Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 33
sjúklinginn til ódæðisverka, en þau fáu l
tilfelli eru líka rækilega auglýst af |
blöðum og útvarpi.
Eins og áður er getið var það aldrei |
ætlun Karls Strand að setjast að í Bret- 8
landi, er hann fór þangað upphaflega.
„En London sem borg hefur mikið að- I
dráttarafl,“ hefur Karl sagt, „og fyrir H
þann sem búið hefur í London er erfitt |
að slíta sig lausan. Þetta gildir ekki sízt |
vegna þess að viðkynning mín við fólk i
og starf mitt sömuleiðis hefst í þreng- I
ingum og á neyðartímum, sem síðan 9
léttir smáunsaman.
„í London er flest það sem menn geta 1
fundið sér til gagns og ánægju, hér er |
rótgróin menningarmiðstöð. Samt er gj
hægt að búa hér eins og í íslenzkri §
sveit, hægt að vera út af fyrir sig og í 1
friði fyrir öllum og öllu. London er
alltaf til staðar þegar maður æskir, en
lætur mann í friði þegar maður vill.
Hér eru ótrúlega mörg tækifæri til
að kynnast tónlist, málaralist, leiklist
og öðru slíku og jafnvel þótt maður
notfæri sér það aðeins að takmörkuðu
leyti, þá er vissan um að hafa það allt
við hendina mikils virði. Það er svipað i
og um frelsið, maður verður þess ekki
var meðan maður hefur það, en saknar
þess þegar það hverfur."
Og Karl Strand heldur áfram að ræða
um kost þess og löst fyrir íslendinga
að búa erlendis:
„Það er annað skemmtilegt við það
að dveljast langdvölum erlendis, maður
kynnist nýjum hliðum á sinni eigin
þjóð, stundum óvæntum hliðum. Og
auk þess kynnist maður fleiri einstak-
lingum af sinni eigin þjóð heldur en
verið hefði, ef maður hefði búið heima
alla tíð. Þetta kann að láta einkenni-
lega í eyrum, en svona er þetta samt.
Hér í London hef ég kynnzt gríðarstór-
um hópi íslendinga og það úrvalsfólki,
listamönnum, gáfumönnum og lær-
dómsmönnum. Maður kynnist fremur
góðu hliðunum á fólki erlendis, þegar
það er ekki lengur bundið við dægur-
þrasið og getur sinnt áhugamálum sín-
um óskipt."
Ég spurði Karl Strand hvort hann
hefði nokkra heimþrá til íslands.
„Það er alltaf stutt til íslands, og
hér höfum við umgengizt íslendinga
mikið. Auðvitað eru ákveðnir hlutir
sem maður saknar að heiman, en per-
sónulega hef ég aldrei orðið var við
neinn klofning í afstöðu minni til þess-
ara landa. Ég er heima í báðum lönd-
um.“
*
Karl Strand kvongaðist skömmu áð-
ur en hann fór til Englands í fyrsta
sinni, árið 1941. Kona hans er Margrét
Sigurðardóttir frá Gljúfri í Ölfusi. Þau
hjónin hafa eignazt tvö börn, 18 ára
son er Viðar heitir og 15 ára dóttur,
Hildi. Systkinin eru bæði í menntaskóla
í London, en tala fallega og lýtalausa
íslenzku, enda er íslenzka töluð á heim- I
ilinu og þau dvelja einnig oftsinnis I
heima á íslandi að sumarlagi. Þau líta |
11 I LAS VEGAS
LAUGARÁSBÍÓ sýnir á
næstunni bandarísku stór-
myndina „11 í Las Vegas“
(„Oceans 11“) frá War-
ner Bros kvikmyndafélag-
inu, sem vakið hefur
mikla eftirtekt. Hún er
tekin í Panavison og
Technicolor, og segir frá
ellefu harðsoðnum ná-
ungum, sem brjótast inn
í fimm spilavíti í Las
Vegas. Verkið er unnið
um miðnætti á nýársnótt,
þegar áramótagleðin
stendur sem hæst. Upp
úr krafsinu hafa þeir 10
milljónir dollara, en þá
kemur Duke Santos (Ce-
sar Romeo) í spilið ....
Það sem vakið hefur
hvað mesta athygli, er að
með aðalhlutverkin fara
Frank
hinir fjórir stóru úr klík-
unni „The Rat Pack“ eða
,,klanið“ eins og hún er
oft nefnd: Frank Sinatra,
sem er foringi klíkunnar,
Dean Martin, sem elskar
vatn, sé whisky saman
við það, Sammy Davis
jr., en hann er giftur
sænsku leikkonunni May
Britt, og olli það miklu
hneyksli á sínum tíma,
því að hann er blökku-
maður. Og svo Peter Law-
ford, sem er mágur Ken-
nedy forseta.
Með aðalhlutverkin
fara einnig þekktir leik-
arar svo sem: Richard
Conte, Angie Dickinson,
Cesar Romero, George
Raft og Red Skelton.
Leikstjóri er Lewis Mile-
Sammy
stone, en hann varð fræg-
ur er hann stjórnaði
myndinni, „Tíðindalaust
á Vesturvígstöðvunum"
eftir sögu Erich Maria
Remarque.
Blaðaummæli:
B. T.: Sjaldan hefur
maður séð svo vel heppn-
að mynd. Hún er full af
skemmtilegum atvikum,
og atburðarásin er hröð
og snjöll.
Ekstrabladet: Eina
mínútu og 38 sekúndur
yfir miðnætti á nýársnótt
sprengja þeir peninga-
skápana í fimm spilavít-
um í Las Vegas og sleppa
vel frá því, en .... enda-
punkturinn gæti verið
eftir O’Henry.
Peter Angie
Dean
FÁLKINN
33