Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Qupperneq 7

Fálkinn - 25.05.1964, Qupperneq 7
Vitlausar upplýsingar á réttum stöðum. Háttvirta blað! Mig langar hér til að segja frá smá sögu sem fyrir mig kom um daginn ef vera mætti að það kæmi í veg fyrir að svona hlutir endurtaki sig. Ég er nýbúinn að selja bílinn minn og fæ ekki þann nýja fyrr en eftir nokkrar vikur. Þann tíma verð ég bíllaus nema ég þá stöku sinnum fari á bíla- leigurnar. Um daginn eina helg- ina, fór ég austur í sumarbú- staðinn minn en hann stendur ekki langt frá Þingvöllum. Það var kunningi minn sem ók mér austur á laugardag og áður en farið var úr bænum þá hringdi ég í BSÍ og spurði hvenær rútan færi í bæinn daginn eftir frá Þingvöllum. Ég fékk skjót svör og góð. Bíllinn var sagður fara klukkan sex á sunnudög- um frá Valhöll. Og með þessar upplýsingar hélt ég úr bænum. Það var gott veður þessa helgi þar til um þrjúleytið á sunnu- dag að fór að rigna. Klukkan um sex á sunnudag lögðum við af stað gangandi upp á veginn til að vera komin tímanlega í veg fyrir bílinn. En við stóð- um í rigningu í rúman klukku- tíma á veginum án þess að nokkur rútubíll kæmi. Þá tók- um við til þess ráðs að fara fótgangandi til Valhallar og leita þar upplýsinga. Þar feng- um við að vita að Þingvalla- rútan færi ekki að ganga fyrr en um mánaðarmótin maí og júní. Ég ætla svo ekki að fara að eyða tíma í það að segja hvernig við þessar fimm pers- ónur vorum að tínast í bæinn eitt og eitt fram eftir öllu kvöldi í bílum sem góðgjarnt fólk leyfði okkur að fljóta með. En hvernig stendur á því að maður fær svona upplýsingar á þeim stöðum sem ættu að vita allt um þetta mál. T. S. Svar: Þaö er hlutur sern viö getum elcki frœtt ftig á, en fiaö er mjög bagalegt þegar svona kemur fyrir. En þaö er nú svo aö vitleysur eru alltaf aö koma fyrir og erfitt er aö ráöa viö slíkt. Svar til Ingunnar: Þaö er hoett viö aö þetta svar birtist þér nokkuö seint en engu aö síöur skulum viö gefa þér þau ráö sem viö getum. Ef þig langar til aö „vanga liann og svoleiöis" þá skaltu bara gera þaö. Annars viröist þetta vera lieldur einfalt viöuregnar hjá þér þvi þú skalt bara segja honum aö þú hafir ekki ltomiö til hans lieimilisfangi þínu en þú hafir hug á aö halda sam- bandi ykkar áfram. Nú og ef þetta bregst þá er af nógu aö taka. Hvaö viökemur skriftinni þá er rétt aö taka fram aö hún gæti veriö betri. Að mæta tímanlega. Pósthólf Fálkans! Stundvísi er sá hlutur, sem við íslendingar höfum ekki lagt þá rækt við sem skildi. Þetta er hinn versti ósiður og getur komið mjög bagalega við þá, sem sízt skyldi. Mig langar til að segja frá lítilf jörlegri reynslu minni í þessum efnum. Um daginn fór ég í kvik- myndahús, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Þessi sýning átti að hefjast klukkan níu og þegar klukkan mín var níu (ég hafði stillt hana eftir útvarpsklukkunni) fór sýning- armaðurinn að deyfa ljósin i salnum og sýningin hófst. En fyrstu fimmtán mínútur sýn- ingarinnar voru heldur hvim- leiðar. Ekki vegna þess að að myndin væri ekki góð held- ur vegna þess að alltaf var að reitast inn fólk og allt til þess að liðnar voru tuttugu og fimm mínútur af sýningunni. Mesti straumurinn var þó fyrstu fimmtán mínúturnar. Þó er varla hægt að tala um straum því þetta var alltaf par og par sem inn kom en ekki stöðugur straumur. Þetta hafði mjög leiðinleg áhrif og stór- skemmdi fyrir manni sýning- una. Um kvöldsölu og fleira. Kæri Fálki. Mig langar til að segja þér frá smá atviki sem kom fyrir mig nú um daginn. Ég var á ferð í austurbænum og þurfti nauðsynlega að hringja en það var nú talsverðum annmörk- um háð. Ég gat hvergi fengið að hringja. Þar sem voru lúgu- sölur eða söluop var ekki hægt að komast í síma og hinir stað- irnir höfðu lokað klukkan sex. Áðru en þetta nýja kvöldsölu fyrirkomulag var tekið upp gat maður þó alltaf komist í síma til að hringja. Þetta er hið mesta ófremdarástand og bel' að laga það hið bráðasta. O. L. K. Svar: Þetta nýja fyrirlcomulag á kvöldsölunni var telciö upp til þess aö bæta þjónustuna viö neytend- ur eins og þeir oröuöu þaö, sem fyrir breytingunni stóöu. Nú liefur þú eins og fleiri kynnst liinni bœttu þjónustu. En þú getur kannski veriö þakklátur fyrir þaö aö hafa ekki getaö eytt túkall í símtal þetta kvöld og þaö er þó aö sumra áliti alltaf þakkarvert. Urval nýtízku húsgagna Hagstætt veri — gói greiislukjör HNOTAN iiís(.v(.\\vi»/ii\ I’órsgöiu I — síini 20820 FALKINN r

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.