Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Side 10

Fálkinn - 18.04.1962, Side 10
ÞEGAR TOGARINN JÓN FORSETI FÓRST Það var ekki fýsilegt fyrir 25 manns að fara á litlum báti út á rúmsjó, þeg- ar hvergi var skip sjáanlegt. Það, sem þó var hættulegast, voru grunnbrotin, sem stöðugt riðu yfir þá leið, sem við hefðum orðið að fara. Það þótti því ekki gerlegt. Hin leiðin, að hleypa upp að landinu, en skipið stóð svo sem 300—400 metra frá landi, var heldur ekki árennileg. Enginn þekkti landtöku þarna og verið gat, að við tækju hamrar eða grjóturð, þar sem bát- urinn hefði molazt í spón. Úr því, sem komið var, virtist bezt að sjá hverju fram færi. Ef til vill kæmu nýir mögu- leikar í Ijós, þegar skipin kæmu á vett- vang, þau, sem höfðu heyrt neyðarmerk- in frá okkur, eða þegar menn í landi hefðu orðið okkar varir. Við vorum enn óhultir um borð og enn gátum við farið allra okkar ferða um skipið á hléborða. Líklegt þótti að ekki myndi lengi svo standa, og færðu menn sig í hlífðarföt, fóru í sjósokka sína til þess að hlífa sér við bleytu í lengstu lög. Síðan voru gerðar ýmsar ráðstafanir. Skipsbáturinn settur á flot, ef ske kynni að hægt yrði að nota hann síðar. Smurolía var sett á tunnu undir hvalbak, — ef til kæmi að hægt yrði að nota hana til þess að lægja með brimið. Blásnir voru upp belgir og hafð- ar til línur, ef ske kynni að hægt yrði á þann hátt að fleyta línu til lands. Skipverjar komu sömuleiðis fötum sín- um og öðrum eignum fyrir fram undir hvalbaknum, ef um björgun yrði að ræða. Þegar hér var komið, var mikill sjór kominn í vélarrúmið, en enginn í hásetaklefann (fremst í skipinu). Var nú tekið að falla að og brim að vaxa. Öldurnar voru farnar að þeyta löðrinu svo yfir skipið, að menn máttu hlífa sér. Skiptust menn nú á þá slaði, sem hæst bar, eða stjórnpall og hvalbak. Um skeið var afdrep undir hvalbaknum fyr- ir regni og sjógangi. Eins var á stjórn- palli. Tíminn leið hægt. Menn biðu þess æðrulausir, sem verða vildi. Við og við bárust til eyrna ömurleg hljóð úr skips- skrokknum, sem gnagaði við kletia og sker, er hann réri til undan átökum brot- sjóanna í vaxandi brimi. Enn féll að og innan skamms varð ekki afdrep leng- ur undir hvalbaknum. Ægir þeytti löðr- inu í okkur, svo að ekki var vært, var nú látið undan síga upp á sjálfan hval- bakinn. ^ Björgunarmenn koma á vettvang. Til mannaferða hafði sézt í landi og tvö skip komu á vettvang og sveimuðu grunnt fyrir utan strandstaðinn, en björgunartilraunir voru engar gerðar, ekki heldur neinar aðferðir tiltækar, eins og á stóð. Þess skal getið til skýringar, að eftir að við vorum komnir upp á hvalbak- inn, náðist ekki samband við þá, sem á stjórnpalli voru, því ófært var á milli eftir þilfari. í þeim hópi, er hafðisl við á stjórnpallinum, voru skipstjóri, stýri- menn, loftskeytamaður, vélstjórar og tveir hásetar. Þarna voru og þeir tveir, sem ráðnir voru á skipið, rétt áður en það lét úr höfn. í hinum hópnum, á hvalbaknum, voru bátsmaður ásamt 13 hásetum. Engar skipanir höfðu verið gefnar um það, hvar hver ætti að halda sér. Þetta kom bara svona af sjálfu sér. Nú var tekið að birta af degi og sjást til lands. Klukkan um sex um morgun- inn mátti greina, hvernig landtakan var fyrir ofan skipið. En nú var útilokað vegna brims að ná til skipsbátsins, sem enn hékk óbrotinn á hléborða. Var hann fullur af sjó. Enn silaðist tíminn áfram og enn óx brimið. Það leið ekki á löngu unz menn urðu að neyta allra krafta og karl- mennsku til að halda sér á hvalbakn- um, þegar brimsjóirnir æddu yfir skipið. Það var þó bót í máli, að enn vai' til staður, sem hægt var að flýja til undan sjónum, en það voru reiðastögin eða vanturinn í forsiglunni. Fóru hval- baksmenn nú að týnast þangað, og urðu að sæta lagi til að komast þangað, því yfir þilfarið var að fara. Gekk það lengst af furðu vel. Allir voru þó orðnir hrak- blautir og stígvélafullir, en allir voru þó í sjóstökkum sínum. Eg var 12. mað- ur, sem lagði í þessa leið og munaði litlu, að illa færi. Við urðum að fikra okkur eftir járnslá þeirri, sem nefnd er ,,bar“ eða gálgabar, en það er stífa úr járni, sem slyður gálgann. Urðum við að hafa stuðning af vír, sem liggur úr forgálga í hvalbak. Þetta varð að ger- ast í flýti, því brotsjóarnir létu ekki á sér standa. Þegar ég er kominn svo sem miðja leið, rær skipið eitthvað lil og ég veit ekki fyrr en ég missi jafnvæg- ið og hangi á járnstönginni á höndum og fótum. Augabliksdvöl á þessum stað var sama og dauði. Upp varð ég að komast. í einni svipan og það mjög auðveldlega að mér fannst, tókst mér að komast upp á barið aftur og nú hrað- aði ég mér í reiðastögin og gat spennt greipar um þau andartaki áður en næsti sjór reið yfir. Þess má geta, að ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar getað „fleg- ið kött“ á slá, hvorki í fötum né létt- klæddur í fimleikasal. Þetta atvik er mér því óskiljanlegt með öllu. Ég var þarna eins og aðrir, stígvélafullur og gegn blautur. Þar að auki í þungum sjóstakk. Þó hefur mér verið sagt, að á hættunnar stund vaxi mönnum ásmeg- in og áræði, og er það sjálfsagt skýr- ingin. Barizt í reiðanum. Nú vorum við 12 komnir upp í reiða- þrepin. Tveir bræður voru eftir. Gekk þeim fyrri vel á leiðinni til okkar, en stór alda reið yfir skipið meðan hinn bróðirinn var á leiðinni. Þreif aldan hann með sér af ægiafli. Þetta var fyrsti maðurinn, sem slitnaði frá skipinu, og engri björgun varð við komið. Þetta hafði djúp áhrif á okkur, sem geta má nærri. Þannig biðu nú 24 menn þess, sem verða vildi. 11 á stjórnpalli og 13 í for- mastri, á reiðaþrepunum. Enginn æðr- aðist, en brimið hélt áfram að vaxa, og útlitið fyrir björgun fór versnandi að sama skapi. Hér var einasta vonin, að skipið héldist á réttum kili og skipverj- ar hefðu krafta til að halda sér föstum við skipið. Klukkan var nú orðin níu og það Jón forseti. FÁLKINN 10

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.