Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 5
Vísnabálkur Sá, sem aldrei elskar vín. Sá, sem aldrei elskar vín, óð né fagran svanna, hann er alla ævi sín andstyggð góðra manna. Marteinn Lúter. Jón Thoroddsen eldri þýddi. Einhverju sinni hittust Álftnesingur og Dalamaður á förnum vegi. Tóku þeir tal saman. Ekki leið á löngu unz þeir voru komnir í hár sam- an og kastaði Dalamaðurinn fram stöku þessari: Þó að herrans handaflaustur hafi ei vandað skapnað þinn. Negldist á þig nógu traustur nesjamennskusvipurinn. Álftnesingurinn svaraði: Vel tókst drottni að gjöra gripinn gleymist ekki nokkur lína. Dalamennsku sauðasvipinn sveið hann inn í ásýnd þína. Þegar hafmeyjan fræga á Tjörninni var sprengd í loft upp. orti maður nokkur sem kallar sig Glób. Ungar meyjar ylja sveinum oft þeim veita stundargaman. Nú er fallin fyrir einum frumlegasta borgardaman. ★ Héðan burt með friði eg fer fagnandi þó ég þegi; veit ég ei, hvort verra er í Víti eða í Teigi. Jón Þorláksson. IJrklippusafnið LOKSINS BIGIN]VXAÐUR hinnar heimskunnu íronsku skáldkonu Colette, M. Maur- ice Goudeket, er nú kvæntur tízku- drottningunni Aíme. Lelong. Fyrir nokkru vildi honum til þaö óhapp í samkvsemi oð gleypa andarbein, og var hann þegar fluttur á sjúkrahús. Lesbók 18. marz ’62. Send- andi: Unnur Brynjólfsdóttir. Abyggileg kona sem talar einhverja enslcu, óskast til barnagsezlu og heimilisstarfa. Uppl. í síma 5254 eöa 3269, Kerlavíkur- ! flugvelli. Morgunbl. 6. apríl ’62. Send- andi: Laufey Pálsdóttir. Mokafli í landsteinum I Vestmannaeyjum. i Vísir, 10. febr. ’62. Sendandi: Benedikt Viggósson. Það var búið að bœta einu Ijóni við í liitla dýragarðinum í smábœnum. Þetta var ungt og kraftmikið Ijón og vildi svo sannarlega láta bera á sér. Þegar gestir komu í dýra- garðinn, beit það í rimlana og öskrctði af öllum lífs og sálar kröftum. Það var ekki laust við að það fyrirliti gamla Ijón- ið, sem var í næsta búri. En það var svo Ia.lt, að þaö' nennti varla að geispa framan í áhorfendurna, heldur lá bara fram á lappir sínar og átti náðuga daga. En fyrirlitning unga Ijónsins varð að hatri, þegar umsjónarmaðurinn kom með matinn. Hann fleygði þá stóru kjötlœri í gamla og lata Ijón- ið, en unga og duglega Ijónið fékk bara tvo banana. — Hvernig stendur á þessu? sagði unga Ijónið. Hér er ég búinn að standa og hamast við að skemmta áhorfendum og fœ bara tvo banana, en þú, sem hefur legið í leti í allan dag, færð heilt stórt kjötlœri. — Það er engin furða, sagði gamla Ijónið; þetta er lítill dýragarður og hefur ekki efni á að halda tvö Ijón, svo að þú ert bara skráður sem api hér. Leiðrétting. Þau mistök urðu í 13. tbl., að nafn einnar leikkonunnar á forsíðu misritaðist. Margrét kona Steindórs Hjörleifssonar er Ólafsdóttir en ekki Guð- mundsdóttir. Blaðið biður les- endur velvirðingar á þessum mistökum. Listin að skrifa bréf. Kæri Fálki. — Á undan- förnum árum hef ég tekið eftir því, að bréfritun hefur farið mjög aftur. Menn vanda ekki bréf sín eins mikið og venja var til áður. Stíll bréf- anna er yfirleitt lágkúrulegur, alls konar ónefni og orð- skrípi koma þar fyrir, sem hvergi ættu að sjást. Gætuð þið ekki efnt til bréfa- samkeppni? Sá, sem skrifar bezta bréfið um eitthvert efni, fær einhver verðlaun. Virðingarfyllst. H. H. Svar. Þetta er mfþg athyglisverð tillaga. Blaðið hefur nú ákveöiö, aö verölauna beztu bréfin, sem berast i þennan þátt. Bréfiö má ekki vera lengra en tuttugu línur í þessum dálki og skál fjalla um hvaö sem er. Sá bréf- ritari, sem bezt kemst aö oröi, fær bókarverölaun. Snögg veðrabrigði. --------Þegar ég settist niður til þess að skrifa þetta bréf, var sólskin og blíðskapar- veður. Ekki hélzt það lengi við, því að bréfaskriftunum loknum, var komin slydda. í þessari slyddu varð ég svo að ösla með strákinn minn í bíó og um leið lagði ég bréf þetta ásamt krossgátunni, sem konan hafði verið að baksa við að ráða, í póst. Mér þykir mjög gaman að smá- sögunum, sem blaðið flytur og er alveg sannfærður um, að blaðið á eftir að verða mjóg vinsælt sakir þeirra.--------- M. J. Kvikmyndir. Kæri Fálki. — Ég er einn þeirra manna, sem mikið yndi hef að því að bregða mér á bíó. Ég er dálítið vandlátur, en því miður er því oft þannig varið, að maður álpast inn á lélegar myndir. Mig langar því að vita hvort þið gætuð ekki öðru hvoru birt greinar um væntanlegar myndir og þá góðar myndir. Með vinsemd. Bíókarl. Svar. Þessu er til að svara, aö viö höfum nokkrum sinnum birt greinar um kvikmyndir og mun- um gera svo framvegis. íþróttir. Heiðruðu herrar. — Mér finnst ykkar ágæta blað ekki gera nógu mikið fyrir allan þann fjölda manna, sem hefur áhuga fyrir íþróttum. Birta mætti til dæmis myndir af frægum köppum í erfiðri keppni og yfirleitt myndir af íþróttamótum. Þið ættuð að gera ykkur ljóst, að íþróttirn- ar eru mjög vinsælar og þá einkum flokkaíþróttirnar. Að vísu hafið þið birt greinar um íþróttir og þá miklu betur en önnur blöð. En hvað sem því líður ættuð þið að gera þetta. P. Svar. Þótt blaöið sé stórt er ekki unnt aö fara aö öllu eftir því, sem bréfritarar vilja. ViÖ verö- um aö fara meöalveginn. Vissu- lega munu því íþróttunum veröa gerö einhver skil eins og ööru efni, sem lesndur hafa áhuga á. Blaðið vill taka fram að gefnu tilefni, að bréfritarar skulu gefa upp fullt nafn og heimilisfang undir bréf sín. Geta þeir þá óskað þess, að bréfið verði birt undir dul- nefni eða undir upphafsstöf- xun. Blaðið getur því miður ekki birt kvörtunarbréf, nema fullt nafn fylgi. DOIMIMI Það er einn höfuð- kostur við að falsa á- vísanir: menn geta fengið frítt fæði og húsnæði. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.