Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 25

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 25
Bled, frægur og fagur ferðamannastaður í Slóveníu. einu stærsta kvikmyndaiðjuveri lands- ins. Ekki má heldur gleyma óperunni, sem er meðal hinna beztu í Evrópu. Þar er árlega haldin tónlistarhátíð og er þá úr mörgu að velja, því heimsfræg- ir listamenn koma þar. — Þá er verzl- unar- og iðnsýning Zagrebborgar mjög vinsæl, en hún er haldin tvisvar á ári á svæði sunnan Sövu. — íbúar Zagreb er yfirleitt glaðlynt fólk og kátt, vel klætt og fallegt. Þeir sitja mikið á kaffihúsum, sem eru fjölmörg, við glas af víni og ræða landsins gagn og nauð- synjar, syngja og spila á spil. í Zagreb er fjöldinn allur af kirkjum, flestum rómversk-katólskum, sem yfir- leitt eru vel sóttar. Einnig eru þar mörg klaustur, en prestar og nunnur þeysa um borgina á mótorhjólum. Stepinac, erkibiskupinn af Zagreb, sem andaðist 1960, varð mjög frægur fyrir mótstöðu sína gegn ríkisstjórn Júgóslavíu. Hann er enn mjög dáður af eldri löndum sínum. Um 140 km. suður af Zagreb er mjög vinsæll ferðamannastaður — Plitvice- vötn. Vötnin eru 7 samliggjandi og fögur, innan um skuggsæla skóga, þar sem enn hafast við birnir og úlfar. Plitvice er stolt Króata, og segja þeir, að staðurinn sé ætíð jafnheillandi, „á vorin, þegar náttúran vaknar af værum vetrarblundi og hylur sig ferskum, grænum klæðum, á sumrin þegar lífið blómgast af krafti og þrótti, á haustin, þegar vötnin endurspegla litasinfóníu og á veturna, þegar hin hreina hvíta hula töfrar fram ævintýraland.“ Lengra til suðurs liggur leiðin til Opatija (áður Abbazia) og Rijeka (áður Fiume) við norðurhluta Adría- hafs. Opatija er einn glæsilegastur bað- staða við norðurhluta strandarinnar og stendur á gömlum merg. Þar má flest það finna, sem prýðir nýtízkulegustu baðstaði Evrópu. Rijeka er næststærsta hafnarborg Júgóslavíu og ein hin stærsta við Adríahaf, með 87.000 íbúum. Niður eftir Dalmatíuströnd er enda- laus röð af baðstöðum, en þó má enn finna ró og kyrrð í litlum fiskimanna- þorpum eða á hinum fjölmörgu eyjum Adríahafs. Split, stærsta hafnarborg Júgóslavíu, er á Dalmatíuströnd. Borgin er að mestu reist innan múra hallar Díókletíanusar Slavneskur dans. keisara á hæðum og hólum og er mjög falleg. Auk þess að vera hafnarborg er Split mjög skemmtilegur baðstaður. Ef haldið er áfram niður strönd Dalmatíu, framhjá Maraskaga, er komið til Dubrovnik, Cannes og Nissa Júgó- slavíu. Dubrovnik er gömul virkisborg um 1000 km suður af Zagreb. Hún var áður frjálst borgríki með blómlegu verzl- unar- og menningarlífi. Frakkar her- tóku borgina 1806, en síðar komst hún undir yfirráð Austurríkis, unz ríkið Júgóslavía var stofnað 1918. Nú er Dubrovnik þekktasti baðstaður Júgó- slavíu. Um það bil 2 mánuði hvert sumar er þar listahátíð mikil, bæði tón- listar- og leiklistarhátíð. Þangað koma menn eins og Sir John Barbirolli, Benjamin Britten, Peter Pears o. fl. Landslagið er fagurt, endalaust blátt Adríahafið teygir sig framan við borg- ina, en í baksýn eru há og hrikaleg fjöll. Veðrið er næstum alltaf gott, en þó vill hitinn stundum verða nokkuð mikill. Frá Zagreb er ekið á bílabraut til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, sem um leið er höfuðborg ríkisins alls. í Belgrad hefur Tito og ríkisstjórn hans aðsetur sitt, og þar eru sendiráð hinna ýmsu ríkja heims. í borginni, sem stendur á mótum Dónár og Sövu, búa nú um 542.000 manns. Belgrad nútímans er stórfengleg og glæsileg borg og mjög nýtízkuleg. Breiðar götur hafa verið lagðar og há- hýsi hafa verið reist, gamli tíminn er þar óðum að hverfa. Belgrad galt mikið afhroð í heimsstyrjöldinni seinni, heilu borgarhlutarnir voru þurrkaðir út. En mikið hefur verið gert og mikið á sig lagt til að gera höfuðborgina sem falleg- asta. Eins og fyrr var sagt stendur Belgrad á mótum Dónár og Sövu, þar hefur verið gerður mikill og fallegur lysti- garður í kringum gamalt tyrkneskt virki, enda ber garðurinn tyrkneskt nafn og heitir Kalemegdan. Frá einu horni garðsins er fallegt útsýni yfir árn- ar tvær, þar sem hið gráhvíta vatn Sövu rennur í dökkt vatn Dónár. — Margt gefur að líta í Belgrad, svo sem þinghúsin tvö, hið gamla og nýja, óper- una og hin ýmsu listasöfn. — Belgrad var í heimsfréttunum fyrir skemmstu, þegar „þriðja blökkin" eða „hinir blökk- lausu“ héldu þar samkundu um Berlin- arvandamálið. f Serbíu býr sérstaklega gestrisin þjóð. Þar þykir það heiður, ef gestur er á heimilinu. Er þá allt tínt til í mat Framhald á bls. 36. Höfundur þessarar greinar, Sigrún Sveinsson, hefur undan- farin ár starfað sem flugfreyja bæði hjá Flugfélagi fslands og Loftleiðum. Hún giftist fyrir skömmu júgóslavneskum manni og er nú búsett í Júgóslavíu. 25 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.