Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 24
£eit é$ Juður til iatuja
Júgóslavía er stærsta landið á Balkan-
skaga, enda búa þar nú um 20 milljónir
manna af ýmsum þjóðum, Serbar, Kró-
atar, Slóvenar, Makedóníumenn, íbúar
Bosníu og Hercegóvínu, Montenegro-
menn, auk ýmissa smárra þjóðarbrota,
svo sem Albanir, Rúmenar, Ungverjar,
ítalir og fleiri.
Ef litið er í fljótu bragði yfir sögu
landsins kemur í ljós ótrúlega hraust-
leg barátta smáríkja gegn ofurefli að
austan og vestan. Mestur hluti Slóveníu
var undir yfirráðum Habsborgara frá
byrjun 16. aldar, en frá Króatíu og aust-
ur ríktu Tyrkir að miklu leyti frá miðri
16. öld.
Merkileg er saga Montenegro, sem
aldrei komst algjörlega undir tyrknesk
yfirráð.
Á 19. öld köstuðu Serbar af sér oki
Tyrkja og stofnuðu fyrsta vísi að júgó-
slavnesku ríki. Hugmyndin um eitt ríki
allra Júgóslava hafði lengi verið til, þó
varla nema í hugum menntamanna og
skálda. Eftir heimsstyrjöldina fyrri
rættist svo draumur Júgóslava. Ríkið
Júgóslavía var stofnað 1918 undir kon-
ungsstjórn.
Heimsstyrjöldin seinni flutti Júgó-
slövum ýmsar þrengingar. Landið var
hernumið af Þjóðverjum og ítölum, en
auk þess gerðist borgarastyrjöld í land-
inu, þeirra aðila sterkastir voru Partis-
anar undir stjórn Josip Broz Titos.
Ákvörðun um að stofna sambandslýð-
veldi í Júgóslavíu var tekin í borginni
Jajce í Bosníu 1943 og þjóðhátíðardagur
ákveðinn 29. nóvember.
Eftir styrjöldina var Júgóslavía, undir
stjórn Titos, mjög undir áhrifum
Sovétríkjanna, og kommúnistaflokkur
landsins meðlimur í Kommintern. Árið
1947 fór þó að bera á misklíð þeirra á
milli, er Rússar tóku að skipta sér of
mikið af innanríkismálum landsins, en
nokkru seinna var flokkurinn sagður úr
Kommintern.
Júgóslavía er yndisfagurt land byggt
gestrisnu fólki. Landið hefur allt að
bjóða, sem ferðamann getur fýst að sjá
og reyna, bæði gamalt og nýtt. Fyrir
okkur Norðurlandabúa er þetta ævm-
týranna land, stórfenglegt og hrífandi.
Landið er mjög fjöllótt og fellur á
flestum stöðum nær þverhnípt niður
að Adríahafi.
í Slóveníu, er liggur að Austurríki og
Ítalíu, ber mikið á vestrænum áhrifum,
bæði í lifnaðarháttum, byggingastíl og
ýmsum arfleifðum, einkum austurrísk-
um og ítölskum. Slóvenar hafa eigið
tungumál, slóvensku, sem er slavneskt
mál.
Margir frægir ferðamannastaðir eru
í Slóveníu svo sem Bled. Bled er ein-
hver fallegasti staður í júgóslavnesku
Ölpunum, sem býður hvíld, skemmtun
og íþróttir af öllu tagi, jafnt sumar sem
vetur. Fegurð Bled byggist einkum á
vatninu, sem staðurinn er reistur . í
kringum, en í því miðju er undurfögur
eyja. Mjög gamall kastali frá 11. öld
stendur á hárri hæð ofan við Bled.
Ymsir þekktir skíðastaðir eru skammt
frá Bled, svo sem Kranskja Goría,
Pokljuka Planica.
Um 50 km. suð-austur af Bled er
Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, með
um 155.000 íbúa. Borgin stendur á sléttu
umluktri hæðum og háum fjöllum.
Ljubljana hefur oft verið kölluð borgin
hvíta, sem sennilega stafar af því, hve
hún er hrein. Gamli borgarhlutinn, þar
sem þröngar götur hlykkjast til og frá,
er reistur við ána Ljubljanica. Skammt
þar frá standa óperan og þjóðleikhúsið,
sem er í líkum stíl og Vínaróperan.
Einnig eru í borginni háskóli, ráðhús,
þinghús o. fl. f Ljubljana standa enn
fáeinar minjar Rómverja, svo sem múr-
veggur einn mikill.
Ljubljana er að verða ein nýtízku-
legust borga Júgóslavíu, gömlu húsin
víkja fyrir nútíma háhýsum og breiðum
götum.
Um það bil miðja vegu milli Ljubljana
og Adríahafs eru dropasteinahellar
Postojna. Neðanjarðargangar og salir
eru 21 km. á lengd, þaktir dropastein-
um, t. d. stalaktitum og stalagmítum,
súlum og óteljandi litum, sem endur-
speglast í lygnu vatni lítillar ár, sem
þar um rennur.
Suður við Adríahaf verður svo fyrst
fyrir skaginn Istría. Þar eru margir
ágætir baðstaðir, svo sem Portoroz,
Piran Koper o. fl. Land þetta var áður
undir ítalskri stjórn og enn eru mörg
gatnaheiti ítölsk. Neðst á skaganum er
Pula, en hún er einkum fræg fyrir
rómverskt hringleikahús, sem þar
stendur.
Frá Ljubljana liggur „bílabraut“
beint til Zagreb, höfuðborg Króatíu,
sem stendur við ána Sövu, undir háum
hæðum. í Zagreb, eru um 450.000 íbúar,
þar er háskóli, auðugt leiklistarlíf og
annað listalíf. Einnig er sjónvarps- og
útvarpsstöð í borginni, að ógleymdu
Zagreb, höfuðborg Króatíu.