Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Side 20

Fálkinn - 25.05.1964, Side 20
f FORD V NNUR Leðjan sem þekur langhlutann af veginum er ekkert Iamb að leika við. Hún er seig og þykk í sér, bílarnir eru engu betur settir en fiskar á þurru landi þegar þeir lenda í þessari forareðju. Og þar sem Ieðjunni sleppir er vegurinn hulinn djúpum breiðum ef fínkornóttu ryki sem smýgur inn í vit ökumannanna og vél bílsins. Safari-keppnin 1 efur verið háð árlega síðan 1953. Lagt af stað frá Nairobi og ekið til norðurs, og síðan fð Nariobí og ekið í suðurátt unz keppninni lýkur í Nairóbí. — Hér sést Cortina-bíll sigurvegarans geysast áfram eftir „veginum“. Það er engin furða þótt Safari-keppnin rí talin örðugasta ökuraun sem um getur. I Safari-keppninni í Áustur- Afríku — örðugustu öku- keppni heims — bar CORTINA sigur af hólmi með miklum glæsibrag. Hér er lýst hinni spennandi keppni, sem fram fór á á verstu óvegum, sem um getur. f f r Um heim allan er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu cftir úrslitum í Safari-keppninni í Austur-Afríku, en þar eru reynd þolrifin í flestum bílategundum í örðugustu ökuraun sem um getur. Islenzkar öræfagötur eru hátíð hjá þeim vegum rem bílarnir í Safari-keppninni eru látnir spreyta sig á enda verða mikil afföll í keppninni, í ár komst aðeins 21 bíll alla leið en 94 höfðu lagt af stað. Vegalengdin sem farin er. er 3188 mílur, vegirnir lítið annað en ruðpingar og ýmist er stór- grýti til trafala eða bílarnir sökkva í aurbleytu og fenjadýki. í þetta sinn hrósaði Ford Consul Cortina yfirburða sigri. Ford-bílar hafa unnið flokkaverðlaunin í Safari-keppninni þrisvar áður en aldrei algeran sigur. Cortina bilarnir voru í fylkingarbrjósti allan tímann að unðanteknum stuttum spöl í upphafi. Lengi vel voru fjórir fyrstu bílarnir af Cortina- gerð og það var einungis fyrir fádæma þrautseigju og ein- beitni hins heimsfræga ökuþórs Erik Carlsson að honum tókst að ná öðru sæti í keppninni. En þá var einn Cortina-bíllinn úr leik vegna lítilsháttar bilunar i stýri, þegar aðeins 80 kílómetrar voru eftir í mark og mestu torfærurnar að baki. Sérstök verðlaun voru veitt konum sem þátt tóku í keppn- inni og þau féllu i hlut Lucy Cardwell sem ók Mercedes Benz 220SEb og þótti hún sýna mikla leikni og skaut stöllu sinni, frú Moss-Carlsson ref fyrir rass. En Pat Moss er eins og kunnugt er frægasta kappaksturshetja meðal kvenna sem nú er uppi. Miðvikudagínn 25. marz fór fram gagnger rannsókn á öllum bílum sem tóku þótt í keppninni og að því búnu voru þeir lokaðir inni á sérstöku svæði og þess vandlega gætt að ekki væri hróflað við þeim fyrr en keppnin hæfist. Þriðju'1 28. marz. Klukkan sex um morguninn lögðu fyrstu bilarnir af stað frá Nairobi. Veðurútlit var heldur ískyggilegt, blikur á lofti og þrumuveður í aðsigi. Fyrsti bíllinn þaut af stað að gefnu merki, það var Hillman Super Minx sem var svo heppinn að hljóta rásnúmerið eitt. Fram- undan var 3188 mílna akstur um vegleysur Austur-Afríku. Hillman bíllinn var þó einn þeirra sem gafst upp um síðir. Síðan lögðu hinir 93 bílar af stað, hver á fætur öðrum, á þriggja mínútna fresti. Þarna vbru samankomnar nafntog- aðar kappaksturshetjur, áður er getið um Erik Carlsson og konu hans Pat Moss-Carlsson og auk þess tók Finninn Aaltone þátt í keppninni á MG 1100. Fyrsti áfanginn var Elementeita og má heita að öllum gengi vel þangað, aðeins sex bílar höfðu dregist aftur úr. Áfram geystust bílarnir i áttina að Mau Narok og Londiani. Tvær Cortínur höfðu nú þegar tekið forystuna, í fremri bílnum voru Armstrong og Bates en hinum Hughes og Young en þeir urðu sigurvegarar um síðir. Þriðji bíllinn var SAAB-bíl] kapp- aksturshetjunnar Carlsson en sér til fulltingis hafði hann Gunnar Palm landa sinn. Fast á hæla þeim fylgdi þriðja Cortínan og þar á eftir brunaði Mercedes Benz 220SEb með W. D. Lead við stýrið. í kjölfar þeirra fylgdi Comet og honum ók Peter Walker. Á þessu stigi keppninnar vakti það undrun manna að fremst- ar kvenna voru þær stöllur frú Cardwell og frú Leads í Mercdes-Benz 220SEb eins og eiginmenn þeirra. Flestir höfðu búist við að Pat Moss ynni þar auðveldan sigur yfir kynsystr- um sínum. En hún fylgdi þeim fast eftir. Um kvöldið rofaði til og óveðurskýin hurfu af himni. þess í stað stráði nú tunglið silfraðri birtu sinni yfir auðn og öræfi Afríku. En næsti áfangi keppninnar átti lítið skylt v'ð róman-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.