Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Síða 24

Fálkinn - 22.06.1964, Síða 24
Hér er verið að leggja síðustu hönd á verkið. Peysunni pakkað inn og svo er hún send á markaðinn. þess skal getið að tals- vert af þeim konum, sem vinna hér vinna aðeins 4 klukkustundir daglega. — Og hvað er unnið lengi? — Hér í Prjónadeild- inni er unnið allan sólar- hringinn, allan ársins hring. Þetta eru dýrar vélar og þess vegna mikil nauðsyn á að nýta þær sem bezt, en auk þess má segja að verksmiðjan hafi vart undan að framleiða til að sinna eftirspurninni. — Þær standa lítið við, peysurnar? — Já, þeim er pakkað nið- ur þegar í stað og sendar á markaðinn. Hér má ekkert stanza. — Og þetta fer mest á erlendan markað? — Já, á þessu ári fara tveir þriðju hlutar fram- leiðslunnar á erlendan mark- að. Það er betra fyrir okkur að framleiða til útflutnings því þá er um stærri pantanir að ræða og afköstin nýtast betur. Það kemur fram í því að menn vinna alltaf sama verkið og ná þess vegna meiri hraða. Þá er sama munstrið prjónað lengur en talsverður kostnaður er við munstraskiptingu. — Og hvað eru framleidd- ar hér margar peysur á ári? — Ætli framleiðslan á sl. ári hafi ekki verið eitthvað nærri 50 þúsund peysur. — Og hvað fer mikið af ull í þessa framleiðslu? — Ég hef nú kílóatöluna ekki alveg nákvæmlega, en það er eitthvað í kringum 40 tonn. Þessu næst fórum við í Vinnufatadeildina undir leið- sögn Agnars Tómassonar. Þar eru saumuð vinnuföt, herra- frakkar, kuldaúlpur og sitthvað fleira. Agnar sýndi okkur vél- amar, hvað hver þeirra ynni og þess háttar. — Hér er notað svo kallað hringsaumsfyrirkomulag þ. e. a. s. hver vél og stúlka vinnur ákveðið atriði varðandi flíkina, þannig að nýtingin verður betri og afköstin meiri. Þó eru oft ýmis vandræði við þetta, m. a. vegna þess, að hér er um svo margar gerðir og stærðir að ræða. — Og hér eru mest unnin vinnuföt. — Já stærsti hlutinn er vinnuföt. Við framleiðum þau úr nælonstyrktum efnum sem hafa reynzt mjög vel. En svo eru einnig frakkar og úlpur. — Er eitthvað af þessu flutt út? — Það er mjög lítið. Þó hef- ur eitthvað verið flutt út af kuldaúlpum og þá aðallega til Færeyja, en þeir eru mjög hrifnir af þessum úlpum. En þessi fatnaður er mjög hátt tollaður og verður þar af leið- andi oft illa samkeppnisfær. varðandi verð. Hér sjáum við hluta af Vinnufatadeildinni. ggB IwHpm jj |]M r' ■ •íiiliíi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.