er menn aka út úr honum, þá átti þeir sig ekki á hinum snöggu sviftivindum, sem blási þarna á bersvæði. En sem sagt, að íslenzkir ferðamenn eru varaðir við þessum stað hér með. Framfarir Fyrsta áratuginn eftir að stríðinu lauk, stóð í enskum skólanámsbókum, að löngun Þjóðverja í að leggja nágrannalöndin undir sig hefði verið höfuðorsök þess, að styrjöldin skall á. En þetta gátu Þjóðverjar ekki sætt sig við og í skólabók- um þýzkra barna, var orsök heimsstyrjaldar- innar skýrð á allt annan veg. Á fundi, sem háðir aðilar héldu var samþykkt, að framvegis skyldi standa í námsbókunum, að styrjöldin hefði skollið á vegna þess, að löndin óttuðust hvert annað. Að því er við bezt vitum, er þetta svona enn. Eins og margar filmstjörnur hefur Gary Grant fallið fyrir þeirri freist- ingu að fara að skrifa æviminning- ar sínar og hann hefur frá ýmsu merkilegu að segja, einkum frá fyrrverandi eiginkonum sínum, þeim Virgina Cherill, Barbara Hutton og Betsy Drake. Þannig byrjar hann bók sína: Nú er ég tilbúinn að segja kynbræðrum min- um þetta: — Konur kjósa miklu fremur þá menn, sem verða ástfangnir af þeim, án þess að skilja þær, en þá, sem skilja þær, án þess að verða ástfangnir af þeim. ★ Hinn ágæti og ódrepandi, kanslari, Konrad Adenauer, hefur nýlega fengið sérkennilega sönnun fyrir þeim áhuga, sem yngri kynslóð- in sýnir honum. í sögutíma nokkrum spurði kennarinn nem- andann, hvort hann þekkti nokkuð til Boccaccio. — Já, herra kennari, svaraði drengurinn strax, það er spilið, sem kanslarinn stundar af svo miklu kappi í orlofi sínu á Ítalíu. ★ Veitingamaður nokkur, Fred Bor- ell að nafni, hefur nýlega opnað glæsi- legt veitingahús í Philadelphia. — Skreytir hann veggi hússins með myndum af Napoleon I., Napo- leon III., og hershöfðingja Suðurríkjanna, Robert E. Lee ásamt öðrum frægum mönnum, sem einhvern tíma hafa beðið ósigur. — Ég geri þetta af sálfræðilegum ástæð- um, segir Borelli. Gestunum er mjög hollt að hugsa um. að þessir menn hafa einhvern tíma beðið ósigur. Þá verða þeirra eigin vanda- mál svo hlægilega lítil. ★ Hinn bandaríski gamanleikari, Bob Hope, fékk um dag- inn fallega hug- mynd. Hið gamla hafskip, Liberté, sem hefur verið dregið á þurrt og rifið, þegar hið nýja hafskip frakka, France, kom til sög- unnar. Úr þessu gamla skipi hefur Bob Hope keypt mjög fallega kapellu og gefið hana uppsetta eins og hún á að vera, nunnuklaustri í Phila- delphia. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.