Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 8
galla gripur lét hún bæta þess- ari grein inn í hjónabandssam- komulag sitt. Skömmu eftir giftinguna var hún á ferðalagi í Evrópu og kynntist þá sendiráðsstarfs- manni að nafni Leland Rosen- berg. Því næst skýrði hún prins- inum bréflega frá því, að hún væri skilin við hann og ætlaði að giftast hr. Rosenberg. Síðar komu þau bæði oft til Teheran og fengu að koma til hirðarinn- ar. Allir þessir bræður og syst- ur, mágar og mágkonur, fyrr- verandi eiginmenn og fyrrver- andi eiginkonur voru vitanlega stundum sátt hvert við annað og stundum ekki. Þau tóku einnig mjög breytilega afstöðu gagnvart mér. Því reyndist mér oft erfitt að vita hvernig ég átti að koma fram gagnvart þeim. Ég taldi hyggilegast að halda mig í nokkurri fjarlægð og það var oft rangtúlkað af ýmsum. Mér féll bezt viS Shanaz prinsessu, hina ellefu ára gömlu dóttur keisarans. Hann hafði Hjónin áttu son og dóttur, sem síðar dó. Það varð alvarlegt á- fall fyrir Golam, því að hann unni börnum sínum framar öllu. itlu síðar slitu þau sam- vistum. Golam var breyttur maður og gerði líf konu sinnar að sannkölluðu víti. Að lokum gafst hún upp. Eftir skilnaðinn giftist hún arkitekt að nafni Ebte Hadj. En þar sem Homa var náin vinkona Ashraff hélt hún áfram að koma til hirðar- innar með nýja eiginmannin- um. Mér gazt einkar vel að henni og hún kom oft að heim- sækja mig. Síðar giftist Golam ungri persneskri stúlku. Næstur á listanum var Ab- dul Reza prins. Hann hafði num- ið hagfræði í Bandaríkjunum og ef undan er skilinn keisar- inn var hann gáfaðastur bræðr- anna. Hann giftist fráskildri konu, Parissima Sand, sem var sendiherradóttir. Parissima var sögð vera ein fegursta kona landsins. Og hjónabandið var mjög ham- ingjusamt. Abdul Reza er sá eini af Pahlevi ættinni, sem að- eins hefur verið giftur einu sinni og mjög hamingjusamlega. Parissima er framúrskarandi vel gefin kona og hefur haldið tryggð við mig til þessa dags. Yngstu bræður keisarans voru ekki eins viðfelldnir. Þeir voru Achmed Reza, Mahmed Reza — glæsimenni fjölskyld- unnar — og Hamid Reza. Þrátt fyrir að þeir voru aliir mjög ungir að árum, höfðu þeir aliir skilið víð konur sínar. En hvað Hamid snertir hafði það raun- verulega verið kona hans, sem skildi við hann. Það var alveg nýtt í íran. Samkvæmt ævagömlum mú- hameðskum sið var það aðeins karlmaðurinn sem gat skilið. Hann þurfti ekki annað en segja við konu sína: „Farðu.“ og skilnaðurinn var löglegur. En siðustu árin hafa persnesk- ar brúðir — samkvæmt gifting- arsáttmála sínum — fengið jafnan rétt sjálfar. Mossadeqs var meðal hinna fyrstu persnesku kvenna, sem notfærði sér skilnaðarréttinn. Þar sem her.ni var fyrir gifting- una kunnugt um, að Hamid var sent hana í heimavistarskóla í j Sviss, en þetta sumar hafði; hann sent eftir henni til Sada- bad. Það var bersýnilegt að veslings barnið hafði algerlega farið á mis við ást og umhyggju foreldra sinna. Þetta sumar sá j hún föður sinn í fyrsta skipti á fimm árum. Við gáfum Shanaz lítið hús í garðinum í Sadabad. Hún hafði búið þar áður sem lítil telpa og ég lagði mikið á mig svo að hún finndi að hún væri velkomin og þetta væri nú heimili hennar. 3 E ftir því sem leið a sumar- ið varð keisarinn önnum kafinn þar eð erfið stjórnmálakreppa var á næstu grösum. Þjóðnýt- 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.