Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 32
Heima í tveimur . . .
Framhald af bls. 15.
annan spítala. Hann hafði fengið sér-
stakan áhuga á að læra almenna lyf-
læknisfræði með tauga- og geðsjúk-
dómum sem sérgrein. Hann nam þessi
fræði á Hammersmith Hospital og þar
var um sama leyti annar læknir íslenzk-
ur, Þórarinn Guðnason. Þar voru sam-
an komnir læknar víðsvegar að og þó
einkum frá Ameríku, margir þeirra
skipa nú virðingarstöður víða um
heiminn.
¥
Þá um haustið tók Karl Strand til
starfa á því sjúkrahúsi sem hann hefur
starfað við síðan og helgað starf sitt
að mestu leyti. West Park Hospital er
geðveikraspítali í suðurjaðri Lundúna-
borgar og þar er rúm fyrir 2400 sjúk-
linga. Tvö fyrstu árin, sem Karl vann
við þennan spítala, stundaði hann jafn-
framt nám við aðalkennslustofnun
Bretlands í geðfræði, The Institute of
Psychiatry, Maudsley Hospital, London.
Á því tímabili sem Karl Strand hefur
starfað við West Park hafa orðið stór-
stígustu framfarir í meðferð geðveikra,
sem átt hafa sér stað í heiminum. Og
ýmsar af þeim nýjungum má einmitt
rekja til West Park, auk þess sem sá
spítali hefur það að markmiði sínu að
fylgjast sem gerst með öllu sem fram
kemur nýtt á þessu sviði. Allt fram
á okkar daga hafði geðfræði staðið í
stað um aldaraðir og raunar ekkert ver-
ið til sem hægt er að kalla því nafni.
Til þessa höfðu geðveikraspítalar ekki
verið annað en geymslustaðir fyrir geð-
veika og lítil sem engin von var talin
um að hægt væri að lækna geðveiki.
Sjúkrahúsin voru í rauninni fangelsi
þar sem geðveikt fólk var lokað inni
og forðast allt samneyti við það.
Meðferðin var naumast fólgin í öðru
en einangrun sjúklingsins. Kenningar
Freuds og Jungs urðu til þess framar
öðru að farið var að líta á geðveikina
sem hvern annan sjúkdóm. Síðan er
farið að nota rafmagnssjokk og insú-
línsjokk og þar með verða aldahvörf
í meðferð geðveikra, á fimmta tug aldar-
innar er fyrir alvöru hafizt handa um
að finna leiðir til að ráða bót á þessum
sjúkdómi. Reynt er að rjúfa einangrun
lEruð þár áakrifandi að Fálkanum? I
n 00 as
Ef svo er ekki þá er sínanúraerið
1221o og þér fáið blaðið sent
um hffil.
32 FÁLKINN
sjúklingsins og tengja hann umhverfi
sínu á ný. Einnig er reynt að veita hon-
um eins mikið frjálsræði og unnt er.
Og síðast en ekki sízt er farið að kynna
almenningi þá möguleika sem fyrir
hendi voru til að lina sjúkdóminn og
uppræta þann ótta sem ríkti og ríkir
víða enn í huga almennings við þenn-
an flokk sjúkdóma.
Önnur gagnbreyting er fólgin í þeim
margvíslegu lyf jum sem tekin hafa verið
í notkun á allra síðustu árum og mörg
þeirra gefið góða raun.
Þá hafa sjúkrahúsin sjálf breytt um
svip. Þau eru ekki lengur fangelsi. Ég
átti þess kost að fara um West Park
spítalann í fylgd Karls Strands fyrir
nokkru. Þessi mikla húsaþyrping gæti
fullt eins vel verið sumarhótel eða
skemmtigarður. Litskrúðug blóm og
laufrík tré gróa nú á grænum völlum
þar sem járngirðingar risu áður mann-
hæðarháar. Flestar deildirnar, 40—50
að tölu voru upphaflega rammlega læst-
ar og afgirtar. Nú er aðeins ástæða til
að hafa 5 deildir lokaðar.
Afstaða fólksins hefur gerbreytzt.
Það gerir sér ljóst að geðsjúkir menn
eru eins og hverjir aðrir sjúklingar sem
þarfnast umönnunar á svipaðan hátt og
þeir sem fá botnlangabólgu eða gigt.
Þeir mörgu sjúklingar sem ég sé á
West Park voru margir hverjir óþekkj-
anlegir frá hjúkrunarfólkinu eða fólk-
inu á götunum fyrir utan. Og þó voru
margir sjúklingarnir farnir til vinnu
sinnar utan spítalans. Þeir starfa við
margvísleg störf í borginni á daginn, en
búa á spítalanum eins og hverju öðru
hóteli um nætur, nema hvað þeir fá
sína læknishjálp.
Mér var gefinn kostur á; að vera við-
staddur er Karl Strand ræddi við einn
sjúkling sinn er var að útskrifast þann
daginn. Mr. Thompson var geðfelldur
maður, rólyndislegur og íhugull og
ræddi greindarlega við lækninn. Hann
er miðaldra maður sem verið hefur gift-
ur í 11 ár og til skamms tíma rekið tvær
verzíanir. Hann hefur alla tíð verið
fram úr hófi samvizkusamur og gætinn
um sinn hag, ábyrgðarfyllri en títt er
um fólk yfirleitt. Hann varð fyrir því
óhappi að verzlanirnar tvær fóru á höf-
uðið og hann sá fram á gjaldþrot. Um
sama leyti varð það, að kona hans ól
honum fyrsta barnið. Þau hjónin höfðu
að vísu alla tíð þráð að eignast barn, en
eins og nú var í pottinn búið, reið barns-
fæðingin Mr. Thompson að fullu. Hann
bilaði gersamlega, leitaði til heimilis-
læknis síns og kvartaði undan tauga-
þreytu og svefnleysi, en ekkert dugði.
Loks kom þeim saman um að hann
leitaði til geðlæknis. Þegar Mr. Thomp-
son kom í fyrsta sinn á fund Karls
Strand var hann ekki mönnum sinnandi
og gat varla sagt nokkur orð í samhengi.
Hann var lagður inn á West Park
sjúkrahúsið og var síðan undir læknis-
hendi í mánaðartíma. Á þeim tíma varð
gerbreyting á honum, læknirinn gat
snýt honum fram á hvað olli biluninni
og ráðlagt honum hvernig bregðast
skyldi við. Auk þess voru honum gefin
lyf. Thompson hafði ekki þolað þá byrði
sem fylgdi því er barn hans fæddist mitt
í verstu efnahagsörðugleikum, ábyrgð-
artilfinningin va rríkari en svo að hann
gæti risið undir því og afleiðingin varð
sú að hann varð hugsjúkur og missti allt
vald yfir sér. — Þegar hann tók í hönd-
ina á Karli Strand að skilnaði þennan
bjarta júnímorgun var hann hress í
bragði og óragur, tekizt hafði að útvega
honum stöðu við hans hæfi og hann
hafði nýtt húsnæði, þar sem hann gat
byrjað nýtt líf ásamt konu sinni og nú
var óblandin gleðin yfir barninu.
Hin félagslega hlið geðsýkinnar er
engu síður mikilvæg en sú meðferð
sem sjúklingar njóta á sjúkrahúsunum.
Oft er orsakir sjúkdómsins einmitt að
meira eða minna leyti að rekja til þjóð-
félagsaðstæðna og heimilisástæðna.
Sjúkdómurinn kemur oft fyrst í ljós ein-
mitt þegar hátterni sjúklingsins er orð-
ið þannig, að þjóðfélagið afneitar hon-
um. Þessvegna er þýðingarlaust að láta
sjúklinginn í sama umhverfi og fyrr að
lækningu lokinni. Annaðhvort verður að
bæta úr misfellum umhverfisins eða
finna sjúklingnum nýtt. Að þessu leyti
er geðveikin ólík öðrum sjúkdómum,
áð læknismeðferðin er ekki eingöngu
bundin við sjúklinginn né þann tíma
sem hann dvelur á sjúkrahúsinu. í þessu
skyni er komið á fót svonefndu félags-
legu eftirliti eða social service. Þannig
er það hlutverk þeirrar starfsemi sjúkra-
húsanna að bæta úr misfellum í fjöl-
skyldulífi sjúklingsins, koma á betri
samskiptum hans við vinnuveitanda
sinn og þar fram eftir götunum. Oft
kemur það í ljós að það er eigi síður
fjölskylda sjúklingsins en hann sjálfur
sem er í rauninni sjúk. Þetta félagslega
eftirlit er stundum viðhaft um árabil
og koma þá gjarnan sérfróðir starfs-
menn sjúkrahúsanna á heimili sjúk-
lingsins og ræða málin ellegar sjúkling-
urinn heimsækir lækni sinn með vissu
millibili og leitar hjá honum ráða. —
Jafnan er reynt að koma sjúklingnum
í sína gömlu atvinnu, þá er hann hafði
áður en hann varð að fara á sjúkrahús.
Að öðrum kosti er reynt að finna nýja
atvinnu við hans hæfi.
*
Á sjúkrahúsunum sjálfum eru stund-
uð margvísleg störf. ÁWest Park sjúkra-
húsinu mátti sjá sjúklingana vinna við
ýmiskonar störf sem valin voru í sam-
ræmi við getu og heilsu hvers eins.
Sumir voru aðeins færir um að raða
saman nokkrum teygjuböndum í búnt,
aðrir unnu að trésmíði og enn aðrir
fengust við leirkeragerð. Eins og áður
er sagt unnu all margir utan spítalans,
á skrifstofum og í verksmiðjum. Þetta
fólk er ekki haldið djöfullegu æði svo
hafa verði gát á að það fari sér og
öðrum ekki að voða. Þvert á móti er
hugsjúkt fólk oft ljúfara í umgengni og
viðmótsþýðara en þeir sem taldir eru
heilbrigðir andlega. Það er ekki nema í
sárafáum tilfellum sem geðsýkin knýr