Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 12
Ben þekkti hana næstum ekki neitt, fyrr en þetta kvöld, þegar hann var á förum. Hún hét Marjorie Wilson og bjó í eins herbergis íbúð við hliðina á íbúð hans. Hún var lítil og föl, með stór, óttaslegin, næstum örvæntingarfull augu. Það var hægðarleikur að sjá, hvað var að henni. Fötin hennar voru farin að láta á sjá, skórnir voru útslitnir, og brúni flókahatturinn virtist allt of þungur í þessu heita veðri. Einhvern tíma hlaut hún líka að hafa soltið, en engu að síður fór hún að heiman á hverjum morgni með sama litla brosið á vör. Ef Ben rakst á hana, þegar hún var að koma heim á kvöldin, nam hún staðar og sagði óstyrkri röddu: — Nú er eitthvað á seyði. Það er ég handviss um. Þegar hann sagði henni, að hann væri á förum upp í sveit, til frænda síns, sem átti dásamlegt hús uppi í fjöllum, hlustaði hún á með sama þolin- móða brosinu, eins og hún liti á hann sem bezta skinn, en heldur einfaldan lítinn strák. Hún hafði alltaf búið í borg og var þeirrar skoðunar, að lítið gaman væri að því að búa uppi í sveit. Hún talaði við hann í anddyrinu, teikn- aði myndir með tánni á skónum sínum í gólfið, og það rétt mótaði fyrir helm- ingnum af fölu andliti hennar og alvar- legum augnakrók undir skugganum frá brúna hattinum. Ben talaði oft við hana um Tony Agricola, sem bjó á sömu hæð. Tony var stór og dökkur yfirlitum, með feiknamiklar herðar, olívulitaða húð og heit, leyndardómsfull og flóttaleg augu, hafði alltaf nóg af peningum og stúlkum, þótt ekkert benti til þess, að hann ynni neitt. Þeir, sem þekktu hann, hvísluðust á um það, hvernig hann ynni fyrir sér, og stúlkurnar, sem hann fór með upp í íbúð sína, höfðu komið á hann illu orði. En hann var alltaf kát- ur, hafði meira að segja boðizt til að útvega Ben stúlku, hann tók nefnilega ekki almennt siðgæði allt of alvarlega, þannig að Ben neyddist til að finna upp einhverjar afsakanir til að hafna þessu tilboði hans. Ben hafði fengið peninga að láni hjá Tony. Þeir höfðu spiíáð saman billiard og fengið sér glas, 12 rALKINNÍ saga eftir bill caldwell og sem gamlir og lífsreyndir karlmenn höfðu þeir skipzt á brosum og talað um Marjorie Wilson. Rabbað svona léttilega. Ben lá oft vakandi á næturnar og hlust- aði á hlátur kvennanna og þrumuraust Tonys frá íbúð hans — skyldi Marjorie Wilson líka hafna þarna einhvern dag- inn? Stundum heyrði hann Tony fara á fætur á morgnana og ganga hægt um herbergið; þegar hann hafði hlustað á þetta í nokkra mánuði, fannst Ben hann vita allt um líf Tony. Þetta kvöld stóð Ben og var að taka saman föggur sínar, því að hann ætlaði í sumarleyfi næsta morgun, og hann hlakkaði til að fá að búa uppi í sveit í stað þess að híma í borginni. Næturn- ar voru heitar og herbergið mollulegt, og fölnaða, gulleita veggteppið kom því til að sýnast mollulegra en nokkru sinni fyrr. Hann blístraði, þegar hann heyrði barið veikt að dyrum. Hann opn- aði og sá Marjorie Wilson standa fyrir utan, hálfsmeyka. Hún var ekki með neinn hatt, og svart hárið lá laust um andlitið. Hún var svo yndisleg, að hann varð næstum feiminn, eins og hann þekkti hana hreint ekki. — Ungfrú Wilson, sagði hann, — viljið þér ekki koma inn? — Takk, sagði hún. — Ég ætla bara að tala við yður eitt augnablik. Hún gekk inn, en hélt síðan áfram að ramba um herbergið, í stað þess að setjast. Það var kominn vottur af roða í vanga henn- ar, en hann hvarf nú hægt, og það var einhver óeirð í öllum hreyfingum henn- ar, þegar hún snéri sér við í öðrum enda herbergisins, og þegar hún opnaði munninn, eins og til að draga djúpt andann. — Þér virðizt hafa verið að hlaupa, sagði hann í gamni. En hún svaraði ekki; leit aðeins snöggt til hans. Það var eins og ein- hverjar áhyggjur væru orsök þessarar óeirðar. En þegar hann sá rólegt, ör- uggt bros hennar breiða úr sér á andliti hennar, var hann viss um, að ekkert hafði breytzt. — Viljið þér ekki setjast? spurði hann skelfilega feiminn, því að hún var svo furðulega, næstum óendan- lega falleg. Kannski var það af því, að þetta var í fyrsta sinn, sem hann sá hana ekki með þennan brúna hatt, og af því að hár hennar var svo þykkt og skín- andi. Hún settist gegnt honum og lét móðan mása um alla þá hégómlegu hluti, sem þau höfðu talað um áður. Hún hafði dregið blátt pilsið vendilega niður fyrir hnén, og hún hélt fótunum þétt saman. Ekki leið á löngu, áður en þau voru farin að tala saman eins og gamlir kunningjar um allt milli himins og jarðar, og hún sagði: — En svo lang- aði mig til að spyrja yður um dálítið, ef yður er þá sama! — Auðvitað, Marjorie, sagði hann og kallaði hana með fornafni. — Það er Tony. Mig langaði til að spyrja yður svolítið í sambandi við hann. — Ég skal fúslega segja yður allt, sem ég veit um hann, sagði hann hressi- lega. — Hvað var það? — Hann er búinn að bjóða mér út, og hann vill líka hjálpa mér. Hann er bezta skinn að mörgu leyti. En ég er á báð- um áttum. Mig langaði til að spyrja yður fyrst. Ben brosti þegar hann leit á ungfrú Wilson: Hann brosti á sama hátt og þeir Tony höfðu brosað um kvöldið, þegar þeir höfðu setið og talað um ungfrú Wilson, eins og tveir gamal- reyndir karlmenn. Auk þess hafði Tony lánað honum peninga og komið prýði- lega fram. Án þess svo mikið sem loka augunum gat hann séð Tony fyrir sér með skínandi svart hárið, sterkar hvítar tennur og flóttalegt augnaráð. Ben brosti til ungfrú Wilson: — Okkur Tony hefur alltaf komið vel saman. Ég er þeirrar skoðunar, að Tony sé fyrirtaks náungi. — Hann er vinur yðar, er það ekki? — Jú, það er hann. Hann er ágætur piltur. — Takk, sagði hún hljóðlega og stóð upp, hægt og með tilgerðarlegum hreyf- ingum, eins og hún vissi ekki fyllilega, hvað hún ætti að segja. — Ég veit, að hann á marga vini, sagði hún. — Ég hef heyrt óminn frá samkvæmunum, sem hann heldur uppi á herberginu sínu. Hann hefur tvisvar sinnum boðið mér, en ég fór ekki. Hún stóð og teiknaði myndir í teppið með tánni á slitna skón- um sínum. Og Ben starði niður á fót- inn, sem bjó til litla hringi. Hann vissi, að hún kom sér ekki til að segja eitt- hvað. Þau horfðu bæði niður á gólfið, og stundarkorn sagði hvorugt neitt. — Ég varð að spyrja einhvern, sagði hún og leit feimnislega á hann. Það var eins og eitthvað í herberginu héldi í hana, eins og hún væri að reyna að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.