Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Síða 22

Fálkinn - 20.04.1964, Síða 22
SJÁLFSÆVISAGA & hams var glæsileg ung kona, þrjátíu og þriggja ára gömul, lagleg og elskuleg og okkur kom vel saman frá því fyrsta. Undir borðum sagði hún við mig: „Ég hef heyrt að þér og faðir yðar munuð bráðlega koma til Teheran, ungfrú Esfandiary. Hvernig litist yður á að dvelja með mér í París nokkra daga áður? Síðan gætum við fylgzt að til Teheran?“ Ég þáði boðið án þess að hugsa mig lengi um. Hefðu ekki flestar stúlkur í minni stöðu gert hið sama? í París dvöldum við á Hótel Criilon. Fyrstu dögunum eydd- um við í stóru tízkuhúsunum og fórum oft í leikhús á kvöld- in. Samræður okkar snerust eingöngu um föt og hunda, því að Shams var ástríðufullur hundavinur. Margir hafa látið þá skoðun í Ijósi, að hún eisk- aði hundana sína meira en börnin sín. Þannig leið ein vika og Shams prinsessa hafði enn ekki komist að erindinu. Þegar ég lit um öxl og hugsa um málið held ég að hún hafi ekki vitað almennilega, hvernig hún ætti að haga orðum sínum í þessu efni. Morgun einn, sem við geng- um eftir Rue de Rivoli, hóf hún loks að tala um bróður sinn. Hún sagði mér, hvað hann væri einmana og hversu mjög hann þráði hamingju í hjóna- bandi með góðri konu. Síðan bætti hún við, helzt til kæru- leysislega: „Auðvitað væri það dásam- legt, ef einhver ung stúlka eins og þér væruð fús að deila kjör- um með Mohammed Reza.“ Ef til vill hefði ég átt að fá hjartslátt þá. En ég fann ekki fyrir neinu. Enn virtist mér þetta svo ótrúlegt, að ég — af öllum stúlkunum — skyldi valin til að verða keisaradrottn- ing írans. í stað þess að svara fór ég að hlæja. Mér virtist það eina leiðin vegna þess að ég kærði mig ekki um að segja neitt strax, sem gæfi til kynna hrifn- ingu eða andúð. Það uppeldi sem ég hafði fengið gerði mér ókleift að lofa einhverju sem ég vissi ekki hvað var — jafn- vel þótt Persakeisari væri hins vegar. Shams prinsessa tók undir hláturinn. Henni var sýnilega léttara að hafa loks fitjað upp á þessu. Og fljótlega kom í ljós að hún hafði eigi síður í huga hagsmuni sína, er hún lék hlutverk sem „þjónn ástarinn- ar.“ „Mér þykir innilega vænt um yður, Soraya,“ sagði hún. „Ef þér giftist bróður mínum, lang- ar mig af öllu hjarta til að verða nánasti vinur yðar. Ég skal segja yður að meðan Fawzia var keisaraynja var ég mjög óhamingjusöm við hirð- ina.“ „Hvernig stóð á því?“ spurði ég kurteislega. „Fawzia tók Ashraff systur mína fram yfir mig. Þær tvær voru óaðskiljanlegar. Það var Ashraff sem að lokum bar 22 ábyrgðina á skilnaði þeirra. Ég verð að vara yður við systur minni. Hún er metorðagjörn og svífst einskis.“ Mr etta var ósamlyndi á milli systranna. Ég mun síðar vikja að ástæðunum fyrir þeirri andúð. Mér var frá upphafi ljóst, að aðalástæðan fyrir því að Shams vildi að ég yrði keisaraynja, var sú, að hún þóttist viss um að geta þá auk- ið eigináhrif innan hirðarinn- ar. Hún vonaði að ef hún yrði til að kynna mig keisaranum og ef hún yrði nánasti vinur minn, tækist henni að draga úr völdum Ashraff. En þegar hér var komið sögu vissi ég fátt eitt um hirðlífið í Teheran og það sem fór fram að tjaldabaki. í skólanum hafði ég aðeins lesið undan og ofan af sögu Persiu. Auðvitað hafði ég séð einstaka myndir af keisaranum, en um aðra með- limi fjölskyldu hans vissi ég ekkert, þar sem margir ætt- ingjar hans höfðu farið í útlegð til Suður-Afríku. Ég vissi ekki hvað hann átti marga bræður og systur, né heldur hvað þau hétu. Shams sýndi mér nú myndir af ættingjum hennar og hinum háttsettari embættismönnum við hirðina í Teheran. Hún lýsti fyrir mér hverjum og einum og sá um, að ég myndi nöfnin vel. Ég fékk að vita hver væri óvinur og hverjum skyldi sýna mikla varkárni. * París skildi ég einnig, hvað baktjaldamakk innan hirðar þýðir og ég sá tvö dæmi þessa. Hið fyrra snerti eigin- mann prinsessunnar, sem var geðfelldur og gáfaður maður, sem kominn var af þekktu tónlistarfólki. „Þegar ég varð ástfangin af honum, ætlaði bróðir minn að koma í veg fyrir giftingu okk- ar,“ sagði Shams mér. „Eins og þér vitið eru tónlistarmenn ekki sérlega hátt skrifaðir í Persíu. Loks strukum við saman til Kairo, þar sem við vorum gefin saman með leynd.“ Árum saman urðu hjónin að lifa saman í útlegð. Það var ekki fyrr en næst elzta barn þeirra fæddist, að keisarinn skrifaði systur sinni: „Ég hef ákveðið að veita sam- þykki mitt til að þið fáið að snúa aftur til Teheran, þó með því skilyrði, að eiginmaður yðar taki upp nýtt nafn.“ Maður hennar tók þá nafnið Merdad Pahlbod og upp frá því var honum bannað að hafa nokkur afskipti við fjölskyldu sína. Hann var þvingaður til að Ijúga um uppruna sinn, þó að það væri að sjálfsögðu opin- bert leyndarmál við hirðina. Hitt dæmið gerðist fyrir aug- um mér. Um þessar mundir bjó Fatima prinsessa, yngri hálfsystir keisarans á Hotel Crillon. í aprílmánuði þetta ár hafði hún gifzt í París Ame- ríkumanni að nafni Vincent Hillyer — gegn vilja keisarans. Við fórum oft út með Hilly- ershjónunum. Vincent var ljós- hærður ungur maður, og mér þótti ekki sérlega mikið til hans koma. Hann talaði mikið um að hann væri að skrifa bók, en engin bók hefur komið eftir hann. Hvorki hann né kona hans vissu nokkuð um fyrirætlanir Shams. Ég var aðeins kynnt fyrir þeim sem ungfrú Esfan- diary og þau litu aðeins á mig sem unga persneska stúlku við nám í París. Hr. Hillyer hafði stofnað til vináttu í Harward háskólan- um með Mahmud Reza, yngra bróður keisarans, Mahmud hafði gert honum heimboð til Persíu og það var þá, sem hann hitti keisarann og Fatima í fyrsta sinn. Síðar hitti hann prinsessuna aftur í Róm og tókust ástir með þeim. Keisarinn leit á þennan mág sinn frá Kaliforníu sem mjög óviðeigandi meðlim í fjölskyld- una, og bannaði ungu hjónun- um að koma til Persíu. En Shams sem hafði ekki gleymt hinum mörgu erfiðu árum sín- um fékk samúð með þeim. Hún sagði þeim hvaða hlut forlögin ætluðu mér og bætti við: „Ég skal reyna að hjálpa ykkur. Þegar keisarinn er sjálf- ur hamingjusamlega kvæntur, verður auðveldara fyrir mig að fá hann til að sættast við ykk- ur.“ Upp frá þessu komu hjónin fram við mig eins og örlög þeirra lægju í höndum mínum. Þetta kom mér óþægilega á óvart og ég vissi ekki, hvernig átti að skilja framkomu þeirra. Eftir allt, sem Shams hafði sagt mér, virtist mér hirðlífið í Teheran mundi vera allflókið og erfitt. Og þar að auki gat ég ekki gleymt að fjölskylda mín hafði aðeins fáum árum áður átt í sárum og bitrum deilum við Pahleviættina. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.