Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 10
HVernig er að vera komin á fæt- ur?“ „Ekki sem verst. Ég verð nú samt að fara varlega, svo ég finni ekki til í fætinum." „Þér gerið það nú ef til vill ekki fyrir það. Ég skal líta á öklann, áður en þér farið að hátta. Þér lítið sannarlega miklu betur út núna, ungfrú Black. Ég get séð, að þér mun- ið brátt yfirgefa okkur.“ „Aftur til glöðu, kátu Lund- úna.“ „Það mun yður þykja skemmtilegt,“ sagði hann, „Get- ið þér hugsað. yður að borða svolítinn kvöldvérð núna?“ „Ég er banhungruð.“ Svarið virtist gleðja hann. Ég minntist allra matai'bakk- anna, sem ég hafði ekki snert við síðustu vikuna. Hann hringdi postulínsbjöllu við ar- ininn og ung stúlka með svuntu kom inn. Hann sagði henni, að við værum tilbúin til þess að fá imatinn. Hann sat beint fyrir framan mig á sófanum, og sýndist ailt of stór í samanbui'ði við hús- gögnin. Hann líktist meira í- þróttamanni en lækni því hann var svo axlabreiður og hand- leggirnir voru svo sterklegir. Hann var klæddur í dökk föt, og maður hefði vel getað haldið hann vera Frakka af gamla skólanum. Ekki einn af þessum, sem orðið hefur fyrir áhrifum frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef verið að' rannsaka húsið yðar. Það er mjög —“ „Gamaldags.“ „Já. En það er ekki hægt ann- af! en dást að hverjum einasta hlut.“ Þau voru sérstaklega smekk- leg. Reykið þér?“ „Nei.“ 10 FÁLKINN „Golt,“ sagði hann undx'andi. „Hver voru þau?“ Hann skyldi ekki sleppa frá mér núna, þegar ég hafði náð tang- ai'haldi á honum, og hann var meira að segja orðinn svolítið viðmælanlegur. „Fjölskyldan, sem ég keypti húsið af. Sumt af henni dó. Sumt gifti sig og fór burtu og vildi síðan selja húsið. Það bauð mér að kaupa það með öllu, sem því fylgdi.“ „Tók fólkið ekkert með sér?“ „Ekki einn einasta hlut. Finnst yður það undarlegt?” „Oh, nei. Ef maður vill losna við fortíðina, þá er þetta það eina, sem maður getur gert.“ „Þér eruð svo áköf.“ „Ég er alltaf að byrja upp að nýju. Líkaði yður, að taka svona algjörlega við heimili annarra?“ „Já, ég held það,“ sagði hann hugsi. „Það virtist vera það rétta. Ég hef engu breytt." „Þér notið það samt ekki, eða hvað?“ „Jú, það er nú einmitt það, sem ég geri.“ Allt í einu mundi ég eftir því, að ég var sjálf í einu af möi'g- um svefnherbergjum hans, og kjökrandi rauður barnunginn í öðru. „Ég held við ættum að fá okkur glas af víni í tilefni þess, að þér komið nú í fyrsta sinn niður.“ Hann fór yfir að skápn- um og helti í glösin handa okk- ur, rétti mér annað og brosti þessu alvöruþrungna brosi sínu. „Doktor Whittaker. Hvernig getur eiginlega staðið á því, að þér stundið læknisstörf hérna utan í fjallshlíð í Frakklandi? Madame Prosper segir, að þér hafið verið hér í fimm ár. Hvernig stendur á því?“ „Til þess að vinna. Hvers vegna annars?“ „Af hverju endilega hér? Elskið þér af einhverri sér- stakri ástæðu þetta land?“ „Já, já. Mér líkar það vel. Mér líkar vel við fólkið. Vinn- an er skemmtileg. Fjölbreyttari en þér gætuð ímyndað yður. Ég frétti um þennan stað — að læknirinn hefði látizt, og þörf væri á öðrum í staðinn, að ekki væri hægt að fá ungan fransk- an lækni. Hér er ekki um neina hækkun í starfinu að ræða. Allt slíkt er að finna í borgunum, þar sem stóru sjúkrahúsin eru. Ég vann í Miðlöndunum, með fjórum öðrum læknum. Mér fannst, sem ég vildi heldur vera einn. Og hingað er ég kominn.“ Þetta var sú lengsta oi'ðræða, sem ég hafði fengið upp úr hon- um til þessa. Hann var samt meira að tala við sjálfan sig en mig. „Hvernig líkar Frökkum að hafa útlendinga í þjónustu sinni?“ „Fremur vel, held ég.“ „Er skortur á læknum í Frakklandi?“ „Gerið þér alltaf þvílíka spurningaárás á fólk?“ „Ég hef þennan hátt á til þess að komast að hlutunum.“ „Ég get séð það,“ og hann brosti aftur. Ég leitaði í huga mér að öðru umi’æðuefni, en áður en mér tækist að finna það leit hann góðlátlega til mín. „Hvað ætlið þér að gera, þegar þér komið aftur til Eaton Squ- are? Lifið þér góðu lífi í Lond- on?“ Það var auðheyrt, að Harold hafði ekki sagt honum neitt um mína hagi. Hann var kaldhæðn- islegur og um leið mildur. „Geðjast yður ekki að fólki, sem lifir einungis fyrir ánægj- una?“ „En hvað þér eruð gamal- dags! Auðvitað geðjast mér að því. Ég öfunda það.“ „Haldið þér, að ég sé ein af því?“ Ég gat ekki setið á mér að vera dálítið ástleitin í rödd- inni, en um leið og ég hafði ver- ið það, sá ég eftir því. „Sjáum nú til.“ Hann setti glasið á borðið, hallaði sér aft- ur á bak og krosslagði hand- leggina og leit á mig eins og hann væri að virða mig og meta. „Ég myndi segja að þér kæmust vel af fjái’hagslega. Hvaða gam- aldags orð er það nú aftur,sem maður hefur yfir það — vel- megandi? Ung og rik stúlka, sem fei'ðast mikið.“ — „Vegna þess, að ég sagð- ist hafa komið til St. Marie oft áður —“ „Nei, það er fjöldamai'gt ann- að, sem gaf mér þessa hug- mynd, ungfi'ú Black. í fyrra- kvöld sögðuð þér mér reglui’n- ar, sem giltu í spænsku klaustri. Ég held það hafi ver- ið í gær, sem þér sögðuð, að það væri ekkert loft í New York. Og svo er það líka fram- koma yðar, sem gefur þetta til kynna. Svo örugg. Það eru að- eins peningarnir, sem geta gef- ið fólki slikt." „En óttalegt." „Alls ekki. Þetta er hrif- andi.“ Ekkert hefði geta verið fjær því að vera hól, en það, hvern- ig hann sagði þetta. Litla vinnukonan stakk höfð- inu í dyragættina til þess að segja okkur, að maturinn væri tilbúinn. Þegar við vorum setzt og farin að boi’ða þykka heima- tilbúna súpuna, sagði ég: „Þér höfðuð algjörlega á röngu að standa með mig. Munið þér ekki eftir því, að Harold lét yður hafa peninga fyrir far- gjaldinu mínu heim aftur?“ „Slíkt fólk hefur aldrei pen- inga við hendina.“ „Ég á alls enga peninga, punktum og basta. Fargjaldið, þessi tíu pund í bankanum, er allt og sumt, sem ég á.“ Hann teygði sig í brauðið og smurði það hægt. Hann leit ekki einu sinni til mín. „Ef þér hafið ekki peninga núna, ungfrú Black, þá er eitt víst, að þér höfðuð peninga til skamms tíma.“ „Mikið vildi ég, að þér vild- uð hætta að þéra mig og kalla mig bara Martine.“ „Það vildi ég líka, en þér eruð sjúklingur.“ „Oh, jæja,“ sagði ég og íór

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.