Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Page 27

Fálkinn - 25.05.1964, Page 27
— Hverjir eru beztu áheyr- endur? — Það er nú kannski ekki gott að svara þessu. Sennilega eru það krakkar á aldrinum 16—18 ára. Annars höfum við tekið eftir því að fullorðna fólk- ið hefur ekki síður gaman af þessu en það yngra. Þetta vek- ur forvitni þess og það kemur fyrir forvitnissakir en þegar til kemur þá hefur það ekki síður gaman af þessu en hinir yngri. Sumt reynir meira að segja að twista. Þessi músikk hefur mjög sterkt tempó og það er oft gaman að fylgjast með þessum eldri þegar þeir byrja að juða sér í sætunum. — Er ekki vont að vera með svona mikið hár? — Nei það er ekki svo mjög. Þetta kemst upp í vana og hef- ur ýmsa kosti. Maður þarf ekki annað en að hrista hausinn á morgnana þegar maður vaknar og þá er óþarfi að greiða sér meira þann daginn. Einu óþæg- indin eru hvað margir glápa á mann rétt eins og við séum ekki með öllum mjalla. Annars gerir það ekki mikið tii þegar við erum allir saman en það er verra þegar við erum ekki með hinum. Annars hæfir þessi hár- vöxtur vel íslenzkri veðráttu og er mjög góður þegar kalt er í veðri. Þú skalt taka það fram að við vorkennum öllum sköll- óttum sem geta ekki kynnzt af eigin raun þeim þægindum sem eru því samfara að hafa svona mikið hár. — Leikið þið aðeins bítla- músikk? — Nei, við leikum nú meira en aðallega er þetta það sem þú kallar bitlamúsikk. — Semjið þið ykkar lög sjálfir? — Við höfum samið nokkur lög. Eitt þeirra höfum við kall- að sjötíu mílur. Það lag leikum við bara en syngjum ekki. Það byggist mest á hraðanum og við höfum leikið það hraðast hundrað og tuttugu mílur. — Yrkið þið sjálfir textana við ykkar lög? — Já, við höfum gert það. Tveir okkar hafa samið þessa texta. — Eru það bítla textar? — Það er ekki gott að segja. Ætli það séu nokkrir bítlatext- ar til á íslenzku? — Væri hægt að heyra þessa texta? — Nei, varla. Þetta er svo asnalegt nema maður syngi um leið. Fólkið mundi verða voða- lega hneykslað ef það sæi þessa texta. Og nú upphófust miklar samningaumræður um það hvort rétt væri að birta þessa texta eða ekki. Niðurstaðan varð sú að við fengum þrjá þeirra. HÚMIÐ ER HLJÓTT. Haitu í mína hönd. Höldum niður á strönd Bindum okkar bönd. Ég bið um þína hönd. Niður í Nauthólsvík niðar sjórinn blítt. Engri þú ert lík, með englahárið sitt. KOMDU í KVÖLD. Komdu í kvöld þú vina mín. Komdu í kvöld er máninn skín Syntu í kvöld þegar sólin dvín. Segðu já við mig vina mín. STÚLKAN MÍN. Stúlkan mín, er ég sá þig fyrst suður í Keflavík, þá fannst mér þú engri stúlku lík. Hve lengi þarf ég að bíða þín? — Og hvað er svo helzt frammundan? — Við höfum alveg nóg að gera sem stendur en i júni höfum við í hyggju að fara út á land. Við ætlum vestur, norð- ur og austur og reynum að heimsækja sem flesta staði. Það er að mörgu leyti skemmtilegra að spila úti á landi heldur en hér í bænum. Um verzlunar- mannahelgina verðum við svo á bindindismannamóti í Húsa- fellsskógi. — Og hvað svo? — Það er aldrei að vita hvað við tekur. Þessi bóla líður sennilega fljótlega hjá og þá snúum við okkur að annarri músikk. — Nokkuð sérstakt sem þið viljið taka fram í lokin? — Já, við viljum gjarna þakka öllum okkar áhangend- um fyrir margvíslega vinsemd og aðstoð sem þeir hafa sýnt okkur og við biðjum innilega að heilsa þeim öllum. FALKINN FLVGIiR ÚT FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.