Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 05.09.1962, Blaðsíða 15
KARL STRAND — Þá reyndi maður að rifja upp það sem Guðmundur Thoroddsen sagði manni. í lækningum vefrænna taugasjúkdóma á heimsfrægum spítala, National Hospital, Queen Square. Þar voru menn saman- komnir hvaðanæva úr veröldinni, Afríku, Kína og Indlandi, enda megin- landið lokað og Lundúnir því ein af þeim borgum sem opnar voru. Að lokinni dvölinni fór Karl Strand til Oxford og starfaði á hernámsspítala þar sem gert var að höfuðáverkum. Um þetta leyti var nýlega komin til sög- unnar svonefnd heilaritun, nýlunda í læknisfræðinni. Átti Karl Strand kost á því að fylgjast með þróun heilaritunar, sem er í því fólgin að rafmagnssveiflur heilans eru teknar upp og koma fram á pappírsræmu. Vann Karl þar með Dennis Williams sem var brautryðjandi í þessum visindum. Með þessu móti er hægt að staðsetja æxli og áverka á heilanum og komast að raun um eðli þeirra. Spítali þessi var tengdur flug- hernum og má því nærri geta að ekki hafi skort rannsóknarefni, flugvélar voru skotnar niður unnvörpum og slys tíð. Eftir dvölina í Oxford flyzt Karl að nýju til Lundúna þar sem hann tekur til starfa á elzta spítala Bretlands, St. Bartholomew Hospital, sem stofnaður var á 12. öld. Þar dvaldi læknirinn ís- lenzki í eitt ár og komst nú fyrst í al- vöru í snertingu við styrjöldina og það böl er henni fylgdi. Auk þess kynntist hann ýmsum skuggahliðum Lundúna- borgar sem ekki er flíkað í ferðamanna- pésum. Spítalinn er staðsettur í útjaðri City, þar sem er miðstöð viðskiptalífs Bret- lands og því eitt af eftirsóttustu skot- mörkum Þjóðverja. Auk þess eru hafn- arhverfi skammt undan þar sem býr margt af snauðasta almúga og vesal- asta fólki í Englandi. Um þetta leyti náðu loftárásír Þjóð- verja hámarki. Stundum virtist öll borgin að sjá sem logandi haf þar sem eldsúlur stóðu hátt í loft upp og eim- yrjuna lagði um allt. Stórhýsin hrundu bókstaflega eins og spilaborgir, nær öll húsin byggð úr múrsteini og urðu að rjúkandi grjóthrúgu á andartaki þegar sprengja hitti í mark. Eins og nærri má geta var ekkert lát á slösuðu fólki sem flutt var úr rústunum á spít- alann. Sumir höfðu legið mörg dægur grafnir undir brennandi rústum og voru þeir verst leiknir af öllum. Sánkti Bartólómeus hélt þó verndar- hendi yfir spítala sínum þótt bygging- arnar í kring yrðu fyrir sprengjuregni hver af annarri. Aðeins ein sprengja hitti spítalann sem var ein þyrping húsa, hún lenti á húsi sem notað var undir kennslu og var enginn staddur í hús- inu utan strákur einn í kjallaranum og slapp hann með skrámu. Þrátt fyrir ógnir stríðsins, skort á nauðsynjum og langan vinnutíma, var oft glatt á hjalla með starfsfólki spít- alans og reyndi hver að gera öðrum lífið létt. Meðan Karl vann á spítalanum var hann meðlimur í svonefndum Flying Squad, en það var læknasveit sem send var út í fátækrahverfin í kring til að veita læknishjálp þegar á þurfti að halda. Einkum var um að ræða fæð- ingarhjálp og aðstoð við Ijósmæður. Þar fékk Karl Strand að kynnast verri örbirgð og meiri eymd en hann hafði áður ímyndað sér að væri til. Snauðustu kot á íslandi voru hátíð hjá þeim híbýlum sem fólkið hírðist í og kjör þess aumari en nokkurs fólks sem Karl hafði áður kynnzt. Sumstaðar urðu heilar fjölskyldur að kúldrast í einu herbergi, auðsætt var á fólkinu, að það bjó við matarskort og yfirleitt var þrifnaður ekki upp á marga fiska. Ýmsir íbúar fátækrahverfanna höfðu ýmugust á sjúkrahúsum og sumum jafnvel um og ó, að læknir kæmi inn á heimilið. Þetta fólk hafði einhverja hugmynd um að algengt væri að menn dæu á sjúkrahúsum og því var ekki að sökum að spyrja, þessar stofnanir hlutu að vera stórhættulegar. Á þessum ferð- um um fátækrahverfin urðu hinir ungu læknar oft að framkvæma læknisað- gerðir og nota ýmsar aðferðir sem þeir höfðu ekki áður reynt og þekktu ekki nema af lestri bóka. Karl kveðst á þess- um tíma t. d. hafa neyðst til að nota ýmsar aðferðir við fæðingar sem hann hafði aðeins lesið um, en aldrei séð gerðar. Þá þurfti oft að hafa hraðann á og engin leið að fá aðstoð. „Þá reyndi maður bara að rifja upp það sem Guð- mundur Thoroddsen hafði sagt manni,“ segir Karl þegar hann rennir huganum yfir starf sitt í aumustu fátækrahverf- um Lundúna. — Nú er búið að jafna flest þessara hverfa við jörðu og fólkið hefur fengið betri húsakynni. * Sumarið 1943 flyzt Karl Strand á Frh. á bls. 32. FÁLKINN Y5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.