Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 6
H
lilifií-Si
\t
MOBY DICK VARD OGÆFA HÖFO
Hinn 28. september árið 1891 dó
gamall og velþokkaður tollvörður í
New York. Lát hans vakti enga athygli.
Einstaka blað minntist hans þó með
mjög stuttri grein í smáletursdálkun-
um, en annars gaf enginn láti hans
gaum. Heimsblöðin létu ekki rita minn-
ingargreinar um hann. Samt var þessi
ókunni, gamli tollvörður, sem sýslað
hafði við skriftir um árabil, einn mesti
rithöfundur Bandaríkjanna. Hann
hafði ekki ætíð verið staðfastur em-
bættismaður, sem rækti sitt starf af
dæmafárri stundvísi og heiðarleika.
Fæstir hefðu getað greint, að bak við
hljóðláta og virðulega grímu embættis-
mannsins leyndist maður, sem eitt sinn
hafði verið ungur, svartskeggjaður
ævintýramaður, er siglt hafði fyrir
Horn í ofsastormi og sungið í kapp við
vindinn, staðið upp í mastri á skítug-
um hvalveiðibát og legið í hvítum sandi
á Suðurhafsey og horft á innfæddar
meyjar dansa trúardansa af kynlegum
þokka, löngu áður en þessar Suður-
hafseyjar urðu paradís ferðamanna.
Sízt hefði nokkurn grunað, að þessi
heiðvirði tollvörður hefði nokkurn
tíma orðið að flýja lög og rétt þess
lands, sem hann þjónaði nú af sam-
vizkusemi.
Auðveldara hefði ef til vill verið að
geta sér til, að hann hefði við ritstörf
fengizt, enda þótt þrjátíu ár væru liðin
síðan hann lét nokkuð frá sér fara á
þeim vettvangi og fjörutíu ár væru
liðin síðan nokkur maður gaf ritverkum
hans gaum. Tollvörðurinn hafði á unga
aldri ritað eina mestu og áhrifaríkustu
skáldsögu heimsbókmenntanna, en því
miður varð það ekki uppgötvað fyrr
en allmörgum árum eftir dauða hans.
Þá gáfu menn skáldsögu hans At aftur
og aftur, rituðu bækur um söguna og
6 FÁLKINN
bókmenntagildi hennar, sneru henni
í leikrit og óperu, og kvikmynd var
gerð um hana. Tollverðinum var
jafnað til mestu skálda heimsbókmennt-
anna, menn gerðu samanburð á honum
og Dostojefski, Balzac, Flaubert og
Tolstoj.
Þessi hljóðláti rithöfundur í hópi
bandarískra skálda, sem hafði sætt
sig við svo ömurleg örlög, var enginn
annar en Herman Melville og hinni
miklu skáldsögu hans Moby Dick hefur
oft verið líkt við Odiseifskviðu. Hóm-
ers. Enda þótt það sé kaldhæðnislegt,
var það einmitt þessi saga, sem batt
enda á rithöfundarferil hans. Flestir
gagnrýnendur steinþögðu um hana, er
hún kom út árið 1851. Öld seinna er hún
álitin vera ein af mestu skáldsögum,
sem nokkru sinni hafa verið skrifaðar
í Bandaríkjunum. Ef til vill er þetta
merkasta sagan um sjómannalíf, er
rituð hefir verið og fyrirmynd sagna
þeirra Josephs Conrad og Jacks Lon-
don.
Herman Melville fór ekki á sjóinn
af fúsum vilja. Fátæki neyddi hann til
þess. Hann var örsnauður, ungur mað-
ur, en í æsku hafði hann búið við auð
og allsnægtir. Faðir hans hafði verið
vellríkur kaupmaður í Nýju Jórvík, en
varð gjaldþrota og dó skömmu síðar,
eða árið 1832. Þá var Herr/ian 13 ára
gamall. Móðirin sat uppi með stóran
barnahóp. Þeim varð hún að sjá fyrir
með því að betla hjá auðugum ættingj-
um, en þá kallaði Melville seinna ,,að-
alhluthaí‘ana“ eins og til að lýsa því
betur, hvernig hann hefur verið þeim
háður. Fjölskyldan bjó, þegar faðirinn
dó, í Albany, höfuðborg í New York
fylki, sem var að verða mikilvæg iðn-
aðarmiðstöð, þegar Melville var að al-
ast upp. En það var samt einhvver
frumbyggjablær yfir bænum, en sá
andi þekkist nú hvergi nema í sögum
Coopers.
Þarna átti Herman Melville heima
í nokkur gleðileg ár í æsku sinni. Eldri
bróðir hans, sem var sextán ára gam-
all, hafði tekið að sér að sjá um fjöl-
skylduna, eftir að faðirinn dó, og varð,
þótt ungur væri, brátt athafnasamur
skinnakaupmaður. En 1837 varð hann
einnig gjaldþrota og það hafði í för
með sér, að fjölskyldan varð að flýja
brott frá Albany til Lansingburgh, lít-
ils bæjar upp með Hudson fljóti, þar
sem frú Melville og dæturnar unnu
fyrir fjölskyldunni með saumaskap.
Herman leitaðist við að fá stöðu sem
landmælingamaður, en það var allt til
einskis, því að „aðalhluthafarnir“
neyddu hann til þess að fara til Nýju
Jórvíkur og taka starfi á verzlunarskipi,
sem átti að fara frá Nýju Jórvík til Li-
verpool. Þetta var fyrsta ferð Melville
yfir Atlantshaf.
f bókum hans kennir mikilla áhrifa