Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 30
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIIMHOLST Jeffries hafði orðið undir götuvaltara. Hann hafði orðið að klessu og leit nánast út eins og pönnukaka. Lögregluþjón- arnir á litlu hverfislögreglu- stöðinni áttu að tilkynna vesa- lings frú Jeffries, hvað fyrir hafði komið. — Það sérð þú um, Jerry, fyrirskipaði yfirlögregluþjónn- inn, Marshall. Jerry Barker var tunguliprastur lögreglu- þjónanna á stöðinni og því sá þeirra, sem mest traust var borið til, þegar mál eins og þessi bar að höndum. Jerry tók upp heyrnartólið og valdi númer Jeffries. — Frú Jeffries? Þetta er Barker lögregluþjónn. Hlustið nú á, frú Jeffries. Þér munuð eftir stóra vegavaltaranum á þjóðvegi númer 67? Já, einmitt, þessi sem er fimmtíu tonn, já, já. Maðurinn yðar varð undir honum í morgun. Meiddist Hann? Já hvort hann gerði! Hann valtaðist svo út, að það væri hægt að setja hann í bréfakassann yðar! Jerry lagði heyrnartólið ánægður á. Hann hafði komið fregninni um það, að Jeffrie væri skyndilega horfinn til hinna himnesku grasgarða, til skila á þann hátt, að ekki varð um villzt, og jafnframt hafði hann haldið hið óskrifaða boð- orð að nefna dauðann aldrei berum orðum við aðstandend- ur undir slíkum kringumstæð- um. En Marshall yfirlögreglu- þjónn var ekki fullkomlega ánægður. — Ef ég á að segja eins og er, fórstu fádæma klaufalega að þessu. — Jæja? Þá skaltu reyna sjálfur næst! Ef þú heldur að þú getir gert það betur. Og þetta ,,næst“ var einu ári síðar. Frú Jeffries hafði gifzt að nýju og það vildi hvorki betur né verr til en svo, að fáum mánuðum eftir brúðkaup- ið drukknaði maður hennar af slysförum í höfninni. Og aftur kom til kasta hverfislögreglunnar að færa vesalings konunni fréttina. — Á ég? Spurði Jerry. En Marshall yfirlögregluþjónn af- þakkaði. — í þetta skipti sé ég sjálfur um það. Þú kemur með svo þú lærir eitthvað um það, hvernig maður færir slíkar fréttir á kurteisan og nærgætinn hátt. Maður þarf að nálgast kjarna málsins af varfærni og alls ekki að gusa þessum voðafréttum út úr sér. Lögreglumennirnir tveir fóru af stað og hringdu dyrabjöll- unni hjá frú Jeffries, nú giftri Phillpotts. — Góðan daginn, frú Phill- potts, það er vegna mannsins yðar. Frú Phillpotts fórnaði ótta- ' I - w+'/isur&CCct, *x*x*x?bt##*WKX***A slegin höndum og bjóst við hinu versta. — Hjartaslag! hrópaði hún. Hann hefur dáið af hjartaslagi! Segið það bara! Hjartað hans var alltaf veikt... — Nei, nei, alls ekki! Verið nú alveg rólegar! — Ó, guði sé lof! stundi hún. Marshall yfirlögregluþjónn los- aði um flibbann, svo byrjaði hann að nýju. — Við höfum fengið upplýs- ingar um það, að máðurinn yðar hafi, eins og venjulega, fengið sér dálitla morgunhress- ingu á barnum hjá Larry ... Aftur bjóst frú Phillpotts við hinu versta. — Hann hefur drukkið sig fullan rétt einn ganginn! Og lent í slagsmálum, dottið, lent með höfuðið á gangstéttarbrún- inni og þegar þeir komu honum á spítalann var hann . .. — Alls ekki, frú Phillpotts, alls ekki. — Ó, Guði sé lof! — Já, sjáið þér nú til hélt Marshall yfirlögregluþjónn áfram. Er hann fór út af barn- um hjá Larry, gekk hann niður að höfninni, þar sem hann hafði lagt bílnum sínum. Hann fór yfir gatnamótin á Bartlett- stræti og Kimball vegi og . .. — Og fór yfir á rauðu! Og varð fyrir bíl! Segið það bara! Hann anaði beint fyrir stóran vörubíl og bílstjórinn gat ekki, stanzað svona allt í einu. Segið það! Ég sé það á yður! Hann . .. — Nei, það gerðist ekkert. Hann beið eftir grænu ljósi. — Ó, Guði sé lof! Marshall yfirlögregluþjónn þurrkaði svitann af enni sér, svo hélt hann áfram. — Sem sagt: Bíllinn manns- ins yðar stóð niðri við höfnind, alveg yzt á hafnargarðinum. Hann settist inn, ræsti bílinn og gaf fullt benzín. — Og keyrði beint fyrir járn- brautarlestina við höfnina! — Ne-ei, frú Phillpotts. Bíll- inn var í afturábakgír. — Ó, Guði sé lof! — Það megið þér ekki segja. Bíllinn var nefnilega í afturá- .bakgír. í AFTURÁBAKGÍR! Skiljið þér ekki, bíllinn stóð aðeins hársbreidd frá rönd bryggjunnar, hann gaf fullt benzín inn og bíllinn var í afturábakgír? — Meinið þér að hann fái þá sekt rétt einu sinni fyrir að hafa lagt skakkt? Marshall yfirlögregluþjónn þurrkaði enn af sér svitann og gafst svo úpp. Þeir sneru við og Barker fékk það verkefni að frú Phillpotts sannleikann: Að 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.