Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 9
— Haft hann á brott með sér úr hús- inu . . . . ? Vitleysa, sagði lögreglufor- inginn hæðnislega. Hvers vegna skyldi hann hafa gert það .... þessi náungi, sem nýbúinn var að fremja morð? Stundum veltur þvílík bölvuð vitleysa upp úr þér, Sibley, að mér er öllum lokið. Það er svo fáránlegt af morð- ingja .... að burðast með bálreiðan kött, sem allt nágrennið veit, að er eign gömlu konunnar, einmitt á því augna- bliki, er hann hugsar ekki um annað en að komast á brott — eins langt og .xann kemst. Sam strauk yfirskeggið. — Þér gleym- íð því, lögregluforingi, að þetta hefur hklega verið svartur köttur. — Svartur? Hann hefði alveg eins getað verið Síamsköttur eða Angóra- KÖttur — eða eigið þér við, að hann lafi ekki séð hann í myrkrinu? En þetta ,-r nú allt svoddan endaleysa. Sam var nú aftur með fingurinn á ofti. — Þetta var svartur köttur og nann var á leiðinni í veg fyrir hann. Hann varð óttasleginn, því að hann er vjátrúarfullur .... þetta er óheilla- -nerki. Þess vegna tók hann köttinn .... — Drap hann og henti honum út í skurð? — Nei hann .... hann er hjátrúar- fullur. Hann myndi alls ekki þora að drepa hann. — Hann drap gömlu konuna, var það ekki óheillamerki? — Jú, en það er ekki óheillamerki á sama hátt og kötturinn. — Einmitt það, sagði lögregluforing- inn ógnandi. Hann skal aldeilis fá að líta öðrum augum á hlutina er ég næ í hann — ég er hræddur um, að honum finnist það hálfgert óheillamerki, er hann sér fram á afleiðingarnar. Sam brosti. Hann skildi tilfinningar lögregluforingjans. — Ég á við hræðslu, þér skiljið, á safna hátt og gengið er undir stiga og þess háttar, útskýrði hann þolinmóður. Þessi maður var hjá- trúarfullur. Ég er ekkert að slá þessu fram í gamni. Þetta er ekki bara hug- detta. Ég skal sanna þetta. Hawley lögregluforingi leit á hann með innilegri fyrirlitningu. — Þér skuluð bara sanna það! — Allt í lagþ hr. lögregluforingi. Við skulum fara upp þangað, sem morðið var framið. Sam gekk á undan og úr svip hans mátti lesa, að hann hélt sig vita eitt- hvað. Þeir gengu upp stigann og inn í herbergið, þar sem morðið var framið. Hann var í þungum þönkum, — fram- tíðin brosti við honum bjartari en nokkru sinni fyrr. Hann hafði ekki lit- ið til fortíðarinnar síðan hann, sem ungur lögreglumaður hafði haft heppn- ina með sér — ef það má orða það svo — og fundið manninn með persneska hnífinn í bakinu og allár kringumstæð- ur voru óskiljanlegar....Hinir fjórir stóru höfðu gefizt upp á málinu, en hann hafði haft sínar eigin hugmyndir og að lokum tókst honum að leysa gát- una. Hér var aðra gátu að leysa. — Sjáið þér, hr. lögregluforingi, sagði hann einbeittur, er þeir komu inn í svefnherbergið. Hér er þessi sönnun mín. Hann horfði með viðbjóði á blóð- blettina á sængurverinu, hrasaði um brotinn stól og mölbrotinn spegil og nam staðar fyrir framan dagatal með rauðum tölustöfum, sem hékk á veggn- um yfir rúmi fórnarlambsins. — Takið eftir dagsetningunni, sagði Sam. — Fjórtándi. Hawley leit á hann. Morðið hafði verið framið þann dag. Bendir þetta til einhvers?? Sam tók pappírssnepil upp af gólf- inu. — Ég veit svo sem hvað þér eruð með þarna, sagði lögregluforinginn stuttaralega. Þetta er talan þrettán, sem rifin hefir verið af dagatalinu og fleygt á gólfið. Hvaða .... — Jú, svaraði Sam, morðinginn hefir nefnilega rifið þetta af dagatalinu. — Og sönnunin? — Þegar við hugsum aftur um kött- inn, þá hefir það annaðhvort verið gamla konan eða morðinginn, sem hef- ir fleygt honum út, en gamla konan myndi ekki hafa gert slíkt. Sjáið papp- írsörkina með rósamyndunum utan á. Lítið niður í körfuna og þér munuð sjá sneplana, sem rifnir hafa verið af dagatalinu undanfarna daga og sá ell- efti er vandlega brotinn saman, einnig tólfti — reglulega vandlega brotinn saman! Frú Folliot myndi aldrei nokk- urn tíma hafa rifið af almanakinu á þennan hátt og fleygt sneplunum á gólfið. .... — Já, þetta getur í sjálfu sér allt verið rétt. — Það er eitt enn, hélt Sam áfram og færðist í aukana, þetta dimmrauða þarna er ekki allt saman blek .... Framh. á bls. 32. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.