Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 15

Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 15
VAR GIGTVEIK OG SEIN LUÐ AÐ FLEIRA EN ÞVÍ“ Flestir kannast við kvæðið Jörundur eftir skáldið Þorstein Erlingsson. Skáldið lýsir þar valdatíma Jörundar hunda- dagakóngs á skoplegan hátt, en fléttar inn í yrkisefnið ýmiss konar frásögnum af atburðum, er gerðust hér á landi sumarið 1809. Meðal annars víkur skáldið að hjúskaparleyfi Hákonar hreppstjóra í Kirkjuvogi í Höfnum. Skáldið kveður svo: Svo var það hann Hákon, hann kom með sín kvein þar kóngseyru Jörundar í, því konan hans gamla var gigtveik og sein, og gölluð að fleira en því. Hann sagði það væri almennt, ef svona stóð á. að sambúðin dofnaði þar, því vildi hann nú mega sér meðkonu fá, sem meira til frambúðar var. Og Jörundi leizt þetta lítilþæg bón og leyfði honum smámuni þá En bændurnir urðu nú ólmari en ljón og ætluðu Jörund að flá. Þeir vildu ef það fengi ekki öll fjörmenni lands, þá fengi það alls ekki neinn. En Hákon lét vel yfir valdstjórnan hans og víkkaði bólið sitt einn. Þessi skoplega frásögn skáldsins af hjúskaparmálum Kirkju- vogshreppstjórans, er byggð á skýringum og frásögnum sagnfræðinga og samtíðarmanna á giftingarmáli Hákonar í Kirkjuvogi. Jón Espólín segir svo í Árbókum íslands: „at Hákon Vilhjálmsson í Kirkjuvogi vildi eiga tvær konur, ok hafdi Jörgensen leyft honum.“ Gefur sagnaritarinn í skyn, að hér hafi í raun réttri verið um tvíkvæni að ræða. Sýslumannsfrú á Austurlandi ritaði endurminningar sínar frá þeim árum, er Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu. Hún heldur Því fram, að Jörundur hundadagakóngur hafi ætlað að koma á tvíkvæni hér á landi. Þessar skoðanir eru alrangar. Bak við giftingarleyfi Hákonar Vilhjálmssonar er mikil saga, saga harms og rauna í ásta- og hjúskaparmálum, og jafnvel tilraun til að koma á mildari lögum í þessum efnum í landinu. Saga þess er sem sé allt önnur sé hún skoðuð niður í kjölinn og rakin eftir þeim heimildum, er til eru. Hér mun ég leitast við að gera það, eftir því sem ég hef tök á í stuttri grein. 2. Suðurnes hafa löngum verið afgerandi um auðsæld í þjóðar- búið. En þrátt fyrir það hefur þar löngum verið fátækt mikil með alþýðu. Fyrr á öldum sóttist kirkjan og konungs- valdið löngum eftir afrakstrinum af framleiðslu fólksins á Suðurnesjum. Þessir aðilar hirtu meiri hlutann af aflanum. Eftir að einokunin komst á bættist þriðji aðilinn við til arðráns, þar sem' voru einokunarkaupmennirnir. Bændurnir á Suðurnesjum voru skyldaðir til að róa á kóngs- og staðar- skipum fyrir sáralítið kaup. Á þennan hátt fleytti Dana- konungur rjómann ofan af afrakstri fólksins um öll Suðurní allt frá Seltjarnarnesi og suður með öllum sjó allt austur til Grindavíkur. Alls konar kvaðir voru lagðar á bændur, hjáleigumenn og húsfólk við Faxaflóa, og er jafnvel erfitt að festa reiður á þær allar. En þrátt fyrir allt, safnaðist þangað fólk til vers og ábúðar, sérstaklega eftir hörmungai og hallæri um og eftir miðbik 18. aldar. Aðflutta fólkið samlagaðist vel innfædda fólkinu á Suðurnesjum, og varð undirstaða þróttmikilla kynslóða, er bauð fátækt og allsleysi birginn. Þetta fólk tók vorboða hins komandi tíma með dugnaði og framsækni, er birtist í tilkomu fríhöndlun- arinnar. Framsýni og atorka einkennir starf sjómanna og útvegsbænda, eftir að þeir fengu aukið athafnafrelsi síðustu ár 18. aldarinnar. Fyrr á öldum voru oft ríkir og voldugir bændur á Suður- nesjum, er áttu auð sinn og völd undir sjávarútvegi. Á seinni öldum dró mjög úr auði bænda á þessum slóðum, sakir yfirgangs konungsvaldsins og einokunarkaupmann- anna. En eftir að fríhöndlunin komst á, tók brátt að rofa til, og sjávarútvegurinn varð aftur undirstaða og ríkidæmi útvegsbænda og framförum um Suðurnes, sérstaklega suður með sjó. Suður á Rosmhvalanesi varð til á fyrstu árum fríhöndl- unarinnar talsvert framtak til nýrra átaka í útvegi og verzlun, byggt á fornum grunni, en endurlífgað af hugsjónum nýrrar stefnu í atvinnu- og viðskiptamálum. Aukin byggð á nesinu síðustu áratugina, varð þar haldgóð undirstaða. Innflutta fólkið hafði flest vanizt sjómennsku þar syðra frá unga aldri, komið þangað fyrst -sem vermenn. Flest var innflutta fólkið af Suðurlandi, en einnig lengra að. Það tengdist Suðurnesjafólkinu og varð því samgrófið á allan hátt, en flutti í lífsstarf þess nýjan þrótt, er varð til framsækni og framfara. Verzlunarstaðurinn forni á Rosmhvalanesi, Básendar, hafði hvað eftir annað orðið fyrir afhroði af sjávarflóðum seinni hluta 18. aldar, og gjöreyddist loks í einu slíku flóði í ársbyrjun 1799. Eftir það fluttist verzlun nessins að mestu til Keflavíkur. Þar urðu til verzlanir, sem stjórnað var í anda fríhöndlunarinnar. Kaupmennirnir þar voru margir frjálslyndir menn og reyndu margs konar nýungar á viðskipta- sviðinu. Slíkir kaupmenn færðu viðskipti útvegsbænda nessins í nýtízkulegra horf, og færðu þeim aukin tækifæri til þess að sækja fram. Sumir Keflavíkurkaupmenn fríhöndlunartímans urðu mjög frjálslyndir miðað við aðstæður allar. Sjást þess greinilega merki, að andi frelsis og breyttra lifshátta, átti þar góða hauk í horni, þrátt fyrir það, að hugsunarháttur, jafnt ráða- manna landsins og aiþýðunnar, væri alls ekki móttækilegur fyrir mjög öra þróun. Hafnir suður voru lengi gott útróðrarpláss. Þar voru oft ríkir útvegsbæniiur. Um aldamótin 1800 bjó í Kirkjuvogi í Höfnum Hákon Vilhjálmsson, ríkur bóndi, formaður og Framh. á bls. 31. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.