Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Síða 42

Fálkinn - 22.06.1964, Síða 42
Soryjs f'ramh. ai bls. 40. inu og fylgdarmenn hans eink- um áhuga á kvikmyndaleik- konunum til dæmis Barbara Stanwyck, Judy Garland, Yvonne da Carlo — þó að ég yrði auðvitað ekki beinlínis af- skipt! í móttöku einni var Robert Taylor kynntur fyrir mér. Þeg- ar ég var skólastúlka í Sviss haíði ég verið ofsahrifin af hon- um. Mér hafði fundizt hann fjarlægur og auðvitað engar vonir gert mér um að sjá hann nokkru sinni í eigin persónu. En nú stóð hann skyndilega fyrir framan mig og ég varð að játa, að ég fékk fiðring um mig. Nokkrar sekúndur gleymdi ég að ég var keisara- ynja Persíu og ég sagði: „Ef þér bara vissuð hvað ég var dauðskotinn í yður þegar ég var unglingur!" „En hvað það var leiðinlegt, að Yðar Hátign og ég skyldum ekki hittast áður,“ svaraði hann og brosti. Það sem kom mér á óvart i Hollywood var stéttamismun- ur og rígur milli leikaranna sjálfra. Langefstur á listanum var Gary Cooper og kona hans, Sandra, ef til vill var áslæðan sú, að hún var af gamalli og virðulegri milljónaraætt frá Nýja Englandi. Svo að þau voru talin vei-ð þess heiðurs að hitta okkur oft og við nutum mjög samvistanna við þau hjónin. Gary var mjög hæglátur og feiminn maður og talaði jafn lítið í einkalifinu og í kvik- myndunum sínum, en oft komst hann sérlega vel að orði og hitti naglann á höfuðið með fá- einum orðum. Við hittum hann og frú Cooper aftur þegar við fórum á skíði í Sun Valley. Þaðan fórum við til Florida, þar sem Charles Wrightman, olíukóngur, hafði boðið okkur að dvelja hjá sér. Við þekktum ekki gestgjafa okkar en enn einu sinni hafði herra Dudley leyst skyldur sínar með prýði. Hr. Wright- man sendi einkaflugvél eftir okkur til Miami. Heimili hans var ólýsanlega fallegt og í- burðarmikið og sló allt út, sem við höfðum hingað til séð í USA. Meðal annarra gesta hans var þá yfirmaður leyniþjónust- unnar, en var staddur þarna í leyfi. Við höfðum hingað til lit- ið á hr. Dulles sem þjóðsagna- persónu, og kom mjög á óvart að hitta fyrir vinalegan, hvít- hærðan mann sem þótti gaman að spila bridge og sýndi okkur myndir af barnabörnum sínum. Þar sem hann vissi ekki, hvað við vissum og þar eð við viss- um ekki, hvað hann vissi forð- uðust bæði hann og keisarinn að ræða stjórnmál og varð það til að binda okkur persónulegri böndum. : JH-Jinn eftirmiðdag kom ung- ur og efnilegur öldungadeild- arþingmaður, sem dvaldi í Palm Beach sér til hressingar, eftir uppskurð í baki, til te- drykkju. Nafn hans var John Kennedy og herra Wrightman spáði honum glæsilegri framtíð. í fyrsta skipti kom hann einn síns liðs,en tveimur dögum síð- ar var haldin mikil veizla og öllu helzta fólkinu í Palm Beach var boðið. Það var þá sem Jacqueline Kennedy var kynnt fyrir mér. Gazt vel að henni frá fyrstu stundu og þar eð hún og eigin- maður hennar voru einu ungu gestirnir settumst við niður út í horn eftir máltíðina og rædd- um Ameríku, París og Rivier- una. Síðar slóst Chollie Knick- erbocker blaðamaður í hópinn. Hann var tengdasonur herra Wrightmans og skemmti okk- ur konunglega með gamansög- um og skrítlum. Hinn 12. febrúar 1955 lögð- um við af stað sjóleiðis til Southampton. Þar hófst erfiðasti áfangi ferðarinnar. Eftir mörg erfið ár óskaði keisarinn nú að end- urnýja samband írans og Eng- lands. „Ég veit ekki, hvort það tekst,“ sagði hann við mig á leiðinni. „Abadan áfallið varð hinum stoltu Englendingum erfiður biti. Kannski er enn of snemmt að stofna til góðra kynna á ný, en ég treysti á stuðning þinn í hvívetna." Til allrar hamingju bera Eng- lendingar ekki beizkju. Þeir verja hagsmuni sína til hins síðasta,en ef þeir hafa beðið ó- sigur þrýsta þeir hendur sigur- vegaranna. Hertoginn af Glou- cester var á Victoriu-járnbraut- ar stöðinni til að taka á móti okkur og tveimur dögum síðar dauð drottningin okkur til há- degisverðar, Elisabet II er miklu lávaxn- ari og fíngerðari en myndir af henni gefa til kynna. Sjálf er ég frekar lávaxin, en hún var miklu minni og hefur hinn margrómaða enska litarhátt. M FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.