Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Page 24

Fálkinn - 18.04.1962, Page 24
legt? Var það ekki skylda hennar að vara Julian við þessum manni, sem hann virtist treysta í blindni. Hún hafði ekki búið með Rasmussen í fleiri ár án þess að komast að raun um, að hin ævin- týralega velgengi hans stafaði fyrst og fremst af því, hversu samvizkulaus hann var. Hafði Julian í raun og veru aldrei heyrt um hann talað? Sennilega ekki. Julian var draumlyndur maður og lifði fullkomlega í sínum heimi form- úla og lyfja. Og enda þótt hann renndi augunum yfir dagblöðin á hverjum degi, lagði hann sjaldnast á minnið það sem hann las þar. Það var eina skýr- ingin . .. eina skýringin á hverju? Að Julian vissi ekki það sem hún vissi eða hélt að hún vissi?. Gabriela hristi höf- uðið. Ég er farin að sjá drauga, hugsaði hún. Ég hef engar sannanir. Þetta er nokkuð, sem ég hef alltaf haft á tilfinn- ingunni, en slíkt stendur að sjálfsögðu ekki í blöðum. Auk þess . . . Arnold Rasmussen hafði tekið hana að sér og verið góður við hana og son hennar, á þeim tíma þegar enginn vildi neitt með þau hafa að gera, hvorki faðir drengsins né hennar eigin foreldr- ar. Væri það nú ekki vanþakklátt af henni, ef hún færi að koma af stað illu umtali um hann? Og áfallið sem Julian mundi verða fyrir! Hún heyrði fótatak Julians í stig- anum og þurrkaði tárin burt í snatri. En hún hafði ákafan hjartslátt, þegar hún leit upp og mætti augnaráði manns síns. Julian var í sjöunda himni. Hann gekk til hennar og tók utan um hana: — Þú varst stórkostleg, elskan mín. Og miðdegisverðurinn var aldeilis ævin- týralegur. Ég hef alltaf vitað, að þú værir dásamleg á allan hátt, en að þú kynnir að búa til svona góðan mat, það hafði ég ekki hugmynd um. Gabriela hló. LITLA SAGAN: BELÞVOTTUR Fólk, sem býr úti á landi, á ekki í vandræðum með að þvo bíla sína eins og húseigendur í borginni. Sumpart þvo þeir alls ekki bíla sína, af því að þeir verða drulluskítugir svo fljótt á hinum slæmu vegum og sumpart — ef þeir loksins þvo þá, gerir það ekki svo mikið til, þótt vatnið sprautist í allar áttir, þegar þeir skola af. Það er nefnilega nóg landrými í sveitinni. En því er ekki fyrir að fara í garðinum að húsabaki, þar sem vatnssúlan sprautast yfir til nábúans, ef maður' gætir ekki vandlega að því. Auðvitað gæti ég þess alltaf vel, en samt eru nú nokkur brögð að því. Ég hafði sett fullan kraft á garðslöng- una til þess að sprauta brettin hrein, en ég gætti ekki nógu vel að, og vatns- súlan fór í fallegum boga yfir í garð nágrannans, beint að dyrunum, þar sem Larsen var einmitt í þann veginn að leggja af stað í kjól og hvítu áleiðis til miðdegisverðar með klúbbfélögun- um. — Hovsa, sagði ég. Vatnið lak niður eftir honum öllum og þannig gekk hann að limgerðinu, sem skilur minn garð og hans. — Hvað ætlist þér fyrir .... maður? sagði hann hávær. Hvern fjandann eruð þér að gera? Ég skýrði honum frá því, að ég væri að skola burt skítinn af brettunum og undir þeim. Ég fór með hendina undir brettið til þess að sýna honum, hve mikil drulla var föst undir því. — Þessi skyrta kostaði 400 krónur. og þetta er í fyrsta skipti, sem ég er í henni. Hjálpfús rétti ég höndina yfir lim- gerðið til þess að þerra vatnið af skyrt- unni hans, hvítu, en ég varaði mig ekki á, að höndin var útötuð. Skyrtan varð öll skítug að framan. — Þetta er ekki gott, sagði ég og reyndi að taka burt drulluna með hinni hendinni án þess að hugsa um það, að hún var öll útötuð í smurolíu. Hann ýtti mér vanþakklátur í burtu. — Hvern andskotann ætlið þér að gera maður? hrópaði hann og ég skýrði honum frá því, að ég hefði ætlað að þerra vatnið af skyrtunni hans, svo hann gæti komizt í miðdegisverðinn með klúbbfélögunum. Ég notaði líka tækifærið til þess að spyrja, hvort hann gæti ekki mælt með mér hjá stjórn klúbbsins, því að ég hafði oft hugsað um það, að það hlyti að vera skemmti- legt að vera í einhverjum klúbb eða reglu. Framh. á bls. 35. — Minna hjálpaði mér, sagði hún. Síðan hleypti hún í sig kjarki og bætti við: — Segðu mér, Julian: Hvað veizt þú eiginlega um þennan Rasmussen? Hefur þú komizt í samband við hann í gegnum Zynthia-verksmiðjurnar? Julian leit undrandi á hana. — Já. Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért mótfallin honum? — Nei... ekki beint... en. . Hann hrukkaði ennið. — Veizt þú nokkuð slæmt um hann, spurði hann. Það varð þögn í nokkrar sekúndur. Var stundin nú komin? Átti hún nú að segja honum allan sannleikann? — Ég veit bara að hann er frábær kaupsýslumaður, svaraði Gabriela ó- styrk. Hann virti hana fyrir sér. — Ég á við, hefurðu kynnst honum áður? Það var einhver vottur af grunsemd í rödd hans. Nú fannst henni ómögu- legt að játa allt saman. Hún reis á fætur, gekk að borðinu, tók sígarettu og kveikti í henni. — Nei, ég hef aldrei séð hann fyrr, svaraði hún. Julian virtist ánægður. Hann dreypti á vínglasi. — Allt frá því er ég sá hann fyrst hafði hann óvenjulega góð áhrif á mig, sagði hann. — Hann er ef til vill ekkert sérlega vel greindur, en það er heldur ekki heimspeki sem við ætlum að ræða saman um. Við ætlum að eiga saman viðskipti, góð viðskipti, vona ég. Auðvitað. Hann hafði á réttu að standa. Það voru viðskiptin sem réðu úrslitum. Og einnig var framtíð Julians, Júrgens og hennar í veði.. En ef hann hefði haft minnsta grun um. .. Skyndilega fannst henni innst inni, eins og hún hefði gert rétt í því að segja honum ekkert frá leyndarmálinu. ★ Morguninn eftir var litli bærinn gjörbreyttur. Það hafði snjóað um nótt- ina, og húsþökin, göturnar og torgin voru þakin þykku lagi af snjó. Snjó- plógur ók framhjá og ruddi fisléttum snjónum úr vegi. Og sólin skein á heiðum himni yfir snæviþakt landslagið og snjóhvítan bæinn. Á svo fögrum dégi veittist mönnum auðvelt að lifa. Gabriela hafði flutt morgunverðar- borðið út að glugganum til þess að Juli- an og hún gætu notið hins fagra út- sýnis. Rólegt landslagið fyrir utan var í samræmi við kyrrðina, sem ríkti inni í húsinu. Júrgen var í eldhúsinu hjá Minnu. Hann heimsótti hana oft og það mátti sjá, að litli snáðinn hafði fullkom- lega sigrað hjarta hennar. Þau voru orðin góðir vinir. Julian kom úr svefnherberginu, Framhald á bls. 36. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.