Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 36
Júgóslavía Frh. af bls. 25 og drykk og allra mögulegra kræsinga notið . En stundum er þá ekkert eftir í kotinu, þegar gesturinn fer. Serbar láta það sig litlu skipta, því að aðal- atriðið er, að gesturinn sé ánægður. Serbar eru flestir grísk-katólskrar trúar og er samvinna ríkis og kirkju góð, þótt aðskilin séu. Frá Belgrad er ekki langt að fara til Titograd, höfuðborgar Montenegro, Svartfjallalands. Montenegro er sérlega fjöllótt og hrjóstrugt land og endalaus stríð við Tyrki hafa staðið mjög fyrir þrifum landsfólkinu. Titograd er ný borg, en gamla höfuðborgin, Cetinje, er öllu merkilegri. Cetinje er reist í dalverpi, vel víggirt á alla vegu frá náttúrunnar hendi, sem áður fyrr var bein nauðsyn. Montenegrobúar eru grísk-katólskir og tókst að halda trú sinni, þrátt fyrir íhlutun Tyrkja á fyrri öldum. Monte- negrobúar lifa enn að miklu leyti í ætt- arsamfélögum, þ. e. í heilu þorpi býr samnefnd ætt, enda eru ættarböndin sterk. Yfirmaður ættarþorpsins var venjulega kosinn. Hans hlutverk var að vernda meðlimi ættarinnar gegn öllum órétti og móðgunum. Eitthvað er þetta að byrja að breytast, en eldra fólkið lít- ur á þá þróun mjög svörtum augum. Hið eina sameinandi afl landsins var kirkjan og er því ekki undarlegt, að biskuparnir, sem voru kosnir af for- mönnum ættarþorpsins, næðu bæði stjórnmálalegum og kirkjulegum völd- um. — Því miður hefur menningarlíf ekki þróast sem skyldi í Montenegro, vegna hinna ýmsu erfiðu aðstæðna, því án efa tóku þeir við menningaráhrifum Serbíu Miðaldanna. Einmitt í borginni Cetinje var gefið út fyrsta dagblað Júgóslavíu árið 1493. — Eitt mesta skáld þeirra var Peter Petrovic — Njegos (1813—51), en því miður er hann lítt þekktur utan Júgóslavíu. Frá Cetinje er stutt leið til vogskor- innar og mikilfenglegrar strandar Montenegro. Sveti Stefan eða heilagur Stefán er lítið nes út í Adríahaf, þétt byggt, eins og siður er á Suðurlöndum, þar sem Rússar og Tyrkir gerðu með sér samn- ing forðum daga. Nú er þar öllu frið- sælla, nesinu hefur verið breytt í gisti- og veitingahús með öllum þægindum. Sólþyrstir ferðamenn teygja úr sér á ströndinni, æða um á sjóskíðum eða eyða tímanum á annan hátt. Til gamans má geta þess, að Onassis hefur nú tekið á leigu nes þetta. Skammt frá Sveti Stefan er Milocer, fyrrverandi sumarhöll Péturs konungs. Henni hefur nú einnig verið breytt í hótel, sem umkringt er af skuggsælum lystigörðum og angandi blómum. Nú tekur við hver baðstaðurinn á fætur öðrum, Budva, hinir ýmsu bæir 36 FÁLKINN við Kotorflóann, Hercegnovi, unz leiðin liggur inn í landið til Bosníu og Herce- góvínu. Leiðin þangað er mjög hrjóstrug, strjálbýl og erfið ýfirferðar, en um leið töfrandi falleg. Loks opnast víðáttu- mikil og frjösöm slétta, Povovo Polje, eða prestasléttan. Rétt áður voru landa- mæri Montenegro og Bosníu Hercegó- vínu. Bosnía og Hercegóvína er ríkt land, því bæði finnast þar málmar í jörð og olía. í Bosníu og Hercegóvínu er mikið að gerast, stórtækur iðnaðar- rekstur er hafinn, verið er að leggja vegi í allar áttir, verksmiðjur og nýtízku hús eru að rísa. Landið er mjög frjósamt og vel ræktað. Frá Bosníu kemur mikið af Slivovica, plómubrennivíninu júgó- slavneska. í Bosníu og Hercegóvínu eru menn múhameðstrúar og enn ganga konur í sveitum í víðum síðum buxum, eins og siður var með múhameðstrúarmönnum. Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Herce- góvínu, er merkileg borg, og eru íbúarn- ir um 176.000. Sarajevo sem borg, var stofnuð um miðja 15. öld af slavneskum múhameðstrúarmönnum. Borgin er mjög austurlenzk að útliti, má þar nefna m. a. bænahús og turna múhameðstrúar- manna, Bas-carsija eða Gamla markað- inn, Kujundjija eða málverkamanna- götuna, sem enn bergmálar af hamars höggum manna er slá kopar- og silfur- kaffikönnur. Sarajevo er mjög vinsæll ferðamanna- staður, ekki sízt vegna fagurs um- hverfis. Sarajevo er nú mikil iðnaðarborg, þar sem er háskóli, þjóðleikhús og ágæt söfn. Sarajevo-ballettinn er álitinn bezti ballet Júgóslavíu. Þrátt fyrir austurlenzk áhrif koma einnig töluvert fram áhrif austurrísku yfirráðanna, einkum í opinberum bygg- ingum. Andstaðan gegn austurrískum yfirráðum jókst mjög í byrjun 20. aldar og er því ekki að furða þótt Sarajevo væri sjónarsvið morðsins á Franz Ferdinand erkihertoga af Austurríki 1914. Við Sarajevo kemur upp áin Bosna frá einum 4 eða 5 uppsprettulindum. Þar er lystigarður Sarajevo-búa. Makedónía var lengst ríkja Júgó- slavíu undir tyrkneskum yfirráðum eða allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Makedónía er mjög fjöllótt land með djúpum dölum og háum skógum. Landinu er nú skipt milli Búlgaríu, Grikklands og Júgóslavíu, en stærsti hluti landsins er þó í Júgóslavíu. Make- dóníumenn hafa sitt eigið tungumál og menningu, en hafa samt stöðugt, eða um 2.000 ára bil, verið undir stjórn annarra ríkja. Þeir eru þekktir fyrir vinsemd og dugnað Höfuðborg landsins er Skopje. Þar búa um 167.000 manns. Makedónía hefur sérstakar menning- ararfleifðir. Þjóðdansar landsins- og söngvar eru þekktir um allan heim. Júgóslavía er sem ríki ungt land með ungri þjóð, sem allt vill gera til upp- gangs og velmegunar lands síns. Þeir hafa sýnt og sannað á árunum eftir heimsstyrjöldina, að þeir eru fyrst og fremst Júgóslavar — menn, sem unna landi sínu og þjóð. Köiínrinn Frh. af bls. 34. Sam Sibley, sem fylgzt hafði með öllu þessu, dró upp samanbrotinn miða úr vasa sínum og rétti lögreglufulltrú- anum. — Hér er þetta dreifibréf, hr. lög- reglufulltrúi, sagði hann. Ég leyfði mér að senda það í allar lyfjabúðir á svæð- inu. — Hvaða svæði? spurði lögreglufull- trúinn. Hver gaf yður fyrirskipanir um það? — Svæðið, þar sem kettinum var stolið. Þér skipuðuð mér að finnna þennan horfna kött sagði Sam og brosti drengjalega. Dreifibréfið hauð lyfsölum að sleppan engum viðkiptavini, sem bæði um TRIMETHYLOXYLATE fyr- ir fimmtíu aura eða hvaða magn sem sem var. — Lögreglufulltrúinn deplaði aug- unum. Hann skildi hvernig í öllu lá. — Sibley, ég óska yður til hamingju! Þetta er gagnstætt reglunum, en kænskubragð. Þér gerðuð ráð fyrir, að morðinginn kynni að lesa bréfið og fara strax og kaupa TRIMETHYLOXYLATE. Hawley lögregluforingi brosti súr á svip. — Ég óska yður til hamingju, Sibley. Þetta var ágætt hjá yður, en mér finnst nú samt, að lyfsalinn, sem skrifaði bréfið, eigi þakkir skildar, án hans hefði morðinginn ekki verð hand- tekinn. Sam drap titlinga framan í hann og dró upp annan miða. Augu hans leiftr- uðu af gleði og stolti. — Þess vegna skrifaði ég bréfið und- ir nafninu „lyfsali“, sagði hann. Gerið þið svo vel. Eins og þið hljótið að vita herrar mínir, þá er ekkert efni til, sem heitir TRIMETHYLOXYLATE; þess vegna erum við vissir um, að um réttan mann er að ræða. Hálftíma síðan sat hann og gældi við Nigger .... varlega, vegna þess að fingaraförin í málningunni voru mjög mikilvæg sönnunargögn. Nokkrum vikum síðar hætti morOing- inn að ganga fram og aftur í klefa sín- um og sneri sér snöggt að Sam glæpa- sérfræðingi. Ég hafði alltaf á tilfinningunni, að óheppnin myndi elta mig, er ég var bú- inn að myrða gömlu konuna. Hvers vegna drap ég ekki köttinn? Það var ljóta vitleysan, en þér megið reiða yður á, að er ég slepp héðan út, þá skal ég drepa alla svarta ketti, sem ég næ í. — Þegar þér sleppið út? sagði Sam. Þér gerið yður víst ekki grein fyrif, að kviðdómendurnir eru tólf og dómarinn sá þrettándi — það er óhappatalan yðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.