Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 9
íng olíulindanna hafði vakið gremju á vesturlöndum og fjöl- margir sendiboðar frá Evrópu og Ameríku — meðal þeirra var herra Averill Harrimann — komu til Sadabad til að freista þess að komast að einhverju samkomulagi við keisarann. Meðan þessu fór fram var ég mjög önnum kafin að skipu- leggja alls konar líknarstörf fyrir landsbyggðina. Ég óskaði að láta byggja mörg barnaheim- ili og sömuleiðis berklahæli á þeim stöðum, þar sem þörfin var allra brýnust. Einn af hjálp- armönnum mínum var dr. Mossadeq, sonur forsætisráð- herrans. En þrátt fyrir þetta tókst mér ekki að fá ríkið til að leggja fram fé eða kosta þessi fyrirtæki mín. Allar tilraunir mínar voru að engu gerðar af fólki við hirðina, sem var mér fjandsamlegt. Þeirra valdamestur var hinn sextíu og fimm ára gamli hirð- ráðherra, Hussein Ala. Hann var trúr keisaranum og var allt- af gerður að forsætisráðherra, þegar enginn annar þótti koma til greina í embættið. Hvað snertir skapgerð hans þá var almælt í Persíu að skoðanir hans færu algerlega eftir því við hvern hann talaði hverju sinni. Einkum og sér í lagi varð Ala fyrir áhrifum af eiginkonu sinni og þó að hún þekkti mig ekki vitund, var hún óvinur minn frá fyrstu stund. Ala hjón- in höfðu verið sannfærð um, að keisarinn myndi kvænast dóttur þeirra og frú Ala gat aldrei losnað við beizkjuna. Hún var ekki viðstödd brúð- kaup mitt né heldur birtist hún nokkru sinni við hirðina. Hún var eina eiginkona háttsetts embættismanns, sem aldrei kom í formlega heimsókn til mín. Augliti til auglitis við mig varð hún auðvitað að sýna mér virðingu, en ég vissi, að um leið og hún sneri við mér baki hóf hún að breiða út hinn mesta ó- hróður um mig. Hún hefði get- að beitt áhrifum sínum til að ég fengi þá peninga til líknar- starfa, sem ég þarfnaðist. En í stað þess eyðilagði hún öll á- form mín. Annar rógberi, sem gerði líf mitt erfitt frá upphafi var mað- ur frá Vestur-Sviss, að nafni Ernest Peron, dularíyllsta mannpersóna, sem ég hef nokkru sinni hitt við hirðina í Teheran. Margir nefndu hann „hinn persneska Rasputin" og þótt það væru vissulega ýkjur, þá lék hann sannarlega ein- kennilegt hlutverk í lífi og um- hverfi keisarans. ■ A ftir því sem ég komst næst hafði hann upprunalega verið garðyrkjumaður eða ef til vill þjónn á Rosay College. Þegar Mohammed Reza hafði lokið námi sínu þar lét hann þennan mann koma með sér heim til Teheran. Gamli keisarinn var mjög strangur og þoldi ekki nokkra útlendinga við hirð sína, en hann gerði undantekn- ingu.hvað þennan mann snerti. Peron hvarf ekki heim til sín aftur. Hann gegndi engri opin- berri stöðu, en lifði við hirðina sem persónulegur vinur keis- arans. Þrátt fyrir að hann var af lágum stigum var hann sagð- ur vera nánasti ráðgjafi keis- arans. Hann heimsótti hann á hverjum morgni í svefnher- bergi hans til viðræðna. Enginn gat nokkurn tíma kveðið á um, hvað það var sem hann gerði. Eins og margir sjálfmenntaðir menn lézt hann vera skáld og heimspekingur. Jafnframt því var hann ein- hvers konar milligöngumaður brezkur og amerísku sendiherr- anna og keisarans. Skömmu eftir komu mína til Teheran varð hann fyrir mjög svo leynd- ardómsfullu slysi og varð að taka af honum annan fótinn. Margir héldu því fram, að hon- um hefði verið gefið eitur. Þegar ég var orðin keisara- ynja reyndi Peron að blanda sér í einkamál mín. Hann kom oft að vitja mín í herbergi mínu og færði þá talið inn á mjög undarlegar brautir og var oft beinlínis dónalegur. Kvöld eitt þegar hann hóf þannig að spyrja mig spjörunum úr um hjónaband mitt, missti ég stjórn á skapi mínu og sagði: „Gerðu svo vel að minnast þess, herra Peron, við hverja þér eruð að tala. Það er blátt á- fram ósvífni að spyrja slíkra spurninga." Hann móðgaðist og hvarf á braut. Upp frá því lét hann aldrei tækifæri ónotað til að breiða út alls konar þvætting um mig. Hann atti einnig systr- um keisarans saman. Annan daginn gaf hann í skyn óhróð- ur um Shams og hinn næsta um Ashraff. Það var aldrei unnt að vera viss um, hverjum hann væri eiginlega hliðhollur, því að hann var fjandanum falsk- ari og sleipur sem áll. Peron lézt á siðasta ári og hann tók leyndarmál sín með sér í gröfina. Það er einkenn- andi fyrir hirðina í Teheran, að ekki einu sinni mér tókst — meðan ég var keisaraynja — að skilja hvernig sambandi hans og keisarans var í raun og veru háttað. w? M-Jina manneskjan, sem ég treysti, síðan Furoug Safar hafði verið meinaður aðgangur að hirðinni, var doktor Ayadi. Þar sem ég hafði engan veginn jafnað mig af eftirköstum sjúk- dómsins, kom hann daglega að vitja mín í Sadabad. Og þá gerðist það, að einn morgun kom hann ekki og ég heyrði ekkert frá honum. Ég varð á- hyggjufull og ég spurði keisar- ann, hvað hefði komið fyrir hann. Mohammed Reza yppti öxlum og sagði rólega: „Mér þykir leitt að þurfa að segja að við verðum hér eftir að vera án doktor Ayadi.“ Ég starði áhann furðu lostin og hann bætti við: „Doktor Ayadi er af Baha- ættinni. Móðir hans var ein af stjórnendum þess flokks. Vegna öryggis hans sjálfs er hyggileg- ast að hann komi ekki til hirð- arinnar, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Raunin var sú að Mullah Kashani ,æðsti prestur írans hafði nýlega hafið aðra baráttu gegn Baha trúflokknum. Hundr- uð fólks höfðu verið myrt og hús þeirra brennd til grunna. Flokkur þessi var stofnaður 1863 af Mirza Hassan Ali. Þeir byggðu kenningu sína á bókum spámannsins Ali, og þeir kenndu að andlegt samband tengdi saman öll helztu trúar- brögð heims. í augum ortodox presta var þetta hrein villutrú. Þeir óttuðust að glata áhrifum sínum, ef fólk kynntist þessum kenningum. Þess vegna hvöttu þeir fólk alltaf af og til að ráð- ast á Baha flokkinn og þetta leiddi til hryllilegra blóðsút- hellinga. „Auðvitað harma ég þessar ofsóknir,“ sagði keisarinn, „en í trúarlegum málum erum við valdalaus. Við verðum að bíða unz óveðrið er um garð gengið. Það var mér harla lítil hugg- un. Mér fannst að án hjálpar og uppörvunar dr. Ayadi yrði líf- ið við hii'ðina mér óbærilegt. Keisarinn réði í hans stað aðra lækna.en ég kærði mig ekki um að þeir vitjuðu mín nema brýna nauðsyn bæri til. Og heilsa mín vetsnaði að sama skapi. En í ágúst fékk keisarinn bráða botnlangabólgu og var skorinn upp tafarlaust. Ég sat við sjúkrabeð hans nótt og dag,en jafnskjótt og hann hafði náð sér kröfðust læknar mínir þess, að ég færi til Sviss til hvíldar og hressingar. Og þar sem Shanaz átti að koma aftur í skóla sinn þar um þessar mundir, ákvað ég að fara með henni. Hinn 27. sept- ember flugum við saman til Genf og þaðan ókum við , sendi- ráðsbifreið til Gastaad. Fáein- um klukkustundum síðar kom ég til Zurich, þar sem móðir mín beið mín. Við féllumst í faðma og ég heid að í eitt af ör- fáum skiptum á ævinni hafi ég brostið í grát. Hún vissi ekki um neitt, sem gerzt hafði síðan ég gifti mig. Ég hafði aðeins skrifað henni yfirborðsleg bréf um daginn og veginn, þar sem ég þóttist viss um, að fylgzt væri með bréfum í Teberan. Og loksins nú gat ég sagt henni frá öllum erfiðleikum mínum og móðir mín hlýddi á mig með undrun. Hún hafði einnig ímyndað sér líf keisara- ynju írans allt öðruvísi. Hún gaf mér hugrekki til að mæta framtíðinni og eftir þriggja vikna dvöl í hinu tæra fjalla- lofti Sviss endurnærði ég mig vel. Sem betur fór hafði ég enga hugmynd um, að það, sem ég hafði hingað til reynt voru hreinustu smámunir og að erf- iðustu raunir mínar biðu mín enn í framtíðinni. V. Kap Fali Mossade 1» egar ég sneri heim frá Sviss í október 1951 varð ég vör breytingar í andrúmsloft- inu í Teheran.Við vorum nú að komast að hápunkti sögulegs sorgarleiks,sem veitti okkur engan tíma aflögu til að hafa áhyggjur af okkar einkamálum, og sá dagur var ekki langt und- an að við gengum ekki til svefns nema með hlaðnar byssur við hlið okkar. Eins og allir Persar höfðum við fagnað þjóðnýtingu olíu- lindanna. Við vorum himinlif- andi að losna nú við hina er- lendu auðhringa, sem höfðu í hálfa öld nytjað olíulindir okk- ar og hirt arðinn af náttúru- lindum okkar. En þrátt fyrir það gerðum við okkur ljóst, að okkur vantaði ekki aðeins tæknifræðinga til að hreinsa olíuna og nægilega stór olíu- Framh. á bls. 40, FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.