Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 7
frá þessum árum, sem hann var til sjós, enda þótt hann væri síður en svo hrif- inn af lífinu um borð í skipunum. í þann tíma var ekki tekið neinum silki- hönzkum á veluppöldum og hæversk- um pilti, sem var bara léttadrengur. Það var harðneskjan, ruddamennskan og mannvonzkan, sem einnkenndi sér- staklega líf sjómannsins á þessum stóru seglskipum. Sú sæla, sem fyllti hann, þegar skipið flaug áfram eftir gáróttum hafsfletinum, var ætíð blandin fyrir- litningu á neðri þiljunum, þar sem ó- sóminn réð ríkjum. Eftir hálft ár á hafinu, kom hann heim, en fjölskyldan var í meiri krögg- um en nokkru sinni fyrr. Herman vildi ekki vera byrði á móður sinni og ákvað því að fara aftur til sjós. Dag nokkurn í desember 1840 fór hann til New Badford og lét skrá sig sem háseta á hvalveiðiskipið, Aeush- net. Það var erfitt líf og lélegasti aðbúnaður sem unnt er að hugsa sér. Eftir að skipið hafði verið að veiðum í 18 mánuði í Atlantshafinu, sigldi það fyrir Horn og Nuku-Hiva eynni, sem er ein stærsta eyjan í Marguessa-eyjaklas- anum á Kyrrahafinu. Þar strauk Her- man af skipinu ásamt einum félaga sín- um. Þeir voru ekki hinir fyrstu, sem kvöddu hvalveiðarnar með þessum hætti. Þetta gerðu allir sjómenn, þeg- ar þeir höfðu fengið nóg af hinni daun- illu og erfiðu vinnu. Hin skjóta brottför frá hinum rudda- legu hvalveiðum til þessarar yndislegu Suðurhafseyjar varð til þess, að Her- man lifði þar sína aðra æsku. Af þeim minningabrunni átti Herman eftir að ausa ævilangt. Hinir tveir strokumenn dvöldust í nokkur dægur á miðri eyjunni. Þeir þjáðust af þorsta og hungri, hræddir við að hitta eyjarskeggja, sem höfðu það orð á sér með sjómönnum, að vera bæði villtir og herskáir. Samt sem áður rak neyðin þá til þess að fara ofan í byggð- an dal og þar var tekið mjög vel á móti þeim, og þeir stundaðir af mikilli um- hyggju. Herman hafði særzt á flóttan- um og nú tók að grafa í sárinu. Það hvarflaði að honum að snúa aftur til siðmenningarinnar eða að minnsta kosti fara aftur um borð í hvalveiðiskipið, en eyjarskeggjar sýndu andúð á öllu slíku. Það tókst þó að fá þá til að senda fé- laga hans til hafnarbæjarins Tai-o-hae til þess að ná í meðul. En félagi hans sneri aldrei aftur og nú var Herman Melville aleinn meðal eyjarskeggja, Taipanna. Hann lifði eins og þeir, synti í lónum og eyddi dögun- um í skugga við hús karlmannanna. Einnig tók hann þátt í næturveizlum þeirra, klæddur í þjóðbúning innfæddra. Þetta voru svallkenndar veizlur, en samt gat hinn ungi piltur, sem alinn var upp í strangri Kalvínskri trú ekki annað en dáðst að hinni frumstæðu menningu. Hermann skýrir seinna frá því með hrifningu, hversu óbundið og frjálst samband var milli kynjanna. Og hann líkir ástarlífi Taipanna við hið frjálsa og óþvingaða líf Grikkja. Nokkurn skugga bar þó á alla þessa sælu. Enda þótt taiparnir væru mjög vingjarnlegir í hans garð, var hann ekki öruggur um sig í flokki þeirra. Ástæðan til þessa var sú, að hann hafði fengið vitneskju um, að Taiparnir höfðu það orð á sér meðal sjómanna og landkönnuða að vera mannætur. Eyjarskeggjar vissu, að hinn hvíti maður hafði fyrirlitningu á mannáti, og þó þeir skildu ekki hvers vegna svo væri, iðkuðu þeir það á laun. Dag nokkurn, þegar Melville kom aftur heim til gestgjafa síns úr skógarferð, kom hann flokki innfæddra á óvænt, þar sem þeir grannskoðuðu leyndar- dómsfullir á svip þrjá pakka, sem í flýti voru teknir burt þegar Melville kom. í pökkunum voru mannshöfuð og eitt var af hvítum manni. Melville fór nú að gruna, hvers vegna þeir inn- fæddu voru svona vingjarnlegir í sinn garð. Og þessi grunur varð næstum að vissu, þegar nokkrir menn úr ætt- bálknum komu úr herferð með þrjá mannskrokka. Eftir þetta hugsaði hann aðeins um að komast burt. Er hann fékk að vita, að hvalveiðibátur lá fyrir akkerum hin- um megin á eynni, komst hann í sam- band við hann, og sigldi með skipinu til Tahiti, en þar brauzt út uppreisn um borð. Melville gekk í lið með uppreisn- armönnum og fór í land á eynni, en þar hafði hin fræga Pomare IV verið rekin frá ríkjum af franska aðmírálnum Dupetit Thouars, sem hafði stofnað þar franska nýlendu. Pomare var nú í út- legð á eynni Moorea. Melville var nú brotlegur við lög og rétt. Hann var bæði strokumaður og uppreisnarmaður. Og hann varð að sæta sömu örlögum Framh. á bls. 39. Talið frá vinstri: Hinn vinsæli leikari Gregory Peck í hlutverki Akab skip- stjóra, sem hættir lífi sínu í barátt- unni við hvíta hvalinn. — Moby Dick, hvíti hvalurinn, hvolfir bát skipstjór- ans, en ferst sjálfur í baráttunni. — Herman MelviIIe, rithöfundurinn, sem glataði frægð sinni og fékk hana ekki aftur fyrr en mörgum árum eftir dauða sinn. j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.