Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 29
Kæri Astró. Mig iangar til að biðja þig að spá fyrir mér, því mig langar til að vita svo margt um framtíð mína. Ég er fædd í Reykjavík klukkan 11 fyrir hádegi (fæðingardegi og ári sleppt samkvæmt ósk). Tvö undanfarin ár hef ég unnið við skrifstofustörf, en ég hef ráðgert að fara út til mála- náms á næsta ári. Hvað segja stjörnurnar um ástamálin, fjármálin og heilsu- farið? Kem ég til með að giftast seint eða snemma? Vinsamlega birtið ekki fæð- ingardag og ár. Ég bíð óþreyju full eftir svari. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Edda. Svar til Eddu. Þú fæddist þegar Sólin var 13° í merki Ljónsins í tíunda húsi. Máninn var 10° í merki Tvíburanna í níunda húsi og hið rísandi merki var 3° Vog. Sólmerki þitt er því Ljóns- merkið og það gerir þig nokk- uð metnaðargjarna og raunar vilt þú skipa heiðurssess í þínum félagsskap og láta hina snúast umhverfis þig. Það fellur venjulega á hlut fólks, sem fætt er undir þessu sól- merki að stjórna öðrum enda hefur það hæfileika til manna- forráða. Það vill vera rausnar- legt og hafa nóg fé undir höndum og þegar eitthvað gengur á móti því í fjármál- um eða öðrum málum getur það orðið ergilegt og jafnvel uppstökkt. Það er sérstaklega barngott og hefur gott lag á börnum, því það hefur með- fæddan hæfileika til að skilja sálarlíf barnanna. Sólin í tíunda húsi þykir benda til að þú eigir eftir að skipa ábyrgðarsess í lífinu. Einnig er mjög líklegt að eiginmað- ur þinn verði hátt settur í þjóðfélaginu. Raunar er eitt hið athyglisverðasta í stjörnu- sjá þinni afstöðurnar í tíunda húsi, sem stendur fyrir sér- fræðilegt starf manns og virð- ingu meðal samborgaranna. Þar eru staddir bæði Júpíter og Venus, auk Sólarinnar. Allar þessar plánetur eru ákveðin bending um að þú eigir eftir að komast til mikilla metorða og virðingar meðal samborgaranna. Svo virðist vera sem þáttur þinn í þessu verði mikill fyrir vel unnin störf á heimilinu, þar sem bæði Júpíter og Venus eru staddir í heimilismerkinu Krabbanum. Júpíter bendir til góðs fjárhags meðal annars og Venusinn bendir til margra vina og að þú verðir sérlega vinsæl, sérstaklega í sambandi við góða forstöðu á heimilinu. Merkúr í ellefta húsi bendir til að vinir þínir séu fremur menntamenn eða fólk, sem sérstaklega hefur áhuga á bókmenntum. Úranus í níunda húsi bendir til að þú búir yfir nokkuð óvenjulegum trúar- legum og heimspekilegum skoSunum og að öllum líkum muntu kúvenda að minnsta kosti einu sinni á æviskeið- inu í trúmálunum. Máninn í níunda húsi bendir til að hug- ur þinn standi mjög til lang- skólanáms og staða hans í merki Tvíburans bendir ein- mitt til þess að þú eigir eftir að stunda nám erlendis. Samt eru ýmis atriði, sem mikið geta komið þér á óvart þar, og þú þarft að vera sérstak- lega varkár í vali vina þar, því hætt er við að þeir geti brugðist þér hrapalega án þess að þig hafi nokkuð grun- að misjafnt um þá fyrirfram. Höfuðeinkenni eiginmanns þíns verður mikil drift, því áhrifapláneta hans er Mars. Þú mátt reikna með nokkrum átökum við hann um völdin á heimilinu, og þú þarft að beita lagni til að allt fari vel. Mér virðist næsta ár muni hafa úrslitaþýðingu í þessum efnum hjá þér. drakk kaffibolla við afgreiðsluborðið, með hattinn dreginn djúpt niður fyrir augun, og hann reyndi um leið að lesa morgunblaðið á ný. En hann sá hana sífellt fyrir sér, stundum hattlausa með skínandi hár, og stundum eins og hún leit út, þegar hún gekk eftir götunni með Tony. Nóttin var heit, og matarlyktin frá eldhúsi veitingahússins fór að angra hann, svo að hann gekk aftur út á göt- una. Hann fór úr frakkanum, hneppti frá sér skyrtunni í hálsinn og gekk undurhægt; en ein hugsun var sífellt að skjóta upp kollinum; hann minntist þess eins reglulega og fótataksins á gangstéttinni: Hversvegna var ég Tony svona vinhollur? Allt þar til er hún hafði spurt um Tony, hafði hann aldrei fundið til neinnar hollustu í garð hans; honum hafði skyndilega fundizt, að tveir vinir ættu að hjálpast að, þegar stúlka væri annars vegar. Hann furðaði sig á, hversvegna hann hafði reynt að koma sér í mjúkinn hjá Tony, til þess að telja honum trú um, að hann væri eins þenkjandi og Tony sjálfur, á meðan þeir voru að fá sér þennan bjór. Það var ekki kveikt í herberginu hjá Tony, þegar Ben kom heim. Þau voru ekki komin. Hann var svo þreyttur, að hann kastaði sér upp í rúmið og skipti sér ekkert af ferðatöskunni. En hann gat ekki fést blund. Hann lá bara og fannst hann vera mjög ungur. í hvert sinn sem hann hugsaði um hana ásamt Tony niðri á götunni dauðsá hann eftir því að hafa ekki hlaupið á eftir þeim og kallað á þau. Hann lá og hlustaði á öll hljóð götunnar — en hann sá hana alltaf fyrir sér, titrandi og krafsandi með fætinum í gólfið inni í fátæklega her- berginu. Löngu síðar, hann vissi ekki lengur hvað klukkan var, heyrði hann, að þau komu heim; hann heyrði fótatak Tony hverfa í eina áttina eftir ganginum og fótatak hennar í hina, síðan hljóðið í lyklinum, sem stungið var í skráargatið hjá henni. Nú tók hún hattinn ofan, settist; hann var svo eirðarlaus, að hann reis upp í rúminu: Það var tilgangs- laust að fara til hennar. Um leið og þessari hugsun skaut upp í kollinum, vissi hann, að hann hafði einungis legið og beðið eftir þessum hljóðum, að eitt- hvað, sem var svo sterkt, að ógerningur var að sporna gegn því, knúði hann til að fara til hennar. Hálsbindið var dregið niður frá opnu hálsmálinu á skyrtu hans, buxurnar voru krumpnar og hárið á honum úfið í hnakkanum. Án þess að fara í jakk- ann flýtti hann sér út á ganginn og barði léttilega með fingurgómunum á hurðina á herbergi hennar. Þegar hún opnaði, var hún klædd í gamlan, bláan slopp, og dökkt hárið lá laust. Andlit hennar var enn púðrað og varirnar afar rauðar. Hún hafði reykt. Þegar hann sá hana, fannst honum hann fullkom- lega hjálparvana; hún var svo falleg. Hann hafði alltaf getað brosað, þegar litið var á hann, en nú var hann skyndi- lega feiminn og hræddur. Hann gekk inn í herbergið, áður en henni vannst tími til að segja nokkuð við hann, og lokaði á eftir sér. Hann sagði, eins og hann hefði haldið niðri í sér andanum: — Jæja, þér eruð þá komin heim aftur, Marjorie? — Já, ég er komin heim aftur. Hvað viljið þér? — Það veit ég ekki. Ég er búinn að bíða eftir yður. Kuldalega og reiðilega starði hún á hann: — Hvað í ósköpunum viljið þér núna? Ég er þreytt. Ég ætla í rúmið. — Marjorie, sagði hann. — Hvers- vegna ....! En hann hikaði við og reyndi að forðast spurninguna. En þá blés hann skyndilega: — Hvert fóruð þér með Tony? — Það kemur yður ekki við, sagði hún heiftug. — Nei! En þér verðið að lofa mér einu, viljið þér það? — Ég lofa yður hvorki einu né neinu. — Þér skuluð ekki umgangast Tony framar. — Þessi hollræði yðar koma fullseint, finnst yður ekki? sagði hún og kreppti FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.