Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 42
Ghavan gerði þá alvarlegu skyssu að lýsa yfir andstöðu sinni við þjóðnýtingu olíunnar og eftir aðeins fáa daga varð hann einnig að segja af sér. Þingið kaus nú Mossadeq á ný og veitti honum öll þau völd, sem hann för fram á. í þessari sömu viku brauzt fram uppreisnin í Kairó. Farouk konungur beið ósigur fyrir Naguib og varð að flýja land. Sá atburður hafði sannarlega sín áhrif í íran og Páfuglskóró- an var nú meira í sviðsljósi heimsins en nokkru sinni fyrr. Hinn 3. ágúst lagði dr. Mossa- deq fram úrslitakosti: Annað hvort varð ekkju- drottningin og Ashraff prin- sessa að hverfa úr landi innan tuttugu og fjögurra klukku- stunda eða hann mundi láta taka þær fastar fyrir „sviksam- legan rógburð.“ Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi sjálfur trúað stað- hæfingum sínum. Hann óskaði þess eins að hefna fyrri ófara með því að auðmýkja Pahlevis ættina. Og þar sem keisarinn gat á engan hátt liðsinnt ætt- ingjum sínum tóku þær í skyndi saman föggur sínar. Ekkjufrúin fór ásamt Shams prinsessu flugleiðis til Kali- forníu. Þó að Shams hefði ekki verið rekin í útlegð gat hún ekki hugsað til þess að skilja við móður sína þegar svona stóð á. Hún tók á leigu hús í Beverly Hills og þar settist hún að ásamt móðurinni, eigin- manni sínum og börnum. Ash- raff prinsessa fór fljúgandi til Parísar. Framhald i næsta blaði. j ★ - í*u ert álitinn mjög hættu- legur hérna elskan. Það leituðu nú bara fjórir á mér, áður en ég fékk að fara hér inn! — Ætli hann tari nú ekki í kaf aftur, úr því við erum búin að gefa honum að éta! — Því miður! Öll herbergin eru upptekin! — Ég hef t'engið kvartanir yfir að þú setjir of fljótt af stað og hemlir of snöggt! 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.