Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 42
jvo sem verið trúr svona apa- ketti? Ég bara spyr!“ „Enginn,“ sagði ég, því konan ætlaðist greinilega til þess að ég segði enginn og getur nokk- ur láð mér það? í mínum bissnes sem öðrum heíur viðskiptavinurinn ætíð á réttu að standa. „Jæja, góða,“ sagði konan og reis á fætur. „Það á víst aldrei pð þakka fyrir spádóm, svo ég ætla ekki að gera það heldur. En hérna hefurðu hundrað kallinn og þú getur reitt þig á því að ég skal mæla með þér sem spákonu við allar mín- ar vinkonur og ég á þær marg- ar.“ „Takk fyrir,“ sagði ég. „Og svo ætla ég að fara og taka í lurginn á henni Mæju.“ Konan varð hörkuleg á svip. „Ég skal kenna henni að tala illa um mig.“ Ég fölnaði. Hvern fjárann hafði ég rótað mér í núna? Þetta sagði elsku maðurinn minn alltaf, ég var svo vitlaus að það var aldrei hægt að finna það út upp á hverju ég myndi taka. „Það eru hæg heimantökin," hvæsti konan. „Það vill svo til að hún býr á neðstu hæðinni Skyndilega virtist henni koma eitthvað til hugar og hún varð tortryggin á svip. „Kannski þú hafir þetta allt frá henni Mæju og hún hafi sagt þér allt um mig?“ spurði hún. „Nei, nei, hvernig dettur þér þetta í hug!“ sagði ég hneyksl- uð. „Ég hef aldrei talað við hana Mæju nema góðan daginn og álíka. Hún hefur hvorki sagt mér eitt né neitt.“ „Nei, ég veit það góða,“ sagði rangeygða konan. „Spádóms- gáfan er guðs gjöf. Þér hefur verið mikið gefið af Guði.“ Svo fór hún og skiidi mig eftir þarna skjálfandi á bein- unum af skelfingu og ógn yfir því glappaskoti, sem ég hafði nú framið. Svona fer alltaf fyrir mér! Og það einmitt þf-gar bisniss- inn var orðinn svona góður og ég var farinn að sjá fram á aðra íbúð eftir tvö ár eða svo. Það yrði sennilega bezt að reyna að flytja strax. Æ, þvi hafði ég ekki haft vit á að halda mínum stóra tranti lokuðum og þegja? En hvernig á jafn ófélags- lynd manneskja og ég að vita hver heimsækir hvern í þessu húsi. Ég hef aldrei haft gaman af að liggja í gluggunum og fylgj- ast með því hver kæmi til hvers. 42 Ég hef aldrei verið svo þrifin, að ég þyrfti að henda rusli um nætur, ef einhver yfirgaf heim- ili einhvers og gekk framhjá dyrunum hjá mér. Ég bý líka á efstu hæðinni og það hefði verið til lítils. Eftir smástund heyrði ég hvert reiðiöskrið á fætur öðru skræki og vein. Guð minn góður voru þær að myrða hvor aðra? Ég læddist fram að gang- hurðinni, lagði eyrað við skráargatið og hlustaði. Svo opnaði ég, laumaðist fram og kíkti. „Það er ekki satt, það er ekki satt,“ öskraði Mæja og beit ákaft í hnúa annarrar handar. „O, víst er það satt o, víst er það satt,“ hvæsti rangeygða konan. „Þú getur ekki sannað það!“ þrumaði Mæja. „Ég get það! Ég get sannað það,“ sagði konan með exemið. „Víst get ég sannað það. Held- urðu að ég væri svo heimsk að ségja annað eins og það að hann Gummi héldi framhjá þér, ef ég gæti ekki sannað það? Ha góða? Ég sá það með mínum eigin augum. „Sástu það sjálf?“ stundi Mæja. „Og hvar?“ „Ég skal kenna þér að tala illa um mig,“ öskraði konan yfir alla blokkina. „Hann var að kyssa hana við Hótel Borg.“ „Sáu það margir?“ „Þó nokkrir. Þetta var rétt eftir lokun.“ „Almáttugur!" veinaði Mæja og lamdi með krepptum hnef- anum á ennið á sér. Ég lagði varlega dyrnar aftur, Það var mér mikill léttir, að ég skyldi hvergi koma þarna nærri. Þær máttu rífast endalaust mín vegna um framhjáhald og illmælgi, ef það kæmi aðeins hvergi fram að það væri ég, sem hafði sagt rangeygðu kon- unni með exemið frá því að Mæja talaði illa um hana. Því hvar hefði ég svo sem átt að frétta það? Ég, sem ekki umgekkst neinn í húsinu. Ég labbaði inn í stofu og hellti kaffi í bollann minn. Það var víst kominn tími til að ég færi að spá fyrir sjálfri mér. Annars myndi ég bara lenda í enn verri klípu næst. Ég yrði blátt áfram að læra að hafa taumhald á tungu minni þó það reyndist erfitt að vinna jafnframt fyrir sér sem spákona. Þegar ég væri flutt í nýju íbúðina ætlaði ég að hætta öll- um svikum eins og maðurinn, sem bruggaði í kjallaranum. Nema mig færi að langa í bíl. Það væri skemmtilegt að geta skroppið upp í sveit um helgar og aldrei kom bíllinn frá stjörnunni skæru, sem Eiríkur hafði beðið svo vel og fallega. Kannski ég héldi áfram að spá og hætti ekki neitt. Von- andi slyppi ég hér eftir sem hingað til. Framhald í næsta blaði. Gumul kona Framhald af bls. 17. þessa spillingu. Ekki hef ég séð hana. En þetta er ósköp myndarlegt fólk, unga fólkið nú á dögum. Hún Sesselja var að lesa í bók, þegar okkur bar að garði. Það var nær tvö hundruð ára Vídalínspostilla. Það vakti at- hygli okkar, hvað þessi bók, sem hefur — ja Guð má vita hvað oft — verið lesin spjald- anna á milli, var vel með farin. Hvergi var rifið blað, að mað- ur nú ekki tali um það, að hvergi vantaði í. Og hún Sess- elja las gleraugnalaust. — Hefurðu virkilega aldrei þurft að nota gleraugu? — Nei, ekki enn þá. Ég fór núna til tveggja augnlækna og þeir létu mig prófa gleraugu, en sögðu mér svo, að ég hefði ekkert við þau að gera. — Biðjið þið hana um að lesa fyrir ykkur, skaut Henry inn í. Og gamla (?) konan las fyrir okkur, reiprennandi, þrumuræðu Jóns Vídalíns. — Ég er nú að hugsa um að láta þessa bók. Það er ein ágætis kona hérna í borginni, sem hefur falað hana af mér, og ég ætla að láta hana hafa bókina, því að ég veit að þar verður hún vel geymd og varð- veitt. Ég ætla ekki að setja neitt verð upp, en ég er búin að segja henni, að hún skuli verðleggja bókina sjálf og láta svo andvirðið renna til Hall- grímskirkju. m.b. FÁLKINN FLÝGUR ' * IIT — Ljóst hár á jakkanum mínum. Það getur ekki verið því hún er rauðhærð! — Ég veit þetta er heimsku- legt, en ég þoli ekki að horfa í augun á þeim á meðan. — Ég veit það Siggi að þér er illa við að ég skuli hringja í þig í vinnuna en,.. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.