Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 23
Staldrað við á Akureyri Að vinna islenzkri vöru markað Heimsókn í fataverksmiðjuna HEKLU Ég er trúaður á framtíð íslenzks iðnaðar sagði Ásgrímur Stefánsson verksmiðjustjóri Heklu. Svo sem eðlilegt má telja, hefur íslenzkur iðnaður átt við marga byrjunarörðugleika að etja. Það eru ekki aðeins erfiðleikar vegna fjárskorts, heldur er einnig rétt að hafa í huga hve verkmenningin og vinnuhag- ræðingin hefur til skamms tíma verið bágborin hér. Þá er einnig rétt að minnast á skort á tæknimenntuðum mönnum. Nú er hins vegar að verða mikil breyting í Úr Vinnufatadeild. þessum efnum og segja má, að iðnaðurinn sé kom- inn af þessu bernskuskeiði sínu og yfir erfiðasta hjallann. Iðnaðurinn hefur lengi mátt búa við vantrú af hálfu landsmanna og ef til vill kannski ekki að ástæðulausu. íslenzkar vörur voru lengi vel ekki samkeppnisfærar við vör- ur frá þjóðum, þar sem iðnaðurinn stóð á göml- um merg, en nú er þetta að breytast. Á mörgum sviðum er íslenzki iðnað- urinn samkeppnisfær og vel það, og þessi van- trú er í mörgum tilfellum ástæðulaus og í sumum skaðleg. Víða á iðnaður- inn \ harðri samkeppni við innfluttar vörur og það er stór spurning, hvort ekki ber að veita honum aðstoð í þessu til- felli. Þegar þeir félagar Fuch og Hillary voru að brölta um Suðurskautslandið þvert voru leiðangurs- mehn þeirra m. a. í ullar- sokkum frá Fataverk- smiðjunni Heklu á Akur- eyri. Þessir sokkar voru unnir úr íslenzkri ull í ís- lenzkri verksmiðju norð- ur á íslandi og þeir félag- ar, sem ekki þekktu van- trú á íslenzkum iðnaði, töldu þá góða. Þetta er skemmtileg saga á sinn hátt og það er hægt að halda henni áfram. Nú framleiðir Hekla tugi þús- unda af peysum, sem fluttar eru úr landi, aðal- lega til Austur-Evrópu, Friðjón Karlsson verkstjóri £ Prjónadeild. — Hvað vinna margir hér í verksmiðjunni Friðjón? — Ætli það vinni ekki eitthvað um 130—150 manns. Það getur verið örlítið breytilegt, en ég mundi halda að það væri eitthvað nærri þessu. En Agnar Tómasson verkstjóri í Vinnu- fatadeildinni. Fyrir nokkrum árum flutti verk- smiðjan £ ný húsakynni. Það er hluti af Prjónadeildinni sem við sjá- og þessar peysur reynast mjög vel, það vel að verksmiðjan hefur vart undan að framleiða á þann markað, sem hún hefur þegar skapað sér, og hefur þó hvergi nærri kannað markaði til fullnustu. Þegar við vorum á ferðalagi norður á Akureyri í apríl, heimsóttum við nokkrar verksmiðjur þar í bæ. Meðal þeirra var Fataverksmiðjan Hekla. Við skulum nú í stuttu máli segja frá þeirri heimsókn. Við komum í verksmiðjuna síðari hluta dags. Hún er í nýlegu húsi, einni hæð og mikil um sig. Segja má að hún skiptist í tvær höfuð deildir, Prjónadeild og Vinnufatadeild. Og næstu tveir klukkutímarnir fóru í að ganga um þetta fyrirtæki, og fylgjast með framleiðslunni. Við fórum fyrst í Prjónadeildina og okkur til leiðsögu var Friðjón Karlsson. Hann sýndi okkur hvernig ein peysa verður til, allt frá því fyrsta, og þar til henni hefur verið pakkað niður í kassa, sem sendur er til kaup- andans. Það eru mörg handtök sem liggja að baki einnar peysu og mörg stigin sem framleiðslan tekur á sig. Það mundi verða of þurr frásögn ef sagt væri frá hverri vél, sem að þessu vinnur, og hverju handtaki, svo við skulum sleppa því og snúa okkur að Friðjóni og fræðast um framleiðsluna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.