Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1962, Síða 36

Fálkinn - 18.04.1962, Síða 36
GABRIELA Frh. af bls. 24. morgunhress og kátur. Gráleitt hár hans var vandlega greitt og augun tindruðu af lífsorku. Hann kyssti Gabri- elu og settist síðan við borðið. — Stórfengleg hugmynd að flytja okkur fram á fremstu svalir, sagði hann og virti fyrir sér útsýnið. — Þú ert sannkölluð listakona, Gaby. Skuggi færðist yfir andlit Gabrielu. — Kæri Julian, sagði hún næstum auðmjúk. — Viltu vera svo' góður að kalla mig ekki Gaby? Hann lyfti brúnum. — Fyrirgefðu mér, elskan. Þú hefur auðvitað rétt fyrir þér. Gabriela er svo fallegt nafn, að það þarf ekki að kalla þig gælunöfnum. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég gerði þetta. Jú, annars, ég veit það. — Hvers vegna, spurði hún áköf. — Það er ósköp einfalt. Af því að ég elska þig. Af því að ég er svo skotinn í þér. Maður kallar jú oft fólk, sem manni er annt um, gælunöfnum, er það ekki? Hann fór að blaða í póstinum, sem lá í bunka við hliðina á diskinum hans. Fyrsta bréfið sem hann opnaði bar merki Lyfsalafélagsins framan á um- slaginu. Hann reif upp umslagið. Augu Gabrielu hviku ekki af andliti hans, meðan hann las bréfið. En skapið breytt- ist ekkert að lestrinum loknum. — Jæja, þá er það mál úr sögunni, sagði hann og andvarpaði feginslega. — Lyfsalafélagið hefur rannsakað mál- ið um Knaisele ýtarlega og tilkynnt mér hér með, að ég hafi ekki átt neina sök á dauða gamla mannsins. Hvað segir þú um þetta? Gabriela ljómaði. Loksins hafði gerst gleðilegur atburður. — Það er dásamlegt, Julian. Enda þótt ég vissi allan tímann, að Þú varst saklaus, þá hef ég samt verið dálítið óróleg. Brosið hvarf af vörum Julians. — Já, ég er sýknaður. En Knaisele er látinn. Það á ég erfitt með að komast yfir. Hann opnaði næsta umslag og aftur 36 FALKINN hvarf áhyggjusvipurinn af andliti hans. — Sjáum til, hrópaði hann upp yfir sig. Þetta bréf er frá stærstu efnafræði- stofnun í landinu. Viltu heyra hvað þeir segja? Hún kinkaði kolli og hann byrjaði að lesa upphátt. — Við höfum í fagblöðum lesið um hið nýja hjartameðal yðar, Cardodyn. Það mundi gleðja okkur mjög, ef þér vilduð setja yður í samband við okkur, þ. e. a. s. ef þér hafið ekki þegar gert ráðstafanir til þess að lyfið verði fram- leitt. Julian hætti að lesá og leit brosandi til Gabrielu. — Þarna geturðu séð. Nú fara þeir að hugsa sér til hreyfings. Gabriela varð áköf. — Þetta er stórfenglegt, Julian. Þá þarftu ekki að eiga nein viðskipti við Rasmussen. Hún fann til slíks léttis, að hún hafði sagt orðin, án þess að hugsa sig nokkuð um. En henni varð hvert við, þegar hún sá viðbrögð Julians. — Þarf ég ekki að skipta mér af Ras- mussen? En góða mín, við höfum þegar stofnað til samvinnu með okkur. Við erum meira að segja búnir að undir- skrifa samning. — Þú getur sagt honum, að þú hafir hugleitt málið betur og að þú . . . Julian hló. — Nei, vina mín. Þannig getur mað- ur ekki hegðað sér. Gabriela gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Horfurnar á að losna við Ras- mussen úr þessu hjartalyfsmáli hurfu næstum um leið og þær skutu upp koll- inum. Hún gerði enn eina tilraun til að reyna að sannfæra mann sinn. — Hlustaðu nú á mig, elskan, svaraði Julian óþolinmóður. — Þú ert falleg og hyggin og á allan hátt dásamleg, — en þú berð ekkert skynbragð á viðskipta- mál. Hann leit á klukkuna: — Nú verð ég að fara. Hann lauk úr kaffibollanum, kyssti Gabrielu og fór niður í apótekið. (Framhald í næsta blaði). TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.