Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Side 39

Fálkinn - 22.06.1964, Side 39
VAR!Ð YKKUR A „ÞRENNINGUNNI" Nokkrum dögum síðar kom Eðvald lávarður til hirðarinnar til þess að bjóða krónprinsinum í veizluna hjá Eberherði greifa. Krónprinsinn þáði boðið með þökkum, feginn að komast burt úr hinum þrúgandi félagsskap hirðarinnar. „Við verðum varla meira en viku,“ sagði prinsinn föður sinum. „Ég ætla mér að vera kominn aftur þegar Kiængur lávarður og Ottó sonur hans koma til hirðarinnar.“ Nokkru siðar sáu þeir kumpánar kastala greifans gnæfa við himin og sjálfur greifinn hafði riðið út til þess að bjóða þá velkomna. Hin konunglegu skilaboð höfðu borizt að Arnarkastala og Klængur las skjalið. „Þetta er skipun um að ég og sonur minn komi til haliar konungs vegna vígs tíu Norðmanna,“ sagði hann upphátt. Innan í bréfi konungs hafði verið lagt annað skjal og Klængur fietti því í sundur: Griðabréf handa honum og Ottó. „Hvers vegna þurfum við sérstakt griðabréf," sagði hann við sjálfan sig. „Veita orð konungs okkur ekki lengur nægilega vernd.“ Hann óskaði þess af heilum hug að Ottó væri heima. Hann beið i viku, en þegar Ottó kom ekki, ákvað hann að hlýða kalii konungs, einn. Og hann iagði af stað ásamt dyggustu þjónum sínum, Lamba og StefánL Norðmennirnir fóru eldi um byggðina og rændu, hvar sem þeir gátu komið því við. Margir lávarðar mundu nú eftir heimsókn Ottós og flykktust heim til Arnarkastaia til þess að ræða við hann um þann vanda sem bar nú að og mótaðgerð- ir. Þeir urðu skelfingu iostnir þegar þeir fréttu að ekki ein- ungis Otó var í braut heldur og Kiængur, sem hafði verið kvaddur á konungsfund til þess að verja gjörðir sonar síns. Á meðan þessu fór fram reyndu Ottó og Danni að vara lýð aiian við víkingum Brátt barst þeim til eyrna að krónprinsinn sæti veiziu Eberharðar og þá skunduðu þeir aí stað.'staðráðnir að ná fundi krónprinsins. FALKINN 39

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.