Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 13
ætlar að verða hamingjusamur og eignast fjölskyldu sem hann sér far- borða og elskar eins og hafið. En í landi er stúlkan að gefast upp á því að bíða, hún verður að fara heim svo að hún ofkælist ekki. Og í síðasta sinn setur hún hönd fyrir auga og rýn- ir út á sjóinn og myrkrið og aðgætir hvort hún sjái ekki ljós. Og viti menn. Þarna er ljós. — Hann er að koma! í fögnuði sínum gengur hún nokkur skref áfram og rýnir aftur út í myrkrið. En hún hefir stigið aðeins of langt, því að bryggjan var á enda og gaf ekki lengur fótum hennar stuðning. Hún missti jafnvægið og hrapaði niður í úfið hafið í sama mund og rám- ur kveðandi skipslúðurs heyrðist utan úr myrkrinu, togarinn var að kalla á lóðsinn. Litli báturinn fór á fullri ferð út úr hafnarmynninu og fyrir framan lítið stýrishúsið stóð einkennisklæddur hafnsögumaðurinn og hélt sér í ávalan húninn á dyrunum. Togarinn var stanzaður þegar lóðs- inn kom og lagðist að lunningunni með- an lóðsarinn stökk. um borð. Svo hélt hann áfram stíminu að hafnarmynninu, öruggt og sígandi. Fólk var tekið að streyma til hafn- arinnar, það voru ættingjar og venzla- fólk sjómanna, sem hafði frétt um töf- ina á ferð togarans og kom því á rétt- um tíma og þurfti ekki lengi að norpa í kuldanum á hafnarbakkanum. Og þegar skipið lagðist að voru hróp og köll og faðmlög á bakkanum og sjóararnir stigu glaðir á land. En það veitti enginn litla og óframfærna drengnum við afturhlerann athygli, það virtist enginn vera kominn til að taka á móti honum. Hann skimaði í allar áttir eins og hann væri að gá að einhverju, en það þekkti hann enginn, jafnvel skipsfélagarnir litu ekki á hann, þeir voru allir að fara með sínu skyld- fólki og kunningjum. Svo loks, þegar allir voru farnir, gekk hann á land og leit í kringum sig eins og hann tryði ekki sínum eigin augum — kom hún í raun og veru ekki til að taka á móti honum. — En hann var aleinn við höfnina með máfunum og gamla karlinum, sem var vaktmaður við togarann. Drengurinn rölti nokkra hringi á hafnarbakkanum ráðvilltur — kannske var hún veik. — Hann ætlaði að fara til herbergis hennar og og gæta að því. Og hann rölti þunglamalega frá höfn- inni, gekk vinstra megin eftir Skúla- götunni og var svolítið valtur í spori af óvananum að hafa fast land undir fótum. Mávarnir flugu þögulir fram hjá hon- um, þeir voru hvítir eins og snjóflygs- ur í myrkri hljóðrar næturinnar. FÁLKINN EFNIR Tll SKOÐANARKONNUNAR H V E R VERÐUR UNGFRÚ ÍSLAND ? Á næstu tíu síðum birtir FÁLKINN fyrstur blaða myndir af öllum þátttakendum fegurðarkeppninn- ar í einu. Með því að fletta þessum síðum, geta les- endur virt fyrir sér fegurðardísirnar og vegið þær og metið og gert upp við sig, hver þeim finnst eiga skilið að hljóta hinn eftirsóknarverða titil UNG- FRU ÍSLAND 1962. Þegar lesendur hafa gert það, býður Fálkinn þeim að taka þátt í skoðanakönn- un um, hver hlýtur titilinn. Á blaðsíðu 38 er seðill, þar sem lesendur eiga að skrifa nöfn þeirra fimm stúlkna, sem þeir telja að skipa beri fimm efstu sætin. Seðlarnir skulu hafa borizt FÁLKANUM, PÓSTHÓLFI 1411, innan þriggja vikna. óli Páll Kristjánsson, ljósmyndari, tók myndir af öllum stúlkunum, nema Kolbrúnu Baldvinsdótt- ur, sem Jóhann Yilberg tók, og Önnu Geirsdóttur. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.