Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Qupperneq 39

Fálkinn - 25.05.1964, Qupperneq 39
Eins og ókunnur Framhald af bls. 37. Stephan brosti og mætti augna- tilliti mínu, þegar hann setti glösin fyrir okkur. Þegar ungfrú Marshall var farin, sagði ég: — Drottinn minn, en hvað þetta fyrirtæki hlýtur að píska starfsfólkið sitt áfram. Aumingja einkaritarinn þinn lítur út fyrir að vera dauð- þreytt. Hann hló. — Já, en ekki vegna of mikillar vinnu. Jú, auðvitað vinnur hún vel, og hún er mjög dugleg, þess vegna hef ég hana enn Þá, en hún lifir líka mjög hátt, þess vegna eru baugarnir undir augunum. Hún á allt of marga vini. — Ó, sagði ég. Lengra orð hefði komið upp um, hve mikið mér létti. Næstu viku sendi ég skrif- stofuföt Stephans í hreinsun og við það virtist dagurinn, þegar hann þyrfti aftur að fara að vinna, náigast heilmikið. Ég sagði við sjálfa mig, að ég yrði að vera við öllu búin, líka óttanum við að missa hann aftur. Það var eins og ég væri siegin utanundir, þegar ég kom inn í stofuna dag nokkurn og sá að hann var svo upptekinn af einhverjum skjölum viðvíkj- andi bæjarstjórnarmálefni, að hann leit ekki einu sinni upp. Nokkrum dögum síðar, þegar Stephan sá að ég hengdi fötin hans aftur inn í skáp, sagði hann óvænt: — Hvað er að, ástin mín? Þú lítur út fyrir að vera svo óhamingjusöm? — Ekki beinlínis það. Ég verð bara svo leið yfir að hugsa um það, að þú ferð bráðum að. nota þessi föt aftur. Það táfenar að, ég hef þig ekki leng- ur| hér. En ég býst við að þú séít orðinn óþreyjufullur eftir að;komast aftur á skrifstofuna. fiann sagði hægt: — Síðustu þrir mánuðirnir hérna heima, þegar ég hef bara ranglað hérna um húsið og dundað, hafa verið dásamlegir — svo góðir og frið- sælir. En það er heimur í kringum okkur, og ég get ekki neitað því, að mig langar til að komast þangað aftur og leggja fram minn skerf, finna að ég sé til einhvers nýtur. Auðvitað hugsaði ég þannig. Hann var það sem hann var, maður sem elskaði samkeppni og ábyrgð. Hann leit athugandi á mig og spurði svo aftur: — Hvað er að ástin mín? Og skyndilega streymdu or? in af vörum mínum, orð sem ég ætlaði alls ekki að segja. — Ég er hrædd, Stephan. Þú veizt ekki hve svekkt ég varð þegar ég fékk þessi skrifstofuföt þín aftur úr hreinsuninni. Ég kvíði fyrir því að þurfa að sjá þig aftur í þeim, með þessa snjáðu svörtu möppu undir hendinni. Og fyrir því að þú farir út úr húsinu og vera burtu allan daginn og koma seint heim, allt of þreyttur og uppgefinn til þess að skipta þér af nokkru hérna heima. Ég vil ekki upp- lifa það aftur, Stephan. Ég vil ekki sjá, hvernig við fjarlægj- umst... Hann horfði á mig, án þess að grípa fram í eða verða neitt undrandi. Þegar ég þagnaði sagði hann: — Mig langar ekki til þess heldur. Þetta frí hefur gefið mér tækifæri til þess að hugsa og gera mér grein fyrir því, að fyrirtækið er ekki svo mikilvægt að það eigi að fá að gleypa líf mitt og annarra líka. Það eru aðrir hlutir, sem eru mikils virði. Hann brosti. Það sem ég er að reyna að segja þér er það, að þú átt kannski eftir að komast að því, að héðan í frá sé ég hlutina í nýju ljósi. — Já, en þú verður aftur upptekinn af . . — Ekki eins oft og ekki á sama hátt. Og við þurfum ekki að búa við það um alla eilífð. Einn góðan veðurdag hafa hafa börnin lokið nómi og þá hef ég lagt dágóða upphæð fyr- ir og þá verðum við frjáls. Hann leit út um gluggann. — Ef við keyptum okkur jarð- arskika, í Suður-Frakklandi eða á Spáni . . Hann hikaði andar- tak. — En þetta eru nú bara dagdraumar, bætti hann lágt við. Ég hugsaði: Kannski þeir verði að veruieika, þegar við erum orðin mörgum, mörgum árum eldri, en elskum enn hvort annað. — Við lifum í samræmi við nútiðina. Hann tók höfuð mitt allt i einu milli handa sér. — Heldurðu virkilega, að við þurfum að óttast framtíðina, Jenny, núna, þegar við höfum átt þessa dásamlegu mánuði saman, núna, þegar við vitum svona míklu meira um hvort annað? Við heyrðum að Rosemary og Andy voru að byrja að rífast á neðri hæðinni. Ég hristi höf- uðið og leit brosandi í augu hans. Og allt í einu fannst mér einmanakenndin veira eins og einhver ókunnur maður, sem ég hefði þekkt fyrir löngu, löngu síðan og þyrfti aldrei að hitta aftur... 'k Akureyri Framh. af bls. 13. Hefur hún alltaf verið til húsa á þessum stað? — Nei hún hefur það ekki en síðustu tuttugu árin hefur hún verið á þessum stað. Fyrir nokkrum árum var húsnæðið aukið en það er þó enn ekki nóg því bókbandið býr við of þröngan húsakost. — Hvað vinna hér margir? — Að staðaldri munu vinna hér um fjörutiu manns? — Þú hefur auðvitað lært hér pi-entiðn? — Já ég lærði hér bæði setningu og prentun og héit síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum þar sem •> var um tveggja ára skeið. Við göngum í pressusalinn og þar eru margar og margvís- legar pressur í gangi. Það vekur strax athygli okkar hvað allt er hreint og þrifalegt og það einkenndi öll þau fyrirtæki. er við komum í á Akureyri. Nú er einkenni á mörgum prent- smiðjum ekki alltof hreinleg- ur umgangur en það virðist vera ástæðulaust eftir að hafa séð umgengnina í þessari prent- smiðju. Við nemum staðar við eina af minni pressunum fram við dyr. Við hana vinnur ungur maður sennilega lærlingur og það sem vélin er að prenta eru Framh á næstu síðu. ^Valash íei/.imiB A VAXTADRYKKUR ISKALDUR Drykkurinn scm isvalar Efnagerð Akureyrai h.f. Hafnarstræti 19. Sími 1425. FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.