Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 26
Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan vandmebfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er áhrifaríkt þvottaefni semfer vel meÖ hendumar. Vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm. Veljið ilmefni viðyðar hœfi. EFNAVERKSMIÐJAN | rsiöfrf) VEX VÖRURNAR Akureyri Framh. af bls. 25 nafnið Prjónastofa Ásgríms Stefánssonar, þar voru til þess að byrja með framleiddar kven- peysur, og aðeins 30 til 40 peys- ur í hvorri gerð, 1943 var svo bætt við framleiðslu á kven- undirfatnaði. 1946 keypti svo Sambandið þessa prjónastofu, sem seinna hét Fataverksmiðj- an Hekla og ég hef veitt henni forstöðu síðan. — Og nú hefur hún vaxið í að verða stserst sinnar tegund- ar hérlendis. — Ég veit ekki hvað á að segja um það. Þetta hefur vaxið vel og ég vona að þetta eigi eftir að vaxa enn. Þetta hefur komið hægt og hægt, það hefur verið farið í þetta með gát og aldrei ráðist í of stóran áfanga í einu. — Og áður en við kveðjum. Þú ert trúaður á framtíð ís- lenzks iðnaðar? — Já ég er það. íslenzkur iðnaður hefur þegar sýnt hvers hann er megnugur og hann á eftir að gera meir. Þeir sem hafa fylgzt með þróun þessara mála geta ekki verið annað en bjartsýnir á framtíð íslenzks iðnaðar. Síðasta ferðin Framhald af bls. 17. Ekkert, sem var þess virði að taka það með sem sýnishorn. Sko svo rákumst við á dýrin. Þið hafið séð myndir af þeim og vitið því, að þau voru ekki ósvipuð okkur í útliti. En alls ekki vitsmunaverur. Nei, alls ekki. Það megið þið ekki halda, þó skipstjórinn hafi sagt eftir að hann varð óður... þó ég ímyndi mér stundum ... nóg um það. Við lentum á hálendinu. Á eyju. Það var fallegt þar. Hrika- leg fegurð. Há fjöll. Djúp vötn. Við fundum dýrin við eitt vatnið. Sennilega voru þau að hvíla sig eftir að þau voru búin að drekka. Þau lágu þarna grafkyrr á bakinu og við höfð- um lítið fyrir að handsama þau. Skipstjórinn sá um það allt saman með sinni alkunnu snilld. Hann firðflutti þau í búrin — öll á einu bretti — eins og ég sagði áðan er hann næmur karlinn. Næmari en gengur og gerist. Það eru ekki allir, sem hafa þann hugans kraft að geta firðflutt fjögur fullvaxta dýr í einu. Ég hefði þurft að taka Þau í tveimur ferðum. Svo tókum við með okkur vatn handa þeim. Nei, við gátum ekki notað okkar vatn handa þeim. Lækn- irinn efnagreindi vatnið og sagði að okkar vatn myndi drepa þau á skömmum tíma. Ég veit ekki hvers vegna hann fann það út — ég er enginn efnafræðingur — sjálf- sagt hafa verið í því einhver eiturefni, sem dýrin hefðu ekki þolað. Læknirinn var sérfræðingur- inn en ekki ég. Þetta voru annars einkenni- leg dýr. Það hefði mátt álíta, að þau væru ekki sem vitlaus- Þau þutu alltaf upp að riml- unum, þegar við komum inn til þeirra. Stóðu þar og héldu utan um rimlana með krumlunum og gáfu frá sér undarleg hljóð með munninum. Ég veit að það er sameigin- legt einkenni allra dýra að gefa frá sér undarleg hljóð með munninum. Það eru bara menn eins og við, sem tala saman með því að lesa hugsanir hvers annars. Það eru líka aðeins dýr, sem láta rimla og veggi hindra sig í að fara allra sinna ferða. En tók það okkur mennina ekki langan tíma að þroskast? Voru ekki forfeður okkar eins og þessi dýr? Gátu þeir flutt hluti borga á milli með hugan- um einum saman? Nei, það gátu þeir ekki. Slíkt sanna sögurannsóknir okkar. Þeir notuðu bifreiðar, lestir og flugvélar. Það er tiltölulega stutt síðan við urðum eins og við erum. En notum við eyrun til að hlýða á hljómlist og annað slíkt. Við tölum að vísu ekki lengur, en við myndum ekki hafa heyrn, ef við hefðum ekki einu sinni framleitt hljóð eins og þessi dýr til að tjá okkur hvort öðru. Kannski var það geislavirkn- in eftir styrjöldina miklu, sem orsakaði þetta. Ekki veit ég það. Ég er ekki sagnfræðingur og heldur ekki erfðafræðingur. Ég er aðeins geimsiglinga- fræðingur. Hins vegar fer ég ekki aftur með það, að mér fannst lækn- irinn óþarflega harður. Ég kenni honum satt að segja hvernig fór með skip- stjórann. En læknirinn áleit það skyldu sína að rannsaka dýrin eins vel og honum var unnt. Svona ef þau skyldu ekki lifa ferðina af. Framhald á bls. 28. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.