Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Side 34

Fálkinn - 18.04.1962, Side 34
Þegar Jón iorseti . . . Framhald af bls. 32. um þá, sem áhorfendur voru að þessum fáheyrða sorgarleik, segir Frímann Helgason að lokum. Dregur enginn það í efa. + Björgunarmenn. Þegar fregnin um strand togarans hafði borizt til útgerðarfélagsins, voru þegar gerðar ráðstafanir til björgunar og tveir valinkunnir dugnaðargarpar í sjómannastétt, þeir Halldór Þorsteinsson skipstjóri og Jón Sigurðsson skipstjóri, lögðu þegar af stað á strandstaðinn og tóku í sínar hendur að sjá um björg- unartilraunir. Þeir segja svo frá för sinni í Morgunblaðinu 29. febrúar árið 1928: Frásögn þeirra Halldórs Þorsteins- sonar og Jóns Sigurðssonar. „í gærkvöldi komu þeir skipstjórarnir Halldór Þorsteinsson og Jón Sigurðsson hingað til bæjarins og náði Morgunblað- ið þá tali af þeim og spurði þá um slys- ið og björgunarstarfið. Þeim sagðist svo frá (Mbl. 29. febr. 1928): Aðfaranótt mánudags klukkan hálf tvö barst Hf. Alliance skeyti um það, að Jón forseti væri strandaður á Staf- nesrifi. Vissum við þá fljótt, hvílíkur háski var hér á ferðum, því að flestra kunnugra dómi getur ekki hættulegri og verri strandstað á öllu íslandi en þenna. Bjuggumst við þegar við því að skip to Engin miskunn hjá Magnúsi. 34 FALKiNN og öll áhöfn myndi farast þarna, en til þess að reyna að bjarga einhverjum mannanna, rukum við þangað suður eft- ir í bifreið. Lögðum við af stað héðan klukkan hálfþrjú og héldum til Fugla- víkur, bæjar, sem er svo að segja mitt á milli Sandgerðis og Stafness. — Lengra varð ekki komizt í bifreið, því að þar tekur við hinn versti vegur suður á Staf- nes, og verður tæplega farið nema fetið þótt bjart sé og góð færð. Er þaðan nær hálfs annars tíma ferð á strandstaðinn. Við fengum okkur hesta í Fuglavík og héldum hiklaust áfram. — Komum við að Stafnesi klukkan rúmlega sjö um morguninn. Þegar þangað kom, sáum við hvar skipið lá í brimgarðinum á Stafnesi. Vissi stafn í land, en skipið hallaðist á sjó. Sáum við þá, að menn stóðu í reiðanum, sem þéttast, maður við mann. Ekki gátum við séð, hve margir þeir voru, en aðstaðan var slík, að okkur kom ekki til hugar, að unnt mundi að bjarga neinum þeirra. Svo hagar til þarna, að 300—400 faðma undan landi er rif það, sem nefn- ist Stafnesrif. Er grunnt á því og sker og flúðir allt um kring og brýtur þar alltaf, þótt gott sé veður, en nú var þar brimgarður einn, og allt umhverfis skip- ið. En fyrir innan er lón nokkurt, sem nefnist Hólakotslón, og er þar hyldýpi, en var svo lítið, að brotsjóarnir af rifinu og skerjunum fara þar yfir um flóð. Holskeflurnar hömuðust á skipinu og bjuggumst við við því á hverri stundu að sjá sigluna brotna og fara með alla mennina fyrir borð með sér, eða þá að skipið myndi skrika inn af rifinu og fara í kaf í hyldýpinu þar fyrir innan. Þegar við komum á strandstaðinn, voru skipin Tryggvi gamli, Ver og Haf- steinn komin á vettvang til að reyna að bjarga. Lágu þau þar úti fyrir. Seinna kom björgunarskipið Þór og togarinn Gylfi. Reyndu þessi skip með öllu móti að komast í námunda við Forsetann, meðal annars með því að lægja brim- garðinn á þann hátt að hella olíu og lýsi í sjóinn. En það bar engan árangur. Vindur stóð af landi og hjálpaðist hann að því með straum að bera olíuna og lýsið frá rifinu og til hafs. Komust skip þessi því ekki í námunda við Forsetann, og var sýnt, að aldrei myndi takast að bjarga mönnunum hafsmegin, hvernig sem að væri farið. Voru nú góð ráð dýr, því að eina von- in, þótt veik væri, var sú, að takast mætti að bjarga einhverjum úr landi. Brugðum við nú skjótlega við, og náð- um í báta í Stafnesi, teinæring, sem þarna var kominn á flot og tvo minni. — Samtímis sendum við hraðboða ríð- andi til Fuglavíkur og þaðan með bif- reið til Keflavíkur til að ná í lækni. Brá hann (Helgi Guðmundsson) skjótt við og kom suður eftir. Varð koma hans þangað til hins mesta gagns við björg- unina, því hann tók á móti hverjum manni, sem við náðum, jafnharðan, og veitti honum alla hjálp, sem læknavís- indin megnuðu. Nú komu tveir vélbátar frá Sandgerði á vettvang. Gátu þeir að vísu ekki veitt Forsetanum neina hjálp, en þeir færðu okkur steinolíu. Var nú reynt úr landi að lægja brimskaflinn, með því að bera olíu í sjóinn, úr því að það tókst ekki að utanverðu. En árangurinn varð eng- inn, vegna þess að olían barst með land- inu. Annar vélbáturinn kom við hjá Þór og fékk þar léða línubyssu, ef vera mætti að hann gæti fremur notað hana en skipið. En hún kom ekki að neinu gagni.“ Síðan segja þeir félagar Halldór Þor- steinsson og Jón Sigurðsson frá björg- uninni á fjörunni. Er hún í öllum at- riðum samhljóða frásögn Frímanns Helgasonar og sjáum- við ekki ástæðu til að rekja hana nánar. Að lokum segja þeir félagar þetta í sömu frásögn: „Mennirnir, sem björguðust, báru sig framúrskarandi karlmannlega og eng- inn þeirra er mikið meiddur. Voru þeir ótrúlega hressir, er þeir komu í land. Læknir tók þar fyrstur manna á móti þeim, en síðan voru þeir fluttir heim til Stafness, og gistu þar í nótt. — Voru hafðir fjórir hestar til að flytja þá jafn- harðan neðan af klöppunum og heim til bæjarins og fylgdu þeim menn til að styðja þá. Á Stafnesi var þeim tekið framúrskarandi vel, og fólkið þar og á bæjunum í kring gerði allt, er í þess valdi stóð til þess að hjúkra þeim sem bezt. Ekki bera þeir skipstjórarnir verra orð þeim, sem unnu á sjónum að björg- uninni. Voru þeir allir boðnir og búnir til þess að hætta lífi sínu fyrir skip- verja. Munu á bátunum hafa verið allt að tuttugu manns, og lögðu þeir allir líf sitt bersýnilega í hættu við björg- unina.“ Að lokum. Botntvörpungurinn Jón forseti var smíðaður árið 1906, eign H.f. Alliance. Hann var minnstur íslenzku togaranna, aðeins 233 rúmlestir að stærð. Hann var talinn mjög gott skip. Skipstjóri var á honum um þetta leyti, Guðmundur Guð- jónsson, en stýrimaðurinn var skipstjóri í ferðinni, sem skipið strandaði. Þeir, sem fórust með Jóni forseta, voru: Magnús Jóhannsson, skipstjóri, f. 7. júní 1894, kvæntur og átti 5 börn. Hann átti heimá í Reykjavík. Guðmundur K. Guðjónsson, 1. stýrimað- ur, f. 22. júní 1891, kvæntur og átti eitt fósturbarn. Bjó í Reykjavík. Skúli Einarsson, 1. vélstjóri, f. 14. febrú- ar 1881, kvæntur og átti 8 börn. Þar af tvö yfir fermingu. Hann bjó í Reykj avík. Ólafur Jóhannesson, 2 vélstjóri, f. 27. nóvember 1888, kvæntur og átti tvo syni. Bjó í Reykjavík. Stefán Einarsson, matsveinn, f. 20. marz 1880, kvæntur og átti 8 börn. Bjó í Reykjavík. Árni Kr. Stefánsson, aðstoðarmatsveinn, Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.