Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Qupperneq 12

Fálkinn - 20.04.1964, Qupperneq 12
Eiga læknar aS segja dauðvona sjúklingi frá því, að hverju fer? Hver er venja íslenzkra lækna í þessum efnum? Getur þaS haft áhrif á úrslit mála fyrir dómi, hvort læknar hafa sagt sjúklingi frá því, aS hann ætti , skammt eftir? Hvernig verSa Islendingar viS dauSa sínum? VerSur trúaS fólk betur viS dauSa sínum en ann- ^ aS fólk? Eru þeir, sem ákafast spyrja lækna um þaS, hvort þeir séu meS illkynjaSan sjúkdóm, bezt hæfir til aS öSlast vitneskjuna? Eftir hverju er sjúklingurinn raunverulega aS leita, þegar hann spyr slíkra spurninga? Getur þaS veriS hættulegt, aS læknir segi sjúklingi frá því, aS líf hans sé í mikilli hættu? RÆTT UIVI RITSTJ.: Svo við byrjum þá á byrjuninni, þá langar mig til að spyrja ykkur læknana fyrst að því, hvort í íslenzkum lögum, eða í Codex Edicus læknanna, séu einhver fyrirmæli um það, að íslenzkum læknum sé annað hvort óheimilt eða skylt, að segja dauðvona sjúklingi frá þvi, að hverju fer. DR. BJARNI: Ekki er mér kunnugt um að svo sé. Er þér kunnugt um það, Snorri? SNORRI: Nei, ekki minnist ég þess heldur. SIGURÐUR: Mætti ég skjóta því hér inn í, að mig minnir að ég hafi heyrt eða lesið að í Codex Edicus þeirra í Bandaríkjunum séu ákvæði um þetta, á þá leið að læknirinn eigi að segja „ekki of lítið og ekki of mikið“, sem sé að fara einhvern milliveg. DR. BJARNI: Ég held að það séu bara almenn sannindi. RITSTJ.: En hver haldið þið að meginreglan sé hjá íslenzkum læknum í þessu efni? Þið segið mönnum náttúrlega ekki, nema þeir spyrji, er það? SNORRI: Þeir spyrja afar sjaldan. Það er yfirleitt þegjandi samkomulag milli læknis og sjúklings að tala sem allra minnst um dauðann. Og ég hefði haldið að það væri undantekning, ef maður segði sjúklingnum beint út um þetta atriði. DR. BJARNI: Ég hefði haidið, að það þyrfti ákaflega sjaldan að segja þeim það. Ég held að þeir viti það raunverulega, að hverju fer. DR. BJARNI JÓNSSON. PÁLL S. PÁLSSON. SIGURÐUR ÓLASON.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.