Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 11
hjá mér. „Já, ég var nokkuð .... ég átti.... “ „Næga peninga.“ „Þar til í síðasta mánuði. Þá tapaði ég öllu. Móðir mín dó.“ Ég fann, að þetta hafði áhrif á hann. „Saknið þér móður yðar?“ spurði hann og leit á mig. —x— Hann fór út um tíu leytið til þess að vitja sjúklings. „Börn- in kunna bezt við kvöldin,“ sagði hann, um leið og hann bauð góða nótt. Ég fór upp í herbergið mitt, afklæddist og settist við glugg- ann og starði út í garðinn. Hann var baðaður í tunglskini, sem teygði alla hluti, og skin og skuggar skiptust á eins og balletdansarar. Ég hugsaði um manninn, sem ég hafði eytt þessum síðustu þremur ófullnægjandi klukku- stundum með. Hann var vin- gjarnlegur, röddin lágvær. Hann sagði margt, og sýndist ánægður, þegar ég masaði, og hlustaði á mig með smábrosi og hallaði sér aftur í stólnum, ró- legur og vinsamlegur. Annað slagið gat ég fengið hann til þess að hlæja. Einu sinni sagði ég: „Er ég yður til leið- inda?“ Og hann leit undrandi upp. Samt var það svo allan tímann, sem ég var í nálægð hans, að mér fannst hann myndi eiga auðvelt með að láta mér finnast ég vera lítil- mótleg. Hann hafði til að bera virðu- leika einmana fólks, sem var niðursokkið í vinnu sína, svip- að ósýnilegri vei’ndarblæju. Mér líkaði vel við hann. Ég gat ekki að því gert. Það gat engin kona staðizt laglegan karlmann, sem þar að auki var dulur. Þetta hleypti kappi í mig. Einum of mikið meira að segja. Ég fann, að ég var að reyna að vekja athygli á mér, sem munaðarleysingja og fá- tækri stúlku. Ég klæddist öll- um dulargerfum til þess að ná einhverjum árangri. En mér mistókst allt. Ég hafði aldrei fengið viðurkenningu nema — þegar ég sagðist ekki reykja og ég væri glorhungruð. —x— Þegar ég vaknaði morgunin eftir, var dauft janúarsólskinið horfið, en farið að rigna í stað- inn. Herbergið, sem hafði ver- ið til skiptis kalt eða hlýtt, ef sólin skein inn, var nú rakt og jökulkalt. Ég fór á fætur, í hálfkalt bað — gamla sturtan var ekki í neitt sérstaklega góðu lagi — og fór svo niður til þess að leita mér að morgunmat. Það var engan að sjá í litla herberginu. Ég leitaði að Mad- ame Prosper. Hvergi var svo mikið sem hnapp af gráu peys- unni hennar að finna. Lengra inn með ganginum rakst ég á sannan forngrip, græna teppis- klædda hurð, og bak við hana var stórt, steinlagt eldhús. Litla vinnustúlkan frá því kvöldið áður var önnum kafin við að hnoða deig við borðið með gamla hveituga svuntu yfir svarta kjólnum. Hún leit upp og varð hverft við, eins og ég væri eitthvert undarlegt dýr, sem sloppið hefði út úr dýragarðinum. „Hvar er Madame Prosper?11 „Madame kom ekki til baka í gærkvöldi.“ „Guð minn góður, hvers vegna ekki?“ „Ég veit það ekki, mademoi- selle.“ , Hver átti þá að hugsa um mig, var það fyrsta, sem mér datt í hug. Stúlkan flatti út deigkökuna með lófanum, og þrýsti henni niður á marmara- plötuna. „Hver á að gæta barnsins?" spurði ég upphátt. „Já, hver skyldi gera það? Ég er búin að gefa því að borða, en ég er ekkert hrifin af börn- um. Og svo segir læknirinn líka, að ég geti ekki bæði unn- ið heimilisstörfin og hugsað um barnið. Hann kemur bráðum til þess að ganga frá þessu öllu.“ Ó, er hann að koma, hugs- aði ég. Ég borðaði morgunmat- inn í eldhúsinu, á meðan stúlk- an horfði ólundarlega á mig. Á eftir fór ég upp í Dóms- dags-herbergið. Þarna var litla rúmið — hvers vegna skyldi ég hafa haldið, að það væri horf- ið? — hangandi á króknum sínum. Og þarna svaf dvergur- inn óværum svefni. Andlitið var orðið perlulit- að. Barnið saug puttann. Ann- að slagið litu nærsýn augun ó- ánægjulega í kringum sig, eins og væri verið að leita eftir bandamanni. Ég beygði mig ósjálfrátt nið- ur, þó ég hefði aldrei gert neitt því líkt áður, og tók barnið upp. Það var rakt, og angaði af nýrri ull, og þyngra var það, en ég hafði haldið, Það líktist einna mest fiðrildinu í Dísu í Undralandi, vafið inn í sjal, eins og það nú var. „Við eigum margt sameigin- legt, ég og þú,“ sagði ég upp- hátt. „Báðar í umsjá læknisins. Móðurlausar, og enginn vill hafa okkur.“ Barnið opnaði dökkblá aug- un og horfði á mig, án þess að sjá nokkurn hlut. Það hélt bara áfram að sjúga puttann í til- gangsleysi. Ég lagði það var- lega í rúmið aftur. í staðinn heyrði ég aðeins smá hiksta- hljóð, þegar ég breiddi vel of- an á það og læddist á tánum út úr herberginu. Ég klæddi mig í kápu og fór út í blautan garð- inn. Rigningin var hætt, en loft- ið var rakt og þokukennt. Ég stakk höndunum í vasana og gekk fram og aftur eftir blaut- um stígnum, og hugsaði um barnið uppi í einmanalegu her- berginu. Fram til þessa hafði ég ekki orðið að hugsa um það, af því að Madame Prosper hafði verið til reiðu til þess að láta vel að því og útvega heita mjólk og ganga því í móður- stað. En hvað þessi litla vera hafði verið lítil og hjálparlaus í örmum mínum! Allt í einu fann ég einhver sterk bönd tengja mig þessari hjálparlausu veru, sem var þarna inni í svo til mannlausu húsinu, þar sem enginn var nema ólundarlega vinnustúlkan, sem sjálf var reyndar ekkert annað en barn. Barnið var eins og ég. Ná- kvæmlega eins og ég. En gat samt ekki séð um sig sjálft, var ekki harðsnúið, eins og ég von- aðist til að vera, of ungt til þess að geta nökkuð nema grátið. Ég hélt niður eftir heim- keyrslunni, og sneri mér svo við til þess að virða fyrir mér húsið, sem ég virtist vera orð- in svo tengd. Það var frönsk út- gáfa sambland af viktorí- ansk-gotneskum stíl og var byggt úr rauðum og gulum múrsteinum blönduðum ein- hverjum hvítum steinum, og með tvo hálfgildings turna. í landi, þar sem allt var fullt af marmarahúsum, höllum og villum var ekki hægt að segja annað en, að kastali dr. Whitta- kers væri ljótur og vekti litla athygli. Þarna voru engin skrautleg sóltjöld, engir pálm- ar og ekkert. Kastalinn féll vel inn í óhirtan garðinn í kxúng- um hann og var eins og hluti af þessu hæðótta landi, eins og hefði hann sprottið beint upp úr jörðinni. Mér geðjaðist vel að húsinu, eins og mér geðjaðist líka vel að eiganda þess, þótt það væri eiginlega á móti vilja mínum. Það fór að rigna aftur, og nú meir en áður, svo glumdi í þegar í’egndroparnir lentu á kyrkingslegum runnunum. Það hafði ekki verið hugsað um garðinn í möi’g, mörg ár. Runn- ar, sumir með blómum, uxu meðfram gangstígnum og ein- hverju, sem í Englandi hefðl verið kallað grasflöt en í Fi’akk- landi akur. Ég gekk áfram og starði á grasið og trén. Barnið virtist auka á eymd mína. Heimþráin, sem ég hafði liðið af síðustu viku, var munaður í samanburði við þunglyndið og dapurleikann, sem ég fann til núna, ein úti í rigningunni. Og bax-nið? Ég vildi ekki hugsa um það. Ég hafði mín eigin vandamál. En aftur og aftur sá ég fyrir mér perlulitaða and- litið,undir þessu geðveikislega ógnandi málverki, þar sem hin- ir- fi-elsuðu voru hólpnir, en þeir glötuðu voru gjörsamlega búnir að vera. Whittaker læknir var þegai- byrjaður að borða hádegisverð, er ég kom inn með hárið flaks- andi og blautt, og kinnarnar rauðar af kuldanum úti í garð- inum. Hann hálfvegis stóð upp, settist aftur og hélt áfram að boi’ða. „Setjist niður. Ég vona að þér séuð orðnar svangar aft- ur.“ „Mjög svo.“ Litla vinnustúlk- an var fyrirmyndar matreiðslu- kona ekki síður en Madame Pi’osper. Jafnvel betri en Joe. Læknii’inn skar fyrir mig steikt kjöt á diskinn minn og bauð mér glas af víni, en fékk sér ekki sjálfur, síðan sagði hann eftir dálitla þögn: „Mér þykir fyrir því, ungfrú Black, en Madame Prosper mun ekld koma til baka, áður en þér far- ið héðan.“ „Litla vinnustúlkan yðar sagði mér frá því.“ „Pascale? Hún er dálítið æst. Ég held ég hafi hrætt hana“ sagði hann vandræðalega. „Ætlar Pascale að sjá um heimilið fyrir yður?“ „Já, auðvitað. Allar fransk- ar stúlkur kunna að elda mat, eins og þér vitið, en hún fær einhvei’ja hjálp við að hreinsa húsið. Það hefur aftur á móti í för með sér, að þér munið ekki hafa neinn til þess að tala við. Ég held þér ættuð að geta far- ið af stað heimleiðis á sunnu- daginn. Hvað ætlið þér að gera yður til skemmtunar þangað til?“ Skiptir það nokkru máli?“ Svarið var ókurteislegt. „Að sjálfsögðu gerir það það. Þér eruð gestur minn um leið og þér eruð sjúklingur minn. Ég er hræddur um, að ég sé yður ekki til mikillar skemmt- Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.