Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Síða 32

Fálkinn - 20.04.1964, Síða 32
— bér verðið sjálfur að finna sætið yðar herra minn. Myndin er bönnuð innan 14 ára! — En við höfum þegar gert góðverk í dag! HVAÐ GERIST I NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkið (21. marz—20. avrílJ. Svo sem áður brýnum við fyrir yður varkárni hvað viðkemur fjármálin ok það ættuð þér að taka alvarlega. Hvað við kemur einkalífið verð- ur bessi vika mjög þægileg og fmmtudagurinn verður óvæntur á ýmsan hátt. Nautsmerlciö (21. avríl—21. maí). Þessi vika verður enn rólegri heldur en sú fyrri og það getur komið svo að yður finnist m.iög leiðinlegt. Þér skuluð samt ekki láta þetta á yður fá því það er skemmtilegir tímar framundan. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Þér getið nú andað rólegar og horft b.iörtum augum fram til þessarar viku. sem verður hin þægilegasta. Þér ættuð þó að fara rólega í viku- lokin og vera heldur heima við en vera á stjái úti við. Krabbamerkiö (22. iúní—22. júlí). Þér verðið að fylgjast vel með þvi sem er að gerast á vinnustað um þessar mundir þvi ella kann svo að fara að Þér verðið fyrir talsverðum óþægindum og erfiðleikum. LjónsmerkiÖ (23. júlí—23. áaúst). Það er hætt við að þessi vika verði ekki eins skemmtileg og sú hin síðasta. Svo sem í fyrri viku verðið bér að gæta sérstakrar varkárni svo ékki fari illa fyrir yður og þér ættuð að vera einkar tortrvgginn. JómfrúarmerkiÖ (2h. áaúst—23. sevt.). Þessi vika verður jafn róleg og hin fyrri var skemmtileg. Þér skuluð leggja allt kann á að tryggja þau sambönd sem hófust í fyrri viku og ef það tekst getið þér verið rólegir. VoaarskálamerkiÖ (2h. sevt.—23. okt.). I síðustu viku var það vinnustaðurinn, sem þér áttuð að helga yður. Nú skuluð bér í þessari viku snúa yður að heimilinu og reyna að koma lagi á það sem aflaga hefur farið að undanförnu. Þriðjudagurinn kann að reynast yður erfiður. Svorödrekamerkiö (21,- okt.—22. nóv.). Þér skuluð ekki ráðast í neinar stórframkvæmd- ir i þessari viku því afstöðurnar eru ekki neitt sérlega heppilegar fyrir yður um þessar mundir. Þér ættuð þess vegna að taka lífinu með ró. Boaamannsmerkiö (23. növ.—21. des ). Þessi vika verður miög skemmtileg fyrir þá, sem fæddir eru i nóvember og hún verður einnig notaleg fyrir hina. Þeir sem geta komið því við ættu að fara i smá ferðalag um helgina. Steinaeitarmerkiö (22. des.—20. janúar). Svo sem áður eru það fjármálin sem miklu varða í þessari viku og þér ættuð að reyna að koma einhverju lagi á þau. Mánudagur og mið- vikudagur verða heppilegir til þessa. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Það fyrirtæki, sem þér hafið verið að undirbúa að undanförnu mun fara að bera ríkulegan ávöxt um þessar mundir. Þér ættuð að gæta fengins fjár en ekki að eyða því í vitleysu. FiskamerkiÖ (19. febrúar—20. marz). Ef þér hafið haldið rétt á spilunum i vikunni sem leið þá munuð þér nú fara að sjá ávöxt af þeirri útsjónarsemi yðar. Annars verður þessi vika róleg og þér ættuð að vera sem mest heima. © © 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.