Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Qupperneq 5

Fálkinn - 29.06.1964, Qupperneq 5
mildi að ekki varð þarna árekst- ur. Nú vita allir að ekki má gefa merki um að aka framúr nema vegurinn sé hreinn fram- undan en þessi sem þarna átti í hlut virðist ekki vera vel heima í umferðarreglunum. Og nú máttum við hanga fyrir aftan bílinn dálitla stund í vicj; bót en þegar okkur loksins tókst að komast framhjá stönz- uðum við og ræddum við mann- inn en hann var ekkert nema hortugheitin og brúkaði bara kjaft. Þannig eru sumir í um- ferðinni og meðan svona er getum við átt von á ýmsum hlutum. Vegfarandi. Svar: Þetta er á sinn liátt Ijöt saga en mun ]mí miöur ekki vera neitt einsdæmi. Hvað rétt er að gera í málinu. Elsku Fálki! Ég ætla að biðja ykkur að hjálpa mér svolítið því ég veit ékki hvað ég á að gera en ég vona að þið getið rétt mér hjálparhönd og sagt mér til um hvað réttast sé fyrir mig að gera. Ég er svolítið hrifin af strák. Ég hef ekki þekkt hann nema siðan á hvítasunnunni en þá fórum við með sama hópnum á Snæfellsnes. Við vorum svo- lítið saman í ferðinni og síðan höfum við farið nokkrum sinn- um saman í bíó. Ég verð alltaf meira og meir hrifin af honum eftir því sem ég kynnist honum meira en ég veit ekki hvort hann er svo hrifinn af mér. Ég veit að hann hefur verið með mörgum stelpum og á mikinn sjens, enda er hann gasalega huggulegur og skemmtilegur. Nú veit ég að hann ætlar að fara í ferðalag bráðlega með þessu sama ferðafélagi og um hvítasunnuna og hann spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að koma með. Ég sagðist ekki vita það því þannig er að vinkona mín sem var með mér um hvítasunnuna var búin að biðja mig að koma með sér annað og ég hafði lofað henni því. Ég veit að vinkona mín vill ekki fara annað en það sem hún var búin að ákveða og verður vond ef ég fer ekki með henni. En það gerir nú kannski ekki svo mikið til ef ég get verið með stráknum. En nú er það þannig að ég þori ekki að fara ein því það er ekkert víst að hann verði með mér því hann gæti átt það til að láta ,.sem hann þekki mig ekki og verið með einhverri annarri því hann er svoleiðis. Og þá mundi mér leiðast alveg voða- lega. Hvað finnst þér að ég ætti að gera í þessu. Á ég að reyna að fá einhverja aðra vinkonu mína til að koma með mér eða á ég ekki að fara neitt? Ég vona að þú svarir mér eins fljótt og þú getur. Vertu bless. Sigga B. Svar: Ef þig langar svona mikiö til aö fara l þessa ferö skaltu ræöa viö einhverja vinkonu þína og vita hvort hún vill ekki koma meö þér. Annars cettir þú bara aö fara meö Jiinni vinkonu þinni í þessa ferö og láta stfákinn eiga sig þvi „liann er svoleiöis." En ef þú ert voöa áhugasöm um þetta þá skaltu bara fara. Og mundu þaö aö ef hann þekkir þig ekki þá þekkir þú hann ekkert frekar. 1 svona málum þýöir elckert annaö en harkan. Um ökuréttindi. Kæri Fálki! Það er mikið, sem berst hing- að af nýjum bílum og alltaf fjölgar þeim sem hafa réttindi til að stjórna bifreiðum. Um- ferðin ber þetta líka með sér. En það sem vekur spurningu manns er hvort allir þeir, sem tekið hafa bílpróf séu fyllilega færir um að stjórna ökutæki. Ég held ekki. Ég held að stór hluti þeirra, sem aka bifreið að staðaldri séu algjörlega ófær- ir um það að maður nú ekki tali um þá, sem „grípa í“ af og til. Og það þarf auðvitað ekki að tala um hvað þetta er hættu- legur hlutur. Mér var að detta í hug hvort það gæti ekki verið nokkuð gott ef lögreglan eða bifreiðaeftirlitið tæki af og til stykkprufur. Þeir tækju bara þetta og þetta númer ökuskír- teinis, kölluðu handhafa þess fyrir sig og létu hann síðan ganga undir strangt próp. Standist hann ekki prófið verð- ur hann að læra betur þar til honum er heimilt að stjórna aftur. Ég held að þetta sé nauð- synlegur hlutur og spor í rétta átt til að kippa einhverju í lag í þessum umferðarmálum. Gamall bílstjóri. Svar: Sjálfsagt gœti þetta komiö aö gagni ef rétt er á Jialdiö.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.