Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 14
við Mrs. Piper og Sir Oliver Lodge rannsakaði og frægt er. Hún hafði hæfileika til þess að segja ýmsa hluti, sem hún átti alls ekki að geta vitað um. Hún gerði þetta nokkuð lengi, í mörg ár. Þessar upplýs- ingar hennar voru aldrei sett- ar inn i líkindareikning, en ef það hefði verið gert, er lítill vafi á því, hver útkoman hefði orðið. En spurningin er þá þessi: Hvernig gat Mrs. Piper vitað það, sem hún vissi? Og þar erum við kannski komnir að kjarna málsins: Að finna skýringu á þeim fyrirbærum, sem mest áhrifagildi hafa haft og á ég þar fyrst og fremst við svonefndar endurminninga- sannanir spíritista. En einmitt það, að við viðurkennum, að fyrirbæri eins og hugsanaflutn- ingur eigi sér stað, gerir vanda- múl spíritista svo óendanlega miklu meiri, en þau voru áður. Þessar endurminningasannanir byggjast á því, að miðillinn segi eitthvað, sem talið er að sé frá framliðnum, en til þess að þetta sé einhver sönnun og ein- hver hafi einhverja ánægju af því að hlusta á þetta, þá þarf náttúrlega einhver að geta stað- fest, að það sem miðillinn seg- ir sé rétt. SVEINN: Það er nú oft ekki staðfest fyrr en löngu síðar. ÖRN: Nei, en það skiptir ekki máli. Þessar endurminninga- sannanir virðist hægt að skýra á grundvelli hugsanaflutnings og þá eru framliðnir menn ekki lengur nauðsynlegir. RITSTJ.: Við skulum taka dæmi: Ég fer á miðilsfund og miðillinn rifjar upp atvik, sem aðeins þrir menn vissu um og ég veit með vissu, að miðillinn hefur engar aðstæður til að vita um. Einn þessara manna er dá- inn, annar er búsettur erlend- is og ég væri þriðji maður. Væri þá hugsanlegt, að hugs- anaflutningur ætti sér stað milJi miðilsins og mannsins, sem búsettur væri erlendis? ÖRN: Já, eða þín og miðils- ins. Talið er, að þess konar hugsanaflutningur geti átt sér stað, en um það hvernig hann á sér stað, vitum við raunveru- lega ekkert. Við teljum okkur vita nokkrar staðreyndir, eins og það, að fjarlægðir skipti ekki máii. SIÍIURÐUR: Ég hefði gaman af að heyra ykkur ræða atvik, sem kom fyrir, ekki alls fyrir löngu. Sjö ára telpa s*“ndur við vask og er að þvo sér. Alit í 14 einu segir hún, að það sé að fyllast af vatni hjá hjónum, er bjuggu dálítið frá. Það voru um þrjú hundruð metrar milli húss hjónanna og hússins, sem barnið var í. Hún stekkur af stað og segist þurfa að aðvara þau. Þegar hún kemur til þeirra, eru þau í fasta svefni. Hún vekur þau og segir þeim, að húsið hjá þeim sé að fyllast af vatni. En þau sanna henni, að svo sé ekki, það sé ekkert vatn í húsinu. Þau róa krakk- ann, gefa honum eitthvað og senda hann heim aftur. Síðan líður á annan tíma og þá hringja þau og biðja um hjálp. Lækur, sem rann skammt frá húsinu,en þetta var gamall bær, hafði brotizt upp um eldhús- gólfið, og allt var að fyllast af vatni, eins og krakkinn hafði sagt. Nú hefði ég gaman af að vita, hvaða skýringu þið hafið á þessu. Þetta veit ég að er satt, því ég var vitni að þessum at- burði sjálfur. ÖRN: Prófessor Rhine og fleiri hafa rannsakað þessi mál, að fólk geti sagt fyrir óorðna hluti, og mig minnir, að niður- stöður þeirra séu lítillega já- kvæðar, þannig að svo virðist sem þetta fyrirbæri geti átt sér stað, en þessar tilraunir eru held ég of ófullkomnar, til þess að menn hafi þorað að leggja mikið upp úr þeim. SIGURÐUR: Mér finnst lika ólíklegt, að svona ungur krakki hafi getað ímyndað sér þetta. ARNÓR: Hafði hún ekki oft verið þarna hjá gömlu hjónun- um og þekkti allar aðstæður? SIGURÐUR: Jú, en enginn vissi til, að þetta hefði nokkru sinni komið fyrir áður. Og þá er lika einkennilegt, að hún skyldi aðeins orða þetta í þetta eina sinn. í líkindareikningi yrði það ábyggilega ákaflega há tala, sem út kæmi. RITSTJ.: Það er nú alþekkt fyrirbæri úr okkar fornu sög- um, að menn hafi sagt fyrir ó- orðna hluti. SVEINN: Mig langar til að segja ykkur hér eina sögu, ef ég má tefja tímann örlítið. Það er eldgömul trú, að menn geti séð ýmislegt fyrir í draumum, og geti einnig í svefni orðið fyrir undarlegum og merkileg- um fjarhrifum. Þetta var á fyrstu árunum, sem ég var prestur á Dvergasteini. Mig dreymdi, að ég væri staddur á brú í myrkri. Og ég skynja, að undir henni beljar fljót. Svo Framhald á bls. 37. Jón Magnússon úti fyrir húsi sínu í Ólafsvík. Það var um hádegisbil á laugardegi í Ólafsvík, matarhlé í frystihúsunum og ös í kaupfélaginu, vinna eftir hádegi og ball um kvöldið. Þarna á hlaðinu fyrir utan kaupfélagið hittum við grannvaxinn gamlan mann, lotinn í herðum og vinnuklæddan og hélt á nestisskjóðu. Þetta er náttúrlega maðurinn sem getur sagt okkur frá því hvernig umhorfs var hér í Ólafsvík í gamla daga, áður en June Munktel og Baader og Dagsbrún og Fiskveiðisjóður kom til sögunnar, hugsum við með okkur. og víkjum nú að manninum og tökum hann tali. Það kom í ljós að heyrnin var all mjög tekin að dofna, ég varð að brýna raustina og kalla upp í eyrað á honum og dugði varla til: — Geturðu ekki sagt mér eitthvað um gamla tímann? Hann hristi höfuðið þegar ég hafði endurtekið spurn- inguna nokkrum sinnum og Ólsarar stara á mig í forundran þar sem þeir komu hlaðnir sunnudagssteikinni úr kaup- félaginu. Svo áttaði hann sig: — Gamli tíminn? Það var vondur tími. Ég vil helzt ekki um hann tala. Þó sættist hann á að segja mér eitthvað frá þessum vonda tíma, bað mig að rölta með sér heim. — Ég á apparat heima og með því heyri ég betur. Svo rölti ég heim með honum og hann bauð mér í stáss- stofu, þar var teppi út í öll horn og mublurnar úr tekki og á hillu yfir dívaninum var löng röð af familíumyndum. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.