Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 30

Fálkinn - 22.06.1964, Qupperneq 30
aSAGAIXI EFTIK WILLV BREHVHOLST — Kaffi? Ert þú ekki...? Eigum við ekki að ... — Ekki enn. Ég segi til. Vertu rólegur maður. Ég strauk svitann af enninu með handarbakinu og skakk- lappaðist að stólnum mínum. Ég hafði aldrei lent í öðru eins. Vertu rólegur maður — það gat hún leyft sér að segja. Það var ekki hún sem var að verða faðir í fyrsta sinn á ævinni. Var það nokkur furða þótt mað- ur væri svolítið æstur og tauga- veiklaður. Spenningurinn mað- ur og verkirnir í maganum. Undarleg tilfinning. Mér var líka flökurt. Kannski var það bara tóbaksbragðið. Ég hafði tuggið og rennt niður hálfri sígarettu. — Setturðu upp vatn í kaffi? spurði Maríanna. Síminn hringdi. Ég flýtti mér að taka upp tólið. Kannski var það fæðing- ardeildin. Þeir höfðu sagt að við skyldum koma um leið og ÞAÐ VARD STRÁKUR \ Mér leið alveg hryllilega. Það var engu líkara en kaldur sviti sprytti út á enni mér og fæturnir skulfu undir mér eins og strá í vindi. — Það verður ekki langt þangað til að við förum. Hún átti að fara á fæðingar- deildina. Það gat gerzt þá og þegar. — Ég tek bílskúrinn út úr bíl... bílnum, sagði ég æstur og þaut til dyra. — Nei, bíddu. Ég held þetta sé búið í bili. Mér líður betur núna, miklu betur. Ég reyndi að draga andann rólega, tók fram sígarettu- pakka fékk mér eina, og þreif- aði eftir eldspýtum. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þig reykja tvær síga- rettur í einu, sagði Maríanna. — Nú, reykti ég kannski ekki áðan, sagði ég og gekk yfir að vínskápnum í von um að finna þar stuðningsmann. — Nú held ég ... byrjaði Maríanna. Elding fljótur sneri ég mér við og flaug til dyranna. — Ég tek bílinn út, hrópaði ég. — Nú held ég að við ættum að fá okkur kaffisopa, botnaði Maríanna setninguna. hún fyndi fyrst til þess. Kannski voru þeir orðnir óþol- inmóðir þarna á deildinni. Þeir stóðu ef til vill alveg tilbúnir. — Halló, hrópaði ég. Er það f æðingardeildin ? — Nei, það er bara ég, Thomassen. Heldurðu að þú sért ekki til í slag. Okkur vantar fjórða mann. — Ekki hægt, ég ætla ... við ... Maríanna. Hún ætlar á Fæðingardeildina. Það getur gerzt hvenær sem er. Ég er að hita kaffi til þess ... nei ég meina vatn ... til þess að hella upp á. — Afsakaðu gamli, sagði 30 FALKINN Thomassen, þú lætur mig vita, ef það verða f jórbaurar — Fjórburar umlaði ég og skellti á. Mér hafði satt að segja ekki dottið það í hug. Hárin risu á höfði mér. Mér sortnaði fyrir augum. Ég varð að styðja mig við dyrastafinn. Fjórburar. Maður hafði heyrt slíkt og þvílíkt áður. Guð hjálpi mér. Fjóra munna að metta í viðbót. Og ég sem hafði bara keypt einn barnavagn, eina barnagrind og eina knatt- spyrnuskó. Enn varð ég að styðja mig við dyrastafinn. — Hvað er að þér maður, sagði Maríanna, þú gerir ekki annað en styðja þig við vegg- ina. Geturðu ekki gengið eins og venjulegir menn. Hver var að hringja? — Thomassen. Hann vildi fjórbura . . . fjórða barn í spil. — Settirðu vatn upp, vatn í kaffið? — Já, ég... nei, sagði ég. Nú skal ég sjá til. Hvernig líður. Eigum við ekki að fara bráðum? — Ég finn ekkert til núná. É^ gekk út og hellti vatiii í kaffikönnuna. Svo flýtti ég mér inn í stofuna til þess að sjá hvernig liði. — Þú hefur munað að kveikja á plötunni. — Já ... já ,.. æ, nei, en nú skal ég fara fram og gá. Ég var kominn hálfa leiðina fram í eldhús, þegar kallað var á mig — Nú verðum við að fara, stundi Maríanna. Andartak stóð ég sem lam- aður. Svo þaut ég sem elding út úr stofunni, slengdi upp bíl- skúrshurðinni og bakkaði út. — Svo af stað, hrópaði ég. — Bilskúrshurðinni, sagði Maríanna, á ekki... — Skítt með hana. Svo ókum við af stað. Það getur vel verið að ég hafi gefið í. Aldrei hef ég ekið eins hratt. Þrisvar eða fjórum sinnum fór ég á gulu, svo að vegfarendur hrukku við og tvístruðust í all- ar áttir. Ég fór á tveimur hjól* um fyrir horn. Fyrir utan fæð- ingardeildina hemlaði ég svo að brast í kerrunni, þaut út úr bílnum og reif upp aftur- hurðina. — Þá erum við komin, sagði ég lafmóður. .. og fann hvernig hárin risu á höfði mér. Aftursætið var mannlaust. Maríanna hafði orðið eftir til þess að loka bh«kúrshurðinni. WiIIy Breinholst.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.