Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Page 4

Fálkinn - 29.06.1964, Page 4
Æ’X, Félagsprentsmiðjan h.f. SPÍTALASTÍG 10 (við Óðinstorg) SÍMI 11640. I'rrnhan A BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONAR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og lausblöðum. Vandað efni óvallt fyrirliggjandi. I.iinisf isnplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leltið fyrst til okkar. Félagsprentsmiðjan h.t. Spítalastíg 10 — Sími 11640. FALKINN metna Og OST osta- og smjörsalan ú Talsmáti á unglingum. Fálkinn vikublað, Reykjavík. Ég hef aldrei skrifað neinu blaði bréf og hafði ekki ætlað mér að gera það en atvik varð þó til þess að ég sendi ykkur þessar línur og vona að þið afsakið ónæðið. Það er alltaf verið að ræða um ungdóminn hér og hvað hann sé á allan hátt illa siðað- ur. Ekki vil ég nú taka undir þetta þegjandi og hljóðalaust því ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi við ótt jafn mikið af ungu og glæsilegu fólki sem mikils má vænta af í framtíð- inni. En það er auðvitað með þetta eins og annað að margur er misjafn sauðurinn. Það, sem kom mér til að skrifa ykkur þetta bréf var eins og ég sagði áðan atvik eitt nú alveg nýverið. Ég brá mér á kvikmyndasýnigu eitt kvöldið og fyrir framan mig sátu tvær ungar stúlkur svona á að giska fimmtán sextán ára. Það skal tekið fram þegar í upphafi að fáir voru í húsinu. Ég kom svona fimm til sex mínútum áður en sýningin hófst og meðan ég beið heyrði ég um- ræðuefnið hjá þessum ungu stúlkum. Og mikið lifandis ósköp varð ég hissa, sár og móðgaður. Orðbragðið verður ekki haft eftir hér á prenti svo gjörsamlega gekk það fram af mér. Og umræðuefnið. Hvað haldið þið að það hafi verið? Þær voru að tala um samskipti sín við tvo drengi eftir þvi sem mér skildist jafnaldra sína. Látum það nú vera þótt fólk ræði svona hluti i einrúmi en að gera það í algjöru hispurs- leysi í kvikmyndahúsi það þyk- ir mér einum of mikið. Ég vissi eiginlega ekki hvað gera skyldi. Hvort ég ætti að blanda mér inn í samræðurnar og biðja þær að hætta þessu tali ellegar flytja mig. En ég gerði ekki neitt heldur sat þarna kyrr og hlustaði. En orð- bragðið. Þótt mín kynslóð hafi kannski látið sitt af hverju út úr sér þá var það aldrei neitt i þessa áttina. Með beztu kveðjum. A. Þ. Svar: ÞaO er ekkert aö Jýrirgefa J>ótt þú sendir okkur línu. Þaö er ein- mitt ágœtt aö Já bréf svo>ta ööru hvoru frá lesendum. En Jni ert aö tala um atvik, sem kom fyrir Jng í kvikmyndahúsi. Viö lýsum samiiö okkar yfir þessu atviki og vonum aö Jiaö komi ekki fyrir aftur því greinilega hefur þetta haft mikil álirif á þig. Þú segir í bréfi þínu: „Ég vissi ekki hvaö gera skyldi. Hvort ég astti aö blanda mér í samræðurnar og biöja þær aö hætta þessu tali elleg- ar flytja mig. En ég geröi ekki neitt héldur sat þaruna kyrr\ og lilustaöi." Þaö er nú þaö. Maöur á aldrei aö blanda sér í annarra samtöl. Þaö er ókurteisi. Þú heföir heldur átt aö færa þiú til Jyrst þér þótti samtaliö svona ofboöslegt en þú kaust heldur að sitja kyrr og hlusta enda ekki hema mannlegt sérstaklega þegar þess er gætt aö þarna opnaöist ]>ér nýr lieimur í samræöum manna. Þú ert sennilega einn af þeim sem situr, hlustar, kynnir þér máliö — og gerir ekki neitt. Viö vonum bara aö þetta hafi ekki haft of djúptæk áhrif á þig. En hvaö sem því liöur þá hefur }>ú náö þarna í góöa sögu til aö segja konunni. Hún getur svo sagt vin- konum og þær svo áfram og áöur en líður veröur þetta komiö út um allan bæ. Nokkur orð um umferðarmál. Háttvirta blað! Eitt tryggingarfélag segir í auglýsingu sinni að kurteisi se aðalsmerki ökumannsins. Þetta er satt og auðvitað er kurteisi alltaf aðalsmerki og kurteisi víðar þörf heldur en í umferð, en ókurteisi mun tæplega vera, lífshættuleg nema varðandi!um- ferð. Mér dettur í hug þina saga, sem nýlega kom fyrir mig_- Ég var ásamt öðrum á ferðalagi í bíl hér nærri Reykjavík. A undan okkur ók fólksbíll og fór sér heldur hægt, svona a fjörutíu til fimmtíu kílómétra hraða. Við gáfum honum hljóð- merki um það að komast fram úr en hann sinnti því engu heldur hélt sinni ferð og okkur fyrir aftan sig. Þetta gekk svona i fimmtán til tuttugu minútur og ekki gaf hann okk- ur leyfi til að aka fram úri Við vorum að vonum orðin nokkuð leið á þessu en það var sama hvað aðhafst var ekki kom- umst við framhjá. Svo allt I einu gefur hann stefnumerki og ekur út i kantinn. Við tókum þessu auðvitað með miklutn fögnuði og héldum að hann væri nú að hleypa okkur fram- hjá og gripum tækifærið en þegar við erum að aka framhja honum kemur bíll á móti á m'k- illi ferð og það varð fyrir hrein»

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.