Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Page 11

Fálkinn - 18.04.1962, Page 11
var orðið bjart. Vindurinn hafði snúið sér meira til suðvesturs, sem gerði illt verra, því það var hafátt. 5 togarar voru komnir á vettvang og sigldu ótrú- lega grunnt. Þeir helltu út lýsi í sjóinn, til þess að lægja öldurnar. Ekki kom það þó að gagni, því að slraumur fleytti því austur með landi, svo engra áhrifa gætti um borð í hinu strandaða skipi. Á innsiglingunni fyrir sunnan (Kirkju- vogi) voru smábátar og reyndu slikt hið sama, en án árangurs. í landi var líka viðbúnaður, en notaðist ekki. Þegar bjart var orðið af degi, þóttust þeir okkar sem kunnugir voru sjá, að við værum strandaðir út af Stafnesi, sem er nokkuð sunnan við Sandgerði. Það var slæmur strandstaður og ekki uppörvandi. Þarna hafði fyrir fáeinum árum farizt skip með allri áhöfn. Nú var brimið orðið svo þungt og álakamikið, að stjórnpallurinn tók að brotna. Fyrst og fremst var það sjálf yfirbyggingin, sem var úr tré, svo og rúður. Það gerði mönnum erfiðara að halda sér, og loks kom þar, að kraft- arnir urðu að lúta í lægra haldi fyrir æðisgengnu öldurótinu og tók nú skip- verja að slíta af og skolast burtu einn eftir annan. Fyrstur fór hjálparkokkurinn og sýndi hann mikla karlmennsku, aðeins 17 ára gamall. Hann flaut augnablik við skips- hliðina. Þá kallaði hann til okkar skýrt og rólega: „Verið þið sælir, piltar!“ og svo kom alda og þreif hann með sér inn á land dauðans. Svo mikil voru lætin í briminu, að skorsteinninn brotnaði af, og eru þeir þó vel byggðir og standa lengi. Líka var komin víð glufa í hvalbakinn. Skip- ið sneri stafni að landi að heita mátti. Skullu sjóarnir því fyrst á okkur í vant- inum, áður en þeir skullu á hvalbakn- um. Því má segja, að við höfum verið í stöðugum ólögum og sjólöðri. Eftir eitt ólagið varð ég þess var, að maður sá, er síðast kom, hékk á höndunum innan á reiðaþrepunum. Við hjálpuðumst til að koma honum ofar í þrepin. Það er af þeim að segja, sem aftur á voru, að um háflæði var enginn eftir þeirra, er þar voru. Æðrulausir höfðu þeir háð baráttu sína fyrir augum okk- ar, sem í reiðanum vorum. Smátt og smátt dofnuðu viðbrögð okkar, þótt mann tæki út. Þetta varð eitthvað svo eðlilegt. Hvernig endar þetta? spurðu menn sjálfa sig. Nú tók að falla út aftur, og brimið heldur að lægja. Um fjöruna, klukkan 2—3 um daginn, var auðvelt að halda til á hvalbak, enda lá skipið þannig, að framstafn þess reis nokkuð upp á við. Ur landi voru gerðar tilraunir til þess að róa út í brimið, en brotin voru stór, og þrátt fyrir áræði bátsverja, varð ekki komizt nærri skipinu á þennan hátt. Björgunartilraunir. Á sundinu fyrir sunnan strandstaðinn var bátur með línubyssu. (Línubyssur höfðu þá ekki ennþá rutt sér til rúms hér, né heldur fluglínutæki eða björg- unarstólar, eins og nú myndi reynt að nota undir svipuðum kringumstæðum). Mennirnir tíu, sem komust af, saman- komnir á heimili Frímanns Helgasonar þrjátíu árum eftir atburðinn. Fremri röð frá vinstri: Gunnlaugur Jónsson, Bjarni Brandsson, Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason. Aftari röð: Olafur Árnason, Kristinn Guðjónsson, Steinþór Bjarnason, Pétur Pétursson, Guðmund- ur Guðjónsson (skipstjóri, en var ekki með í síðustu ferðinni) og Frímann Helgason. (Ljósm. Ólafur K. Magnúss.) En línubyssan var svo kraftlítil, að við sáum aðeins línuna, á að gizka 10 metra frá skipshliðinni. Mótorbátar, sem komu á vettvang, reyndu einnig sitt ýtrasta til að komast að, en það tókst ekki' heldur. Það virtust því í raun og veru allar bjargir bannaðar, — engar líkur til að hjálp kæmi nokkurs staðar frá. En hér fór sem oft, að þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. í reiðann var bundin togbauja eða „trollbauja“, sem margir nefna svo. Hún er þannig útbúin, að neðan í hana er lásað þungu járnstykki til að halda henni uppréttri, þegar hún flýtur á sjónum. Þýðingar- laust hefði verið að láta hana reka þann- ig úr garði gerða til lands með línu. Hún hefði festst í botni, því svo grunnt var þarna. Þar að auki höfðum við ekk- erl verkfæri til þess að losa járnstykkið með. Á miðri baujustönginni er flotið, sem er tunna. Sá endi stangarinnar, sem er með járnstykkinu, er í kafi í sjó, en hinn endinn stendur beint upp í loftið, Framh. á bls. 32. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.