Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 9
Sveinn Sæmundsson ræðir við tvo mi&la frá Akureyri, Ólaf Tryggvason, höf. bók- arinnar HÚGLÆKNINGAR, sem varð met- sölubók fyrir jólin í fyrra, og kornungan miðil, Ólaf Baldursson Meðan prestar messa fyrir hálftómum kirkjum utan jól og páska, sértrúarflokkar, sem boða víti og kvalirnar, vaða uppi og viðurkennt er, að andlegt líf meirihluta þjóðarinnar sé á bág- bornu stigi, koma tveir menn til höfuðstaðar- ins norðan af landi, huggandi hrygga og linandi þjáningar sjúkra. Þessir menn láta lítið yfir sér, vinna störf sín í kyrrþey og ef bryddað er upp á umræðum um trúmál, andlega reynslu og það sem er óskiljanlegt, en eigi að síður stað- reynd, lækningar sjúkra með andlegum krafti og aðstoð góðra handan landamæranna, ein- kennist ræða þeirra af hógværð og mannkær- leika. Annar er maðurinn kominn fram yfir miðjan aldur, hinn unglingur á þroskaskeiði, því þótt þeir nafnarnir Ólafur Tryggvason frá Hamra- borg og Ólafur Baldursson frá Hlíðarenda við Akureyri, eigi sameiginleg áhugamál, séu ef svo má að orði komast tengdir andlega, eru þeir fljótt á litið sinn af hvorri kynslóð, ann- ar fæddur um aldamót, hinn í 'heimsstyrjöld- inni síðari. ,Ég hitti þá nafnana á heimili vinar þeirra fyrir nokkrum kvöldum. Hafði leitað þeirra nær daglangt; það var síðasti dagurinn í sumarleyf- inu. En er mér að lokum tókst að ná fundi þeirra, fann ég samstundis að deginum hafði verið vel varið. Erindið var að fá staðfestar upplýsingar um atburði, sem nýlega höfðu skeð. Er ég kom, voru þeir nafnarnir enn við störf og sýnilega þreyttir, er dagsverkinu var lokið. Það varð að samkomulagi, að við ræddumst við næsta kvöld. Við höfðum setið stundarkorn og rætt dul- ræn efni. Vesturloftið var ennþá bjart og nota- legt rökkur í stofunni. Ég spurði Ólaf Tryggva- son um bókina hans, Huglækningar, sem kom út s.l. vetur og varð metsölubók. Vitanlega hefði ég ekki þurft að spyrja um ýmislegt, því að bókin skýrir afstöðu höfundar í mörgum mikil- vægum málum. Við ræddum áhrif, góð og ill, útstreymi, og Ólafur sagði: Menn finna mis- munandi áhrif í návist hvers annars, en það stjórnast ekki ævinlega af því sem menn kalla gott og illt. Áhrif einnar persónu geta valdið annarri vanlíðan, en verið þriðju þægileg. Það er vegna þess, að þeir, sem eru andlega skyldir, finna þægilegan hugblæ í návist hvers annars og góður vilji og góðar hugsanir gefa ávallt jákvæð áhrif. — Er það satt, sem stendur í bókum, að hver og einn hafi geislabaug eða áru, eins og það er kallað þar? Ólafur Baldursson: Hver einasti maður hef- ur þetta sem þú kallar áru, og hún er mismun- andi, alveg eins og útstreymi hvers og eins. — Er það einnig rétt, að litur þessa útstreym- is sýni gáfnafar og manngerð? Ólafur Baldursson: Ég sé ekki mikla liti, en eins og ég sagði, þá er þetta mjög mismunandi. — Hvað segið þið um trúna almennt? Er hún nauðsynleg til þess að kraftaverk geti gerzt? Ólafur Tryggvason: Já, sönn trú á eilífan kærleika er jákvæðasta eigind mannsins. Án hennar geta engin kraftaverk gerzt. Það er sannreynt, að sá sem trúir á himininn og hrein öfl, er betur staddur en hinn, sem ekki trúir. Góðu öflin handan landamæranna eiga auðveld-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.