Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.04.1962, Blaðsíða 12
Það var rok niður við höfnina og skipin veltust kæruleysislega upp við hafnarbakkann. Þau rykktu í festarnar eins og þau vildu til hafs. Löndun úr togara stóð yfir og enda þótt kvöld væri komið, var enn unn- ið við höfnina. Stór Ijóskastari var fest- ur upp við staur á miðri bryggjunni og hann varpaði skini yfir skipið sem verið var að landa upp úr og iðnar öld- urnar á höfninni. Þær voru hvítfext- ar og riðluðust skipulagslaust upp að máttarstólpum bryggjunnar, toguðu í þanggróðurinn sem greri þar á þver- bjálkunum, eins og þær vildu draga hann með sér og láta hann hverfa. Mávarnir voru á vakki meðfram höfn- inni; þeir streittust móti rokinu, flugu og virtust þó vera kyrrir og létu sig síðan líða þöndum vængjum skáhallt undan vindinum meðfram bryggjunni í áttina að togaranum. Þeir litu gráð- Ugir og hræddir í kringum sig eftir æti, og þeir frökkustu hættu sér yfir mið- skipið þar sem löndunin var í fullum gangi. Og þeir héldu áfram að fljúga í tilgangsleysi sínu, lóna í fjörunni svo hvítir og einsamlir í myrkri næturinn- ar. Á ytri gangreininni við Skúlagötu var mannvera á gangi og gekk til tog- arabryggjunnar. Þetta var kvenmaður í ljósri kápu sem vindurinn reif í og þyrlaði til og frá. Hann lyfti kápunni og smaug inn fyrir og fór inn á stúlk- una, þrengdi sér ofan í hálsmálið og ofan á brjóstin. Hann þaut upp undir pilsið og þandi það út svo það varð eins og poki og gældi við lífið og setti að henni hroll. Hún sveipaði að sér kápunni enn fastar og beitti sér í vind- inn. Stundum stanzaði hún og horfði áhyggjufull út á hafið. En þar var ekk- ert að sjá, aðeins nokkrir mávar á flakki. En utar; utan við ljósmálið í myrkr- inu úti á hafinu var togari á leið til lands. Allir skipverjar voru ofanþilja og nokkrir voru að norpa í stefninu við að losa kaðlana sem áttu að tengja skipið við járnhringina í landi. Menn höfðu haft fataskipti og rakað sig og þvegið sér og nú stóðu þeir í ganginum og við spilið og hlökkuðu til þess að komast í land. Sumir voru hinir kátustu, tóku í nefið og sögðu klámsögur, en aðrir stóðu einir sér og horfðu á ljósin í landi koma nær út úr þokunni. Seltan gljáði á andlitum þeirra, og glampinn í augum þeirra sýndi, að það var fögn- uður í hjartanu. Þeir gátu líka elskað og þeir höfðu tilfinningar þó að þeir væru sjómenn og drykkju eins og svampar og segðu Ijót orð þegar þeir voru í landi. Við afturhlerann stóð grannur dreng- ur og horði ákaft til laands. Hjarta hans barðist ótt og títt. Roðinn í andliti hans sagði að hann væri ástfanginn drengur sem hlakkaði til að hitta stúlkuna á bakkanum þegar hann kæmi í land, hlakkaði til að fara með henni heim í herbergið hennar og kyssa hana og finna hana hjá sér, og vita hana nakta og fá notið hennar og sofna síðan alsæll á eftir og þurfa ekki að vakna við ræs og skammir eins og áður, ó hvað hann hlakkaði til. Hún hafði lofað að taka á móti hon- um við bryggjuna og hann vissi að hún myndi gera það, svo að hann gæti geng- ið til hennar og kysst hana. Og hann ætlaði aldrei á fyllirí með hinum strák- unum á skipinu, hann vissi hvað átti að gera, hætta að drekka og fara með henni í stað þess að fá sér bokku eins og hinir. Mávarnir flugu alltaf fram og til baka við höfnina í eirðarleysi sínu, vinnan í togaranum var hætt og búið að slökkva á Ijóskastaranum, mávarnir og stúlkan í kápunni voru eina lífið við höfnina, það var komin nótt og sjórinn var grimmur og illkvittinn í myrkrinu og stormurinn kvaldi stúlk- una, sem rölti fram og til baka á bakk- anum. Hún leit oft á klukkuna: Togarinn var ekki kominn, hann hlaut að vera langt á eftir áætlun, eða kannske hafði eitthvað komið fyrir. Hún gat varla beðið öllu lengur, það var svo kalt og svo var lóðsinn ekki einu sinni farinn. Hún gekk nokkra hringi enn eftir bakkanum, ó það var svo kalt og draugalegt í myrkrinu, bráðum færi hún heim. Nei, það er bezt að bíða aðeins enn, hann yrði fyrir svo miklum vonbrigðum ef hún væri farin þegar hann kæmi að. Og nóttin heldur áfram að líða, sjórinn áfram að ygla sig og vindurinn að veina í pakkhúsunum við höfnina. En úti á hafinu er togarinn enn á ferð, hann hefur hægt ferðina niður í slow, hann slóar. Og eftirvæntingar- fullir mennirnir standa enn í sömu sporum og bíða eftiir því að komast í land. Drengurinn aftur við hlerann er að hugsa um framtíðina. Hann ætlar að fara á Sjómannaskólann og verða stýrimaður og skipstjóri og aflakóng- ur. Þá er hann löngu giftur stúlkunni sinni og hlakkar ákaft til að komast í land þegar hún kemur á bílnum með börnin þeirra og sækir hann. Hann er svo nokkra hamingjusama daga í landi hjá fjölskyldunni en síðan fer hann á sjóinn aftur því að sjórinn er hans líf og yndi, hann unir hvergi annars staðar en á sjónum, hann ætlar að verða herra hans og láta hann elska sig og elska hann líka því að hann er yndis- legur eins og stúlkan hans. Og augu hans fyllast tárum einstaklingsins, sem SMÁSAGA EFTIR UNGAN BLAÐAMANN, GUÐBRAND GÍSLASON 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.