Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 18.05.1964, Blaðsíða 28
skipið á kaf bakborðsmegin, þannig, að aðeins stjórnborðs- síðan var upp úr. Skipið rétti sig fljótt. Sjórinn rann auðveld- lega út af þilfarinu, út um skarðið, þar sem borðstokkur- inn hafði verið daginn áður. Kristján, sem var uppi hjá Guð- mundi sá hvar Þórður steypt- ist í sjóinn og flaut aftur með og kallaði til Guðmundar. Það sem næst skeði er næst- um yfirnáttúrlegt: Guðmund- ur setti vélina á fulla ferð og sneri skipinu upp í. Hann og Kristján sáu hvar Þórður synti og meðan Guðmundur gætti þess að missa ekki sjónar af honum, hljóp Kristján til og náði i langan haka. Þrátt fyrir rokið og' oísalega sjói tókst Guðmundi að leggja skipinu að þar sem Þórður synti, þá búinn að drekka mikinn sjó og orðinn rænulítill og á sama vettvangi bar Kristján hakann í Þórð og dró hann að skips- hliðinni. Ásgeir matsveinn var nú kominn til liðs við Kristján og þeir innbyrtu Þórð, sem þá var rænulítill. Guðmundur hafði stöðvað skipið, hann kom nú hlaupandi fram þilfarið, greip Þórð eins og hann væri fis, lagði hann á öxlina og bar hann aftur í stýrishús. Kristján fór að stýrinu en Guðmundur hóf lífgunartilraunir á Þórði, sem innan skamms báru þann árangur að hann komst til með- vitundar. Meðan á þessu stóð hafði vb. Sigrún andæft, en er Þórð- ur virtist úr hættu, tók Guð- mundur enn við stýri, sneri skipir.u á sömu stefnu og áður. Stórsjóirnir komu enn æðandi á eftir skipinu, æddu fram með síðunum eins og þeir vildu segja að þessum leik væri ekki enn þá lokið; enn þá væri of snemmt fyrir mennina að hrósa sigri. Alla þessa nótt, aðfaranótt sunnudagsins 6. janúar 1952 hafði Guðmundur Guðjónsson, setið við loftskeytatækin í Akvanesradíó og kallaði á tvo báta, vb. Sigrúnu og vb. Val. Bátarnir frá Keflavík og og Reykjavík höfðu komið tii hafnar á venjulegum tíma, Andvari kl. 15 á laugardag og Ármann nokkru síðar. Fram kom til Akraness um klukkan 17,30 og Ásmundur um hálftíma síðar. Ekkert hafði heyrst til vb. Sigrúnar síðan um klukkan 9 á laugardags- morguninn. Valur og' Ásmund- ur höfðu orðið samferða fram eftir degi. Laust eftir klukkan 14 skall yfir dimmt él. Þegar því létti, var vb. Valur hvergi sjáanlegur. Nóttina sem í hönd fór, kom víst fáum fullvaxta Akurnesingum dúr á auga. Tveir bátar týndir og með þeim margir ungir dugnaðarmenn. Meðan vestan hryðjurnar æddu inn yfir landið og brimið svarr- ið við flasirnar, barst hvert kallið af öðru frá litlu loft- skeytastöðinni á Breiðartúni, en það kom ekkert svar. Það var orðið bjart en vestan- rok-ið var enn hið sama. Vb. Sigrún sigldi skáhalt undan veðrinu og snögglega versnaði sjólagið enn til muna. Guð- mundur skipstjóri áleit að þeir væru staddir í Garðskagaröst. Sjólagið varð brátt svo slæmt, að skipið hentist og kastaðist til. Þetta var jafnvel verra, en þar sem þeir höfðu verið fyrr um morguninn. En áfram var haldið þrátt fyrir yfirvofandi hættu á brotsjóum. Höfðu þeir ekki nú þegar, feng- ið þrjá brotsjói á skipið í þess- um róðri? Hverjar sem hugs- anir skipstjórans hafa verið er þeir sigldu austur yfir Garð- skagaröst, þá sá honum enginn bregða hvorki þá né annars staðar í þessum hrakningum. Eftir nokkurn tíma breyttist sjólagið aftur til hins betra og Guðmundur og menn hans sáu, að allt hafði það verið rétt er hann hafði sagt um siglinguna. Varðskipið Þór hafði farið frá Reykjavík til þess að leita hinna týndu báta frá Akranesi. Nokkru fyrir innan Garðskaga mættust vb. Sigrún og Þór. Varðskipið sigldi upp að vb. Sigrúnu og varðskipsmenn fengu þær fréttir að allir væru lifandi um borð og að þeir ætl- uðu að sigla til Akraness. Eiríkur Kristófersson skipherra ákvað að fylgja Sigrúnu upp eftir. ÞÉTTSKIPAÐAR HÚSGÖGNUM GLÆSILEGT ÚRVAL AF VERULEGA FALLEGUM SVEFNHERBERGISSETTUM, SÓFASETTUM OG BORÐSTOFUSETTUM. — ENNFREMUR HVERS KONAR STÖK HÚSGÖGN, SVO SEM STÓLAR, SKRIFBORÐ, SKATTHOL, KOMMÓÐUR. SNYRTI- BORÐ OG MARGT FLEIRA. VELJIÐ FALLEG HÚSGÖGN í FÖGRU UMHVERFI I HÍBVLAPRÝÐi HF. HALLARMIJLA SÍMI 38177 Fréttin um að Sigrún væri á leið til heimahafnar með alla áhöfnina um borð, barst frá varðskipinu Þór um klukkan 13,30. Um Akraneskaupstað flaug hún á svipstundu. Einn þeirra, sem beðið hafði og vak- að alla nóttina, var Ólafur Sig- urðsson, forstjóri útgerðarfyrir- tækisins, Sigurður Hallbjarna- arson h.f. og bróðir Þórðar stýrimanns á Sigrúnu. Nokkru eftir að honum barst fréttin, fór hann í heimsókn til afa síns, Hallbjarnar Oddssonar, sem lá veikur. Þegar Ólafur sagði honum þær gleðifréttir, að Sigrún væri á leið til hafnar, svaraði gamli maðurinn því til, að þetta hefði hann vitað. Sig hefði dreymt alla hrakningana þá um nóttina og hann hefði vitað að þeir mundu ná til hamar þennan dag. Hallbjörn sagði svo Ólafi draum sinn, sem var í flestum atriðum nákvæmlega það sem skeði. Af biturri reynslu, voru margir á Akranesi orðnir úr- kula vonar um að bátarnir, sem saknað var ættu aftur- kvæmt. Og þegar vb. Sigrún renndi inn á lygnuna fyrir innan enda Hafnargarðsins á Akranesi um kl. 17 á sunnudag, þá voru um tvö hundruð manns saman- komnir á bryggjunni til þess að taka á móti mönnunum, sem 23 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.